Íslendingur


Íslendingur - 13.03.1979, Blaðsíða 4

Íslendingur - 13.03.1979, Blaðsíða 4
Útgefandi: Ritstjóri ög ábyrgðarmaður: Dreifing og afgreiðsla: Ritstjórn og afgreiðsla: Ritstjóri sími: Dreifing og auglýsingar: Askriftargjald: Lausasala: Auglýsingaverð: Prentun i offset: íslendingur hf. Gfsli Sigurgeirsson Jóna Árnadóttir Ráðhústorgi 9 21501 21500 kr. 1.400 á ársfjórðungi kr. 110 eintakið kr. 1.200 dsm. Skjaldborg hf. Sjúkrahúsið á forgang í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar, sem samþykkt var nú fyrir skömmu, var framlag Akureyrarbæjar til bygg- ingaframkvæmda við Fjórðungssjúkrahúsið 40 mill- jónir kr. á þessu ári. Mörgum finnst þessi upphæð ekki há og ekki merki um vilja bæjaryfirvalda til þess að standa vel og rösklega að því að Ijúka þessum bygg- ingaráfanga, sem dregist hefur verulega. Ástæðan fyrir að upphæðin á fjárhagsáætluninni, er ekki hærri til þessara mála, er sú ákvörðun í lögum um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga við byggingu sjúkrahúsa, ríkið greiðir 85% stofnkostnaðar en við- komandi sveitarfélag 15%. Þannig er fjárframlag Ak- ureyrarbæjar eingöngu reikningslegt dæmi að fjárlög- um samþykktum. Það hefur þó ætíð verið Ijóst að Ak- ureyrarbær mundi standa við sinn hluta fjárframlags- ins til þessarar byggingar hver sem hlutur ríkisins væri. Mörgum hefur fundist hægt ganga við byggingu þessa húss og ekki hafi verið lögð nægjanleg áhersla á þessa framkvæmd af hálfu heimamanna og hins opinbera. Undir slíkt má taka, en á það skal jafnframt bent, að stjórn sjúkrahússins hefur ýtt vel og dyggilega á eftir þessu máli, en því miður hefur fjárveitingarvald- ið ekki staðið sig sem skyldi í þessu tilviki. Það má sjálfsagt deila á undirbúning og framkvæmd- ir við sjúkrahúsbygginguna, en árangur þess í dag er lítils virði. Það er meira virði að eyða þreki sínu í bar- áttu fyrir verulegri breytingu í þá átt, að auka verulega fjárveitingar til þessa máls á næstu tveimur árum, þannig að sá byggingaráfangi sem nú er í smíðum komist sem fyrst til fullra nota. I fjárveitingu ríkisins í ár er ekki gert ráð fyrir verð- bótum vegna fyrirhugaðra framkvæmda í ár. Slíkt verður að telja mjög ábyrgðarlítið frá hendi fjárveit- ingavaldsins, þar sem fátt bendir til þess að verulegra breytinga sé að vænta til hins betra í efnahagsmálum nú á næstunni. Sjúkrahúsbyggingin er dæmigert mál fyrir það samkrull og óljósu verkaskiptingu sem er milli ríkis og sveitarfélaga. Hér á Akureyri kýs bæjarstjórn meiri- hluta stjórnar sjúkrahússins, en aðrir eru kosnir úr hópi starfsfólks. Akureyrarbær semur um kaup og kjör við meginhluta starfsfólksins, en ríkið er hinn raunveru- legi rekstraraðili sjúkrahússins og byggingarmál eru í hendi ráðuneytis og Innkaupastofnunar. En hvað geta heimamenn gert til þess að hafa áhrif á málefni sem þetta, þar sem endanlegar ákvarðanir eru algjörlega á valdi hins opinbera? Það sem heimamenn geta gert er að sýna augljósan vilja og samstöðu um framgang þessa máls og auka enn á þrýsting við fjár- veitingavaldið. Það hlýtur að vera skýlaus krafa Akureyringa og ná- granna þeirra, að bygging sú sem nú er í smíðum við sjúkrahúsið á Akureyri hafi algjöran forgang umfram aðrar framkvæmdir á sviði heilbrigðismála á þessu landssvæði, ef tekið er mið af þjónustusvæði og hug- myndum um hlutverk þessa sjúkrahúss. s. j. s. 4 - ÍSLEiMDIIMGUR Blaðamaður fslendings á Costa Bi „Á Spáni er gott að djamma og