Íslendingur


Íslendingur - 01.04.1980, Blaðsíða 6

Íslendingur - 01.04.1980, Blaðsíða 6
Iþróttir Umsjónarmenn: RAGNAR ÞORVALDSSON EINAR PÁLMI ÁRNASON íslandsmótið í handknattleik - 2. deild: Markvörður Fylkis afgreiddi KA - stórleikur hans gerði sigurvonir KA að engu Sá draumur KA-manna að flytjast beint upp í fyrstu deild að ári varð að engu ísíðari hálfleiknum gegn Fylki hér á Akureyri áföstu- dagskvöldið. Vel leikinn fyrri hálfleikur iofaði góðu, KA hafði yfir í leikhléi þrjú mörk 12-9ogfyrstadeildin varíseilingu. Enginn leikur er unnin fyrr en upp er staðið og á þvífengu KA-piltarnir aðkenna. Fylkir snéri dæminu við, og með góðum leik, þó sér í lagi mark- vörslu, jöfnuðu þeir leikinn og sigruðu 21-18, en við leikgleði þeirra átti KA ekkert svar. Ennþá á KA möguleika að flytjast upp, því þeirra bíða auka- leikir við Þrótt, sem er með sömu stigatölu í öðru sæti. ^ W: m. Það var oft hart tekið á Alfreð í Fylkisleiknum. Jóhann Einarsson og Alfreð Gíslason skoruðu fyrstu mörk leiksins og komu K A vel af stað, en einhverrar taugaveiklunar gætti í varnarleik beggja liða því eftir aðeins fimm mínútna leik höfðu verið skoruð sjö mörk, 4-3 fyrir KA. Áfram héldu KA- menn forustunni með mark- vissum leik og leiddu með einu til tveimur mörkum allan fyrri hálfleikinn, að því undanskyldu að Fylki tókst einu sinni að jafna 8-8, sem stóð skammt við og héldu heimamenn forustu í leikhléi, sem fyrr segir 12-9. Síðari hluti leiksins var eign Fylkis frá upphafi. Ragnar Hermannsson, hornamaðurinn snjalli, skoraði þrjú fyrstu mörk hálfleiksins, hann var ekki í nógu strangri gæslu og tókst að jafna leikinn 12-12. Hvorugt Iiðið ætlaði að gefa eftir, jafnt var á öllum tölum upp í 16-16, en á þessum tíma höfðu Fylkis- menn tekið það til ráðs að taka Alfreð Gíslason úr umferð og hafði það mjög slæm áhrif á KA-liðið. Jafnframt því fór Jón Gunnarsson í Fylkismarkinu að verja eins og berserkur, þar á meðal þrjú víti og setti það KA- leikmennina úr jafnvægi. Þeir misstu fenginn hlut, töpuðu leiknum niður, og urðu að kyngja fremur óvæntu tapi eftir góða byrjun. Ekki útséð með stöðuna - bœði ttðin þurfa að leika aukaleiki Á laugardag léku Fylkismenn gegn Þórsusum og tryggðu sér þá sigur í deildinni og um leið sæti í fyrstu deild að ári. Þeir sigruðu með 22-18 og voru yfir í hálfleik 12-8. Það kemur því í hlut Þórsara að verja annarrar deildar sæti sitt með leikjum gegn næst efsta liði þriðju deild- ar sem er lið Akraness. Akur- eyrarliðin þurfa því enn, þrátt fyrir að handknattleiksvertíð- inni sé að mestu lokið, að halda áfram baráttu sinni og má segja að dyggir stuðningsmenn lið- anna séu engu nær um endan- lega stöðu liðanna nú, en þeir voru í upphafi móts. Það voru Þórsarar sem voru betri aðilinn framan af lpiknum, eða þar til staðan var 6-6. Þá snéri Fylkir dæminu við og hafði í leikhléi náð fjögurra marka forystu 12-8. Þeir léku. svo síðari hálfleikinn eins og fslandsmeisturum sæmir og sigruðu örugglega eins og fyrr segir með 22-18. Liðið lék fyrst og fremst vel sem ein heild og sem slíkt hefur liðið náð þeim árangri sem raun ber vitni. Þórsliðið hinsvegar að frátöld- um fyrstu mínútunum var langt frá sínu besta. Má þó nefna góðan varnarleik Ólafs svo og fjögur mörk Sigurðar Sigurðs- sonar á þeim stutta tíma sem hann fékk að spreyta sig. Mörk Þórs gerðu þeir Pálmi 6 (3v), Sigurður 4, Benedikt 2 og þeir Gunnar, Árni, Arnar, Ólafur, Valur og Sigtryggur gerðu sitt markið hver. Fylkismenn geta fyrst og fremst þakkað markverði sín- um sigurinn, aðeins sex sinnum tókst KA að skora í síðari hálf- leiknum, á sama tíma sem Fylk- is