Íslendingur


Íslendingur - 17.01.1985, Page 2

Íslendingur - 17.01.1985, Page 2
2 3slctidin0ur FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 Útgefandi: islendingur hf. Ritstjóri: Tómas Ingi Olfich Auglýsingastjóri: Kristin Ottesen Rltstjóm, slmi: 21501 Auglýsingar, símr: 21500 Áskriftargjald: kr. 130á ársfjórðungi Lausasala: kr. 10 eintakið Auglýsingaveró: kr. ISOdálksm Prentun: Taeknideild Islendings _____________________09 Dagsprent__________ Búskapur og markaðshyggja í rúm eitt þúsund ár lifðu íslendingar á þeirri auðlind, sem landið var. Þótt þjóðin hafi öldum saman notið andlegrar og iíkamlegrar leiðsagnar drottins og Dana- konungs, hefur þó velferð hennar að öðru leyti byggst á kostum landsins, jarðvegi og gróðri. Það er ekki fyrr en á síðustu árum, að efasemdir hafa vaknað um, að velferðarsamband sé milli manns og lands. Nú hefur risið upp í landinu sveit snúðugra manna og háværra, sem telur að þjóðin hafi ekki efni á að stunda landbúnað. Höfuðmeinsemd íslensks landbún- aðar telja þessir menn vera þá, að framleiðslan sé of dýr. Benda þeir á að búvöru megi fá á erlendum mörkuðum fyrir lítið brot af því, sem þær kosta hér, og telja opinberu fé til styrktar landbúnaði illa varið. Svo langt er jafnvel gengið að jafna íslenskum landbúnaði við atvinnubótavinnu. Ýmist kennir þessi sveit sig við frjálshyggju eða markaðshyggju, eða hún er bendluð við þessi hugtök af sjálfskipuðum veijendum bænda- stéttarinnar, sem eiga það flestir sammerkt að vera ekki bændur. öldum saman hafa bændur verið þátttakendur í markaðsstarfi. Framleiðsla þeirra hefur gengið kaup- um og sölum í samræmi við framboð og eftirspum, án þess að slíkt kæmi stéttinni að sök. Megináföll bænda- stéttarinnar liðinna alda verða ekki rakin til neins konar samkeppnisvandamála eða markaðshyggju, heldur öðm fremur til þeirra takmarkana, sem stjórn- málamenn hafa lagt á frjálsan framgang viðskipta með búvömr. Það er tímanna tákn, að það skuli hafa tekist að efla nokkurn hluta íslensku bændastéttarinnar til andstöðu við lögmál frjáls markaðskerfis. Ef íslenskir bændur em vegnir og léttvægnir fundnir í samanburði við landbúnað Vestur-Evrópuríkja, þá verður það ekki gert með góðu móti á vogarskálum markaðslögmála. Verð búvara í Vestur-Evrópu og í Norður-Ameríku endurspeglar ekki nema að óverulegu leyti markaðs- verð. Þar er um tilbúið verð að ræða. Matvæli em í raun dýrari í framleiðslu en almenningur og stjórn- málamenn í þessum heimshlutum em reiðubúnir að viðurkenna. Til þess að halda niðri framfærslukostnaði er framleiðslukostnaður búvara falsaður með styrkjum. Auðugar þjóðir einar hafa efni á slíkum millifærsl- um. Ofgnógt matvæla, sem ríkar þjóðir bjóða á undirverði, hefur meðal annars haft þær afleiðingar, að grafið hefur verið undan matvælaframleiðslu í þriðja heiminum. íslendingar töldu til skamms tíma að þeir hefðu ráð á að taka þátt í þessum leik. Með minnkandi þjóðar- tekjum og versnandi viðskiptakjörum erlendis verður þó flestum æ ljósara, að ekki er neinn grundvöllur fyrir því að flytja út landbúnaðarvömr, sem seljast undir kostnaðarverði. Þeir íslendingar, sem vilja grafa undan innlendri matvælaframleiðslu með því að flytja inn niðurgreidda erlenda búvöru, verða að kenna sig