djúsa, diskótekunum á,“ segir Laddi í kvæðinu Sandalar, sem Brunaliðið kirjaði við miklar vinsældir sl. sumar, ekki síst naut lagið vinsælda meðal íslendinga á Spáni. Á sömu skoðun hafa margir landar hans verið, því fslendingar hafa íjölmennt á sólarstrendur á undanförnum ár- um. Er þá ýmist farið til Spánar, ftalíu, Jugóslavíu, Grikklands eða annarra sólríkra landa. Ekki fara þó allir til að „djamma og djúsa“, en „hvað jafnast á við það, að þruma sér í gott sólbað“, eins og segir í sama kvæði. Með það fyrir augum brá blaðamaður fslendings sér til Costa Brava sl. haust með Ferða- skrifstofunni Útsýn, með „sandala og ermalausan bol“ í farangrinum. Ferðafélagarnir voru eiginkona blaðamannsins, Hildur H. Gunn- arsdóttir, og sæmdarhjónin Páll Alfreðsson og Sigríður Guðmunds- dóttir. Á Spáni kynntumst við bráðhressum hjónum frá Grinda- vík, Elínu Sæmundsdóttur og Ást- birni Þórissyni, kaupmanni og að- alleikara þeirra þar syðra. Héldum við mikið hópinn og áttum ógleym- anlegar samverustundir, en í heild var Útsýnarhópurinn samstilltur, allir hressir og kátir. Slíkt er mikils virði, því það jafnast ekkert á við góða ferðafélaga í slíkum ferðum. • Feröin hófst hjá A ðalsteini í Bók- val í raun og veru hófst ferðin á skrifstofunni hjá Aðalsteini Jóseps- syni, kaupmanni og umboðsmanni Utsýnar á Akureyri. Við'vorum al- gerir græningjar í slíkum ferðalög- um og reyndist Aðalsteinn okkur mikil hjálparhella. Leysti hann úr öllum okkar vandræðum af lipurð og greiðasemi, sem kom sér vel í upphafi ferðar. Flogið var beint frá Keflavíkur- flugvelli með Loftleiðaþotu til Gerona, höfuðborgar Geronahér- aðs. Þar tóku Þórhildur Þorleifs- dóttir, aðalfararstjóri Útsýnar á Costa Brava, og Sveinn Sveinsson, fararstjóri, á móti okkur af reisn og myndugleik. Þar var Jordi líka til staðar við fólksflutningabílinn sinn, en hann átti eftir að vera bíl- stjórinn okkar í flestum þeim skoð- unarferðum, sem farið var í. Reynd ist hann traustur oggóður bílstjóri. Frá flugvellinum í Gerona var síðan ekið niður til strandarinnar, til bæjarins Lloret de Mar, sem er helsti ferðamannastaðurinn á Costa Brava. Þar áttum við eftir að dvelja í góðu yfirlæti næstu 3 vik- urnar á Hotel de la Gloría, sem margir íslendingar þekkja af eigin raun. • Costa Brava - villta ströndin Costa Brava merkir ströndin villta og er strandlengja Gerona- héraðs, nyrsti hlutinnaf Miðjarðar- hafströnd Spánar. Nær hún allt frá bænum Blanes til frönsku landa- mæranna. Ströndin er mjög vog- skorin, alsett þröngum kletta- víkum, víðast hvar með litlum sandfjörum. Rýmra er þó þar sem stærstu bæirnir eru. íbúarnir á Costa Brava vinna við iðnað, fiskiveiðar og landbúnðarstörf, en langflestir hafa þó lífsviðurværi sitt af ferðamanna- þjónustu. Þar stendur þessi atvinnu vegur á gömlum merg og ströndin er fjölsótt af útlendingum. Ferða- mannatíminn er hins vegar styttri heldur en á öðrum ferðamanna- stöðum á Spáni, stendur hæst frá júlí til september. Veður er líka stopulla, en loftslagið mjög gott, að því er okkur fannst, ekki of heitt. Dvalartími okkar var frá 20. ágúst til 10. september. Á þeim tíma gerði nokkrum sinnum rigningu, og það hressilega rigningu með tilheyrandi þrumum og eldingum. Það var líka tilbreyting. • Strandbátarnir ganga allt norður til Tamariú Lloret de Mar er ekki stór bær, heldur minni en Akureyri þegar litið er á íbúðarfjölda, sem er um 10.000. Hins vegar margfaldast íbúatalan yfír ferðamannatímann. Þar