Íslendingur


Íslendingur - 25.07.1978, Blaðsíða 4

Íslendingur - 25.07.1978, Blaðsíða 4
Hringiö í síma 21501 eda skrifid í póst/ió/f Útgefandi: fíitstjóri og ábyrgðarmaður: Dreifing og afgreiðsla: fíitstjórn og afgreiðs/a: Ritstjórn s/mi: Dreifing og auglýsingar: Askriftargja/d: Lausasala: Prentgn i offset: íslendingur hf. Gisli Sigurgeirsson Jóna Arnadóttir Ráðhústorgi 9 21501 21500 kr. 1.000 á ársfjórðungi kr. 100 eintakið Skjaldborg hf. Að þekkja umhverfi sitt í leiðara blaðsins nýiega, var fjallað um umhverfis- mál, einkum er varða mengun í sjó. Þar voru aðstæður við Eyjafjörð teknar inn í myndina, en fjörðurinn er bæði langur og mjór, staðviðri mikil og áhrif sjávarfalla tiltölulega lítil. Þessar aðstæður auka hættuna verulega á sjávarmengun. Á þetta var bent í leiðara blaðsins og varað við mengunar- hættu, vegna vaxandi byggðar við fjörðinn, sam- hliða vaxandi atvinnurekstri, t.d. iðnaði, sem þarf að koma frá sér úrgangsefnum. Einnig hefur í blað- inu verið bent á þann ríkjandi hugsunarhátt, að lengi taki sjórinn við, sem verði til þess að Ýmislegt sé losað í sjóinn, t.d. frá skipum, sem betur væri komið annarsstaðar. Ályktanir frá nýafstöðnu Náttúruverndarþingi taka í sama streng, en þar segir m.a.: „Náttúru- verndarþing hvetur Siglingamálastofnun ríkisins til þess að halda áfram hinu þýðingarmikla starfi sínu, að draga sem mest úr olíulosun í sjó, bæði með því að stuðla að bættum búnaði til söfnunar á olíu og olíuúrgangi um borð í skipum og móttöku hans í höfnum landsins.“ Og síðar í ályktuninni segir: „Náttúruverndarþing hvetur hafnaryfirvöld til að bæta aðstöðu við móttöku í höfnum landsins á sorpi og öðrum úrgangi frá skipum til að auðvelda skipstjórnarmönnum að losa slíkt í land, í stað þess að kasta því á hafi úti... Ennfremur skal stuðla að framförum í meðferð sorps frá sveitarfélögum og bættri sorphreinsun á hafnarsvæðum frá skipum og bátum, þannig að sjór og strendur mengist ekki.“ Þetta eru orð i tíma töluð, þvi fátt er ömurlegra en falleg strönd, þakin allskyns rusli eins og neta- dræsum, mjólkurfernum, plastbrúsum og fleiru þess háttar. Um mengun frá iðnrekstri segir í ályktun þings- ins: „Náttúruverndarþing 1978 minnir á fyrri varn- aðarorð um mengun frá iðnrekstri, sérstaklega að ekki verði leyfður hérlendis annar iðnrekstur en sá, sem hefur fullnægjandi tök á mengunarvörnum vegna umhverfisins og vegna heiibrigði þeirra er við hann vinna. Þingið áréttar nauðsyn þess, að gerðar verði fullnægjandi kröfur um mengunar- varnir við starfandi iðnfyrirtæki, verksmiðjur og vinnslustöðvar." Vonandi berum við gæfu til þess, „að leyfa ekki hérlendis annan iðnrekstur en þann, sem hefur full- nægjandi tök á mengunarvörnum". En það er ekki nóg, ef þegar er starfandi í landinu iðnrekstur, sem hefur ekki tök á þessu vandamáli. Það er ekki nóg að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í. Umhverfismálin hafa ekki skipað þann sess, sem þeim ber. Heildarlöggjöf hefur vantað og eftirlit verið í lágmarki. Ber því að fagna fram komnu um- hverfismálafrumvarpi ríkisstjórnar Geirs Hallgríms sonar, sem lagt var fram á sl. þingi. Vonandi sér næsta þing sér fært, að setja löggjöf um þessi mál og tryggja að ákvæðum þess verði framfylgt. Þrátt fyrir þetta, þá eiga umhverfismál