við annað en markaðshyggju og fijálshyggju. Nær er að kalla þá gmnnhyggna tækifærissinna. Höfuðröksemd þeirra, lágt búvömverð á erlendum mörkuðum, er orðin höfuðverkur Vestur-Evrópskra þjóða, og óvíst hveraig hann verður læknaður í framtíðinni. í umfjöllun um íslenskan landbúnað er nauðsynlegt að taka tillit til nokkurra meginatriða er snerta íslenskt efnahagslíf og íslenska náttúm. íslendingar em nú þegar mjög háðir innflutningi á neysluvömm og mikil- vægum aðföngum. Viðskiptajöfnuður er því miður oft óhagstæður, og er ekki á það ástand bætandi með innflutningi búvara. Svo fremi sem landið Jiolir land- * búnaðinn, og síðamefndi framleiðir góða vöm, höfum við ekki efni á að hafna þeim kostum, sem landið býður upp á. j iq Hœkkun fasteignogjalda - kœruleysi eða mistök? Flestir virðast sammála um, að kostnaði af opinberri þjón- ustu beri að deila milli þegn- anna eftir efnum og ástæðum hvers og eins. Sá vandi að finna réttláta leið til að dreifa byrðunum hvílir á stjómvöld- um og - þó í minna mæli sé - á sveitastjórnum. Með auknum umsvifum ríkis og sveitarfélaga og þeirri auknu skattheimtu, sem af þeim hefur leitt, hefur það orðið æ flóknara að feta leið „réttlætisins” í skattamálum. Af því leiðir, að tilfinning ráðamanna fyrir skattalegu réttlæti dofnar, og svo er einnig um skilning þeirra á afleiðingum skattlagningar. Skattar, miðaðir við fast- eignamat, eru vafalaust byggðir á tiltölulega haldgóð- um og traustvekjandi upplýs- ingum um raunvirði þess, sem skattlagt er, og af þeim sökum einum heppileg aðferð til tekjuöflunar fyrir sveitarfélög. Enda hefur sú verið reyndin, að fasteignagjöld hafa farið hækkandi, en þau em aðeins að hluta til eins konar greiðsla fyrir veitta þjónustu við hús- eigendur, en að öðm leyti notuð sem tekjuöflunarleið fyrir sveitarfélög án tillits til þess, hvernig tekjunum er varið. Miklu munaði um þá breytingu, sem gerð var á tímum vinstri stjórnar árið 1972. Þá þyngdist fasteigna- skattur verulega í kjölfar nýs fasteignamats. Má segja, að sveitarfélög hafi nýtt sér nýja fasteignamatið til að standa betur að vígi gegn verðbólgu, sem þá jókst hröðum skrefum. Fasteignagjöld eru innheimt á fyrri helmingi ársins og kemur það sveitarfélögunum að sjálf- sögðu vel í mikilli verðbólgu. Á þessum árum voru vextir yfirleítt lægri en verðbólga, og gátu húseigendur því fremur en nú borið þung fasteigna- gjöld, þar sem fjármagns- kostnaður húsbyggjenda var lægri, en síðar varð, þegar lán voru almennt verðtryggð. Svo mikið hækkuðu fasteigna- gjöldin 1972, að nauðsynlegt þótti að veita sveitarfélögum heimild til að fella niður fast- eignaskatt ellilífeyrisþega. Á Akureyri hefur þó ekki nema lítill hluti ellilífeyrisþega notið slíkrar niðurfellingar fast- eignagjalda. Að svo miklu leyti, sem fasteignagjöld eru greidd fyrir þjónustu við húseigendur, er ekki óeðlilegt, að þau séu breytileg í samræmi við verk- efni og framkvæmdir. En það sem gerir almenna skatt- heimtu, sem miðast við fast- eignir, nokkuð vafasama er m.a. það, að fasteignir eru líka skattlagðar sem eignir, auk þess, sem fyrir þær er greitt með tekjum, sem þegar eru, í flestum tilfellum, skattlagðar. Tví- eða þrísköttun er því framkvæmd með fasteigna- gjöldum. I annan stað geta eigendur