Íslendingur - Ísafold - 08.11.1968, Blaðsíða 7

Íslendingur - Ísafold - 08.11.1968, Blaðsíða 7
ÍSLENDINGUR — ÍSAFOLD . FÖSTUDAGUR 1. NÓV. 1968. Gaman að tala íslenzku og sjá landið • Á Akureyri var fyrir skemmsku stödd vestur- íslenzk listakona ungfrú Snjó- laug Sigurðsson, og gafst þá fréttamanni blaðsins tækifæri að rabba við liana stutta stund. Henni segist svo frá ætt sinni: Ég er norðilenzkrar ættar. Sigurð ur, afi minn í föðurætt, var frá Núpi í Axarfirði, en fluttist til Vesturhekns 1874. Hann andaðfet á heimili sínu, Árnesi í Nýja-ís- landi 1985. Hálfbróðir hans sam- feðra er Friðgeir Sigurbjörnsson hljóðfærasmiður Grænugötu 4 Akureyri. Kona Sigurðar, amma mín, var Snjólaug Jóhannsdóttir frá Kleif í Þorvaldsdad en ‘hún var ekkja eftir Þorlák Arngrímsison frá Stóru-Hámundarstöðum, þegar hún giftist afa. Þau eignuðust 6 börn, og eitt þeirra var Sigurjón, faðir minn. Hann dó 1945. Af sysftkinunuim er nú eitt á lálfi. Sig uhbjörn sem býr í Vanoouver. Móðir mín var Jóna Guðrún Jóns dóbtir, ættuð frá Ljótsstöðum í Vopnafirði. Hvert er starf þitt fyrir vestan? — Ég hef stóran hóp nemenda í Winnipeg, kenni píanóleik, sum ir þeirra eru Islendingar. Svo spila ég í útvarp og stundum í sjónvarp. Ég er einnig prófdóm- ari v:S píanóspil og fer viða um Manitoba að dæma í hljómlistar sam'keppni. Þá spila ég oft 1 ís- lendingamótum. Eru þau haldin oft'. — Nei, bara eitt þorrablót og svo íslendingadagurinn á Gimli. Ég var þar einu sinni Fjallkonan. í hittiðfyrra æfði ég 16 