sóknin misnotaði einungis Qórar sóknartilraunir og allt gekk upp hjá sunnanmönnum. Markvarslan og vörnin gáfu eftir síðari hluta leiksins hjá KA og hafði það mikið að segja. Alfreð var óvenju daufur að losa sig undan þeirri gæslu sem hann var í og ef það tókst fékk hann ekki boltann eða stuðning samherja, en hann hafði verið atkvæðamestur í fyrrihálfleik. Mörk KA: Alfreð Gíslason 7 (2v), Jóhann Einarsson, Gunn- ar Gíslason og Friðjón Jónsson 3 mörk hver, Þorleifur Ananí- asson og Magnús Birgisson 1 mark hvor. Mörk Fylkis: Ragnar Her- mannsson 9, Gunnar Baldurs- son 6 (lv), Asmundur Kristins- son, Guðni Hauksson og Einar Ágústsson 2 mörk hver. Áhorfendur létu sig ekki vanta í þennan þýðingarmikla leik. Á sjöunda hundrað manns voru mættir og hvöttu þeir heimaliðið óspart frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, enda mikið í húfi. Dómgæslan var í sérflokki, framkvæmd af Karli Jóhannssyni og Gunnlaugi Hjálmarssyni og áttu þeir góð- an dag. rþ. Hlíðarfjall: Landsmótið hefst í dag íslandsmótið á skíðum verður haldið í Hlíðarfjalli nú í páska- vikunni og hófst það í dag, en því lýkur á sunnudaginn. Állir bestu skíðamenn landsins eru á meðál þátttakenda og ekki að efa, að keppnin verður hörð og tvísýn í mörgum greinum. Eru bæjarbúar og gestir í bænum hvattir til að fjölmenna í fjallið um helgidagana. Sagt eftir leikinn ... Rœtt við þjátfara liðanna: Pétur Bjarnason, þjálfari Fylkls: Það skipti sköpum þegar Jón markvörður fór að verja í síðari hálfleiknum og við tókum Alfreð úr umferð. Ég hygg að KA-menn hafi verið sigurvissir fyrir leikinn. Það er gott að leika hérna og sköpuðu áhorfendur sann- kallaða Evrópuleikjastemm- ingu sem hjálpaði okkur mikið. Birgir Björnsson, þjálfari KA: Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir og lékum ekki vel í síðari hálfleiknum. Dóm- gæslan var góð, það var eng- in óheppni bak við þetta tap. Sigurvissa var ekki fyrir hendi, menn vissu að hverju þeir gengu. Við vonum að við verðum betri í næstu tveimur leikjum um annað sætið í 2. deild. Handknattleikur kvenna - 1. deild: Þórs-stúlkurnar töpuðu Árni Stefánsson fiskar vítakast eftir góða línusendingu. 6 - ÍSLENDINGUR Fyrstu deildarlið Fram í hand- knattleik kvenna kom hingaðtil Akureyrar síðastliðinn laugar- dag og léku þær við stöllur sín- ar í Þór og báru sigur úr bítum. Fram hafði þá þegar tryggt sér fslandsmeistaratitilinn fyrir þetta leiktímabil og lék liðið eins og fslandsmeisturum sæmdi, sigraði sannfærandi með 22 mörkum gegn 14. Framstúlkurnar höfðu strax í upphafi leiks frumkvæðið og skoruðu þrjú mörk áður en Þórsliðið komst á blað. Þessari góðu byrjun fylgdu Framstúlk- urnar eftir og áður en varði höfðu þær náð yfirburða stöðu, átta mörk gegn tveimur. Það sem eftir var hálfleiksins var meira jafnræði með liðunum og er blásið var til leikhlés var stað- an 12-7 Fram í vil. Yfirburðir Fram voru greinilegir. Þórs- stúlkurnar gátu ekki ógnaðsigri þeirra, forskot Fram jókst jafnt og þétt í síðari hálfleiknum og er yfir lauk höfðu þær skorað 22 mörk gegn 14 mörkum Þórs. Guðríður Guðjónsdóttir bar af í liði Fram að þessu sinni, en hjá Þór var Þórunn Sigurðardóttir sterkust. Mörk Þórs: Þórunn Sigurðar dóttir 7, Valdís Hallgrímsdóttir og Harpa Sigurðardóttir 2 mörk hvor, Guðný Bergvins- dóttir, Þórey Friðriksdóttir og Magnea Friðriksdóttir 1 mark hver. Mörk Fram: Guðríður Guð- jónsdóttir 12, Jóhanna Hall- dórsdóttir 4, Oddný Sigursteins dóttir 2, Steinunn Helgadóttir, Guðný Sverrisdóttir, Kristín Orradóttir og Jenný Grétud. 1 mark hver. - rþ.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.