ekki að fara út í öfgar, þau mega ekki verða til þess að hindra eðlilega þróun í landinu. Hins vegar er öllum nauðsynlegt að þekkja umhverfi sitt og vera sér meðvitandi um þær skyldur sem gilda í umgengni við það. Að lokum til Akureyringa og Eyfirðinga: Erykkur sama um fyrirhugaða lagningu vegar yfir Leirurnar, sem hlýtur að hafa stórkostlega landslagsbreyt- ingu í för með sér við botn fjarðarins. Þar að auki er fyrirhugað að áframhald vegarins liggi um skógar- reitinn í Vaðlaheiði og kljúfi hann að endi- löngu? 4 - ÍSLENDINGUR Hvað á að gera við jörðina Botn? - Höfðingleg gjöf Lárusar heitins Rist í vanhirðu þiggjendc Vegfarandi um Eyjafjörð hafði * samband við blaðið: Ég get ekki látið hjá líða að minnast á jörðina Botn í Hrafna gilshreppi eftir að hafa skoðað 'þar ástandið þegar ég var þar á ferð nýlega. Lárus heitinn Rist gaf Akureyrarbæ þessa jörð á sínum tíma, en gjöfinni fylgdu skilmálar. Lárus vildi að þarna yrði komið á fót einhverskonar sumarbúðum fyrir börn og unglinga og þeim kenndir ýmsir búskaparhættir. Þetta hefur bærinn ekki gert í neinni mynd, heldur leigt jörðina til ábúðar og er það kapituli út af fyrir sig, en ekki verður farið út í þá sálma hér. Auk þess varplantað trjáplöntum í Botnslandi, en trjálundurinn liggur nú undir skemmdum. Girðingar liggja niðri og skepnur ganga þar um og hafa þegar valdið óbætan- legu tjóni á trjáplöntunum. Það eru að vísu breyttir tímar frá því Einn jákvœður: Ég vissi ekki einu sinni að Undirhlíð Mikið er af dauðum smáplöntum. að Lárus gaf bænum jörðina, en þrátt fyrir það get ég ekki séð hvað er í veginum með að koma þarna upp æskulýðsstarfsemi. Þarna væri t.d. hægt að hafa einhverskonar sumarbúðir, þar sem unglingum yrði gefinn kostur á að dvelja í ákveðinn tíma við leiki og störf. Þar mætti t.d. kenna þeim hesta- mennsku og umgengni við aðrar skepnur. Ef bærinn treyst ir sér ekki til að standa á bak við þessa starfsemi, þá væri hægt að fá félagasamtök til þess. Slík starfsemi mun hafa verið starf- rækt í Saltvík á vegum Reykja- víkurborgar og gefist vel. Hvað sem öðru líður, þá er það ekki vansalaust fyrir Akur- eyrarþæ, hvernig haldið hefur verið á þessum málum og ég skil varla í öðru, en afkomendur Lárusar geti tekið gjöfina aftur. Vona ég að ráðamenn Akureyr- arbæjar geti gert grein fyrir Lesendur leggja orð í belg Hringið í síma 21501 eða skrifið í pósthólf 118. Bréf tekin til birtingar undir dulnefni, en fullt nafn verður að fylgja til ritstjórnar. væri Það er tíðara í þessum dálki að fólk hringi til að kvarta, en til að hrósa því sem vel er gert. Einn „götustrákur“ sá þó ástæðu til að hringja og hann hafði eftirfarandi að segja: Ég er alveg yfir mig hrifinn af götumerkingunum, sem unnið hefur verið að undanfarnar vikur. Það hefur opnast alveg nýr heimur fyrir manni þegar ekið er um bæinn og jafnvel dæmi þess að ég hafi uppgötvað götur, sem ég vissi ekki einu sinni að væru til, samanber Undirhlíð. Það var fyrir skömmu fjallað um þörfina á götumerkingum í „spurningu vikunnar“ hjá ykkur í íslend- ingi. Hvort sem það hefur haft áhrif til að hraða framkvæmd þessa máls eða ekki, þá vil ég ekki láta hjá líða að þakka viðkomandi ráðamönnum bæj- arins fyrir framtakið.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.