fasteigna verið tekju- litlir af ýmsum ástæðum, sem telja verður hafnar yfir allar grunsemdir um óheiðarleika, svo sem vegna hás aldurs eða sjúkdóma. Fasteignagjöld taka yfirleitt ekki tillit til efna- hags. Þau geta verið skattur af eign, sem skattgreiðandinn á ekki nema að litlu leyti. Ákveðin pólitísk öfl hafa lengi séð ofsjónum yfir því, að fólk búi í húsum, sem miðuð eru við þarfir heillar fjöl- skyldu, löngu eftir að börnin eru horfin á braut. Gremst mörgum fyrirhyggjumannin- um, að þetta fólk skuli ekki sjá sóma sinn og hag í að láta af hendi húsnæði sitt þeim í hag, sem þörf hafa fyrir það. Þegar aldurinn færist yfir og tekjur fara minnkandi, verður æ erfiðara að reka stórt heimili, ekki er því að neita. Þó leitast margur maðurinn við að halda í húsið sitt af svo mikilli einurð, að varla er einleikið. Það virðist augljóst, að ekki dugir að leggja mælikvarða hagkvæmninnar einnar á þessa viðleitni. Hér er vafa- laust um að ræða mikilvægan Á AKUREYRI Almenn námskeið Myndlistaskólans hefjast 5. febrúar. Teiknun og málun fyrir börn og unglinga. 1. II. 5 og 6 ára. Einu sinni i viku. 2. fl. 6 og 7 ára. Einu sinni i viku. 3. fl. 8og9ára. Einusinni i viku. 4. fl. 10 og 11 ára. Tvisvar i viku. 5. fl. 12 og 13 ára. Tvisvar í viku. 6 fl. 13 og 14 ára. Tvisvar í viku. Viö kennslu í barna- og unglingaflokkum er leitast við að glæða áhuga nemenda fyrir hinum ýmsu greinum myndlista og örva sköpunargleði þeirra á markvissan hátt. Nemendum eru kennd undirstöðuatriði teiknunar og málunar og þeir látnir glíma við verkefni er hæfa þroska þeirra og aldri. Miðað er við að kennsla þessi sé eins konar viðbót eða framhald þeirrar kennslu er nemendur hljóta í hinum almenna grunnskóla. Nemendur fá að kynnast hinum aðskiljanlegustu efnum og tækniaðferðum er viðkoma myndlistum. Kennslan fer fram bæði sem hópkennsla og einstaklingskennsla. Með jákvæðum skilyrðum verður sköpunin sjálfsagður hlutur fyrir barnið og greiður tjáningarmiðill sem því er nauðsynlegur til almenns þroska. Allar nánarl upplýsingar og innritun í síma 24958 alla virka daga kl. 13.00-18.00. Skólastjóri. Fjórðungssamband Norðlendinga og Stjórnunarfélag íslands auglýsa námskeið í Stjórnun Markmið: Lögð áhersla á skipulag og uppbygg- ingu fyrirtækisins sem stjórnunareining- ar. Gerð grein fyrir mikilvægi markaðs- setningar, skipulagningu verkefna og lausn skipulags- og stjórnunarvanda- mála í fyrirtækinu. Efni: - Stjórnskipulag og tegundir. - Verkefnaskipting — valddreifing. - Skipulagsbreytingar. - Upplýsingar, ákvarðanataka. - Hvað er stjórnun. - Samskipti yfirmanna og undirmanna. Þátttakendur: Vfirmenn og undirmenn sem hafa mikil bein samskipti við starfsmenn og ann- ast skipulagningu og stjórnun. Leiðbeinandi: Höskuldur Frímannsson rekstrarhag- fræðingur, starfar hjá Skýrsluvélum rík- isins og Reykjavíkurborgar. Verð: Kr. 4.500,- fyrir félaga í Stjórnunarfélagi íslands, 5.650,- fyrir aðra. Staður og tími; Sjallinn, Akureyri (Mánasalur), föstu- daginn 1. febrúar kl. 930-17,30 og laug- ardaginn 2. febrúar kl. 9,00-12,00. Skráning Hjá Fjórðungssambandi Norðlendinga í þátttakenda: síma 96-22270 og 22453. Frestur til að skrá sig á námskeiðið er til 28. janúar.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.