snýst allt um ferðamennina, iðnaður er lftill og lítil útgerð. Ströndin í Lloret er stór og góð, sandurinn grófur og loðir ekkert við mann. Síðan er hægt að fara á ágætar baðstrendur í klettavíkum beggja vegna við Lloret. T.d. fórum við einu sinni til St. Cristina. Þar var fínn sandur, grynningar lengra út frá ströndinni og mun rólegra. Einnig má minnast á strendurnar Fanal^, sem er skammt frá St. Cristina og Canyelles, sem er norðan við Lloret. Til þessara staða er hægt að komast með bátum eða strætisvögnum. Gaman var að ferðast með strandbátunum, sem ganga allt norður til Tamaríú og suður til Blanes. Góðir fararstjórar eru gulli betri í Spánarferðum. Það voru þau líka Sveinn og Þórhildur, sem stýrðu okkur fram hjá öllum skakkaföllum í ferðinni af mikilli lipurð og myndugleik. Þórhildur er búsett í Barcelona og er því mjög vel kunnug öllum staðháttum á Spáni. • Næturlífið er fjölbreytt og fjörugt Næturlífið í Lloret er mjög fjöl- breytt og fjörugt. Þar eru diskótek á hverju strái, aragrúi af litlum börum og skemmtistöðum og nokkrir næturklúbbar með vönd- uðum skemmtikröftum. Oft fórum við á „næturrölt". Þá var farið á milli staða og litið á lífið og endalaust virtis vera hægt að finna nýja staði. Tvo næturklúbba heim- sóttum við; „LA Fusta“ og E1 Relicario“, Báðir staðirnir voru góðir, þó var léttara yfir skemmti- atriðunum á þeim síðarnefnda. í kjallara ,,E1 Relicario" er „El Celler“, sem framreiðir einhverja þá gómsætustu kjúklinga sem blaðamaður íslendings hefur inn- birt um dagana. Erstaðurinn opinn frá 8 á kvöldin til 4 á morgnanna. Ráðlegg ég öllum þeim er fara til Lloret, að líta við í kjallaranum og fá sér kjúkling. Ég er ílla svikinn ef þeir láta sér nægja að fara einu sinni. • Verðlagið er ekki hátt á CostaBrava Okkur fannst ekki dýrt að dvelja í Lloret, þó gjaldeyririnn væri farinn að minnka í lokin, enda naumt skammtaður þá af gjaldeyrisyfir- völdum heima og gat enganveginn hrokkið til. Samkvæmt því sem við höfðum spurnir af, þá var mun hærra verðlag sunnar á Spáni, t.d. á Costa Blanca, þar sem skoðunar- ferðirnar voru allt að því helmingi dýrari. Kunnugir sögðu okkur að innfæddir héldu verðlaginu niðri, en Spánverjar, t.d. frá Barcelona, eyða mikið sumarfríum sínum á Costa Brava. Þeim er til þekktu bar saman um að Costa Brava væri einn ódýrasti sólarstrandarstaður- inn, sem völ væri á. Verðið á ferðunum sjálfum styður þetta, því Lloret er ódýrasti staðurinn, sem Útsýn býður upp á. I Lloret býður Útsýn einnig upp á íbúðir í nýju húsi niðri við ströndina, Conbar á Paseo Maritimo. íbúðirnar eru nýjar og vel búnar og íslenskt starfsfólk á vegum Útsýnar sjá um ræstinu þeirra. Einnig býður Útsýn upp á Hótel Montserat sem er ódýrara en mun lakara en Cloría. • Gloria er hrein- legt og gott hótel Við bjuggum á Hótel de la Gloría, sem er þrifalegt og vinalegt hótel, án þess að þar sé um nokkurn munað að ræða. Þeir sem búa þar verða að taka fullt fæði, sem reyndist okkur vel. Að vísu kom maturinn okkur svolítið „spánskt" fyrir sjónir til að byrja með, en hann vandist og starfsfólkið í matsalnum bætti upp það sem á vantaði. Asceusiou var aðalgengilbeinan okkar, en ljúflingurinn María hljóp í skarðið þegar Asceusiou, sem við kölluðum nú bara Asjú, átti frí. Þær töluðu eingöngu spænsku, en þrátt fyrir það gekk okkur vel að skiljast og fljótt var Asjú að sjá hverskonar „matarj^t" blaðamað-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.