Íslendingur


Íslendingur - 20.01.1984, Blaðsíða 2

Íslendingur - 20.01.1984, Blaðsíða 2
2 Jstcndinniur FÖSTUDAGURINN 20. JANÚAR 1984 Rúmlega 8 þúsund hafa séð Elísu 40. sýningin um helgina Eftirsóttasta dama landsins í vetur er greinilega blómasölu- stúlkan Elísa, „My Fair Lady”, sem rúmlcga 8 þúsund leikhús- gestir hafa þegar séð hjá Leik- félagi Akureyrar. Um helgin eru 39. og 40. sýning á þessum vinsæla söngleik, fiistudaginn 20. jan. og laugardaginn 21. jan. kl. 20.30. í söngleiknum My Fair Lady túlka um 50 manns sögu Elísu meö leik, söng, dansi og hljóö- færaleik. Þrhildur Þorleifsdóttir leikstýrði og samdi dansana, Roar Kvam stjórnar tónlistinni, Jón Þórisson geröi hina marg- slungnu leikmynd. Sem dæmi umumfang búninganna, sem Una Colins hannaði, má nefna að í sýningunni eru notaðir 130 búningar og 92 pör af skóm. Aðalleikarar í sýningunni eru fengnir að láni hjá Þjóð- leikhúsinu, þau Arnar Jónsson, sem leikur Henry Higgins prófessor í málvísindum og Ragnheióur Stndórsdóttir í gerfi blómasölustúlkunnar Elísu. Önnur mikilvæg hlut- verk eru í höndum Þráins Karlssonar, Marinós Þosteins- sonar,Gests E. Jónassonar, Þór- eyjar Aóalsteinsdóttur, Sunnu Borg og fheodórs Júlíussonar. Margir hafa hrifist af hóp- atriðunum í sýningunni, þar sem meölimir Passíukórsins syngja og leika og dansarar frá Jassballettskóla Alicc dansa. 15 manna hljómsveit Tónlistar- skólans á Akureyri leikur undir. Nú fer sýningum á hinni vinsælu My Fair Lady að fækka, en enn er sýnt fyrir fullu húsi. Fékk 3,5 milljónir Skuldir ríkisins við Akureyrar- bæ eru einhvers staóar á bilinu 10-20 milljónir króna eftir því hvernig skuldin er metin. Fyrir áramót fékk bærinn 3,5 milljón- ir greiddar upp í þessa skuld, sem er til komin vegna ýmissa opinberra framkvæmda s.s. byggingar íþróttahallar, dag- vista, skóla o.fl. Fjórðungssambandið gerir athugasemd AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Gjalddagi fasteigna- gjalda á Akureyri 1984 Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveöiö aö fasteignagjöld til Bæjarsjóös Akureyrar á árinu 1984 skuli gjaldfalla meö fimm jöfnum greiðslum á gjalddögum 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, og 15. maí. Gjaldseölar veröa bornir út til gjaldenda næstu daga. Athygli er vakin á, aö séu fasteignagjöldin ekki greidd innan mánaöar frá gjalddaga reiknast á þau dráttarvextir frá gjalddaga aö telja. Dráttarvextir eru nú 3.25% fyrir hvern mánuö eöa brot úr mánuði. Bæjarskrifstofan er opin frá kl. 9.30-15.00 daglega frá mánudegi til föstudags. Akureyri, 13. janúar 1984 Bæjarritari. Frá Menntaskólanum á Akureyri Innritun nemenda í Öldungadeild, vorönn 1984 verður til 25. janúar. Innritunargjald er 1.700 kr. Skrifstofa skólans er opin frá 8-12 og 13-15 virka daga. Skólameistari Islendingi hefur borizt athuga- semd frá Fjóróungssambandi Norólendinga vegna ummæla Halldórs Blöndal, alþingis- manns, í útvarpsþættinum Síð- degisvöku 16. þ.m. um afstöóu sambandsins til stórióju og þ.m.t. álver vió Eyjafjöró. Hver ummælin voru kemur ekki fram. Þótt íslendingur leggi þaó ekki í vana sinn aó birta leið- réttingar eða athugasemdir við ummæli, sem birtast á öórum vettvangi en í íslendingi, þá verður gerð undantekning frá þessari reglu að þessu sinni: „Vegna ummæla Halldórs Blöndals alþingismanns í þætt- inum „Síðdegisvöku" í útvarp- inu 16. þ.m. um þátt Fjórð- ungssambands Norðlendinga í stefnumótun varðandi stóriðju á Norðurlandi þykir rétt að leiðrétta það sem ranglega er með farið. Á þremur síðustu Fjórðungs- þingum hefur Fjórðungs- samband Norðlendinga tekiö einaröa afstöðu með stóriöju og virkjun Blöndu. Á Fjórðungs- þingi 1980 sem haldið var á Akureyri var skorað á alþingis- menn Norðlendinga að gæta þess í hvívetna, að Ijórðungur- inn haldi hlut sínum hvað varðar staðsetningu stærri iðn- fyrirtækja. Þá er rakið i athugasemd Fjórðungssambandsins, að það hafi ályktað um stóruðju á þingum þess og ráðstefnur haldar um málið. Síðan segir: Ljóst er að á Fjórðungs- þingum hefur náðst samstaða um stóriðju við Eyjafjörð, þannig að ekki hefur skort á stuðning heildarsamtaka Norðlendinga við þetta mál. Við þetta má bæta að á ára- tugnum 1970-1980 komu stór- iðjumál til kasta Fjórðungs- „Fagna einhug innan Fjórðungssambandsins” íslendingur hafði samband vió Halldór Blöndal vegna athuga- semdarinnar og hann sagói: „Eg kannast ekki við, að hafa sagt neitt það uni afskipti Fjóróungssambands Norðlend- inga af stóriójumálum, sem ekki er rétt. Innan þess hafa verið skiptar skoóanir um stóriðju við Eyjafjörð, hvað sem einstökum ályktunum líður, og einstakar sveitastjórnir við Eyjafjörð hafa snúizf gegn hugmyndinni. Á þessu hefur oróió nokkur breyfing á allra síóustu árum, en nú er um áraíugur síðan við Lárus Jónsson hreyfðum mál- inu fyrst á Alþingi og fveir áratugir síðan Sjálfstæðismenn hófu þessa baráttu, m.a. með sérstakri stóriðjuráðstefnu á Akureyri. Síðasta ríkisstjórn ætlaði að ganga framhjá Eyjafirði. I svari iðnaðarráðherra við ítrekuðum fyrirspurnum mínum kom fram, að heiniamenn væru á móti málinu. Við Sjálfstæðismenn brugðumst hart við á Alþingi, r bæjarstjórnum og í blöðum og nú hefur iðnaðarráðherra Sjálf- stæðismanna lýsf yfir því, að næsta álver skuli rísa við Eyja- fjörð, en auðvitað að frágeng- inni stækkun álversins í Straumsvík. Ég fagna því, ef það er rétt að Fjórðungssamband Norð- lendinga muni standa einhuga á bak við sfóriðjuhugmyndir okkar Sjálfstæðismanna hér við Eyjafjörð og Húsavík.” sambands Norölendinga m.a. átli fjórðungsstjórn fundi með stóriðjunefnd um máliö til að halda þvi vakandi á meðan ekki gætti frumkvæðis annarra aöila. Staðreyndin er sú að Fjórð- ungssamband Norðlendinga hefur allt frá 1970 haft forystu um þessi mál af hálfu sveifar- stjórnarmanna. Fjórðungs- sambandið eru fyrstu heildar- samtök á Norðurlandi sem tóku einarða afstöðu með stóriðju í Eyjafirói m.a. fyrir frumkvæði áhrifamanna í bæjarstjórn Akureyrar og í atvinnulífi bæjarins. Fjórðungssambandið taldi það skyldu sína að standa vörð bæði um einbeitta stefnu um stórvirkjanir og uppbygg- ingu orkufreks iðnaðar. Margt bendir til að Fjórðungs- sambandið hafi náð markmiði sínu og að bæði stjórnmála- menn og sveitastjórnarmenn við Eyjafjörð séu að hefja baráttuna fyrir að næsta álver verði staðsett við Eyjafjörð.” Frá kjörbúðum KEA Vel verkaður hákarl er vinsæll á þorranum Bifreiðastjórar Bifreiðaeigendur Eigum mikið úrval af snjó- hjólbörðum, sóluðum og nýjum. Endurneglum gömlu snjódekkin. Nýtið ykkur rúmgóöa inniaðstöðu í nýjum húsakynnum okkaraö Óseyri 2 (húsi Véladeildar KEA). Gúmmíviðgerð KEA Óseyri 2, simi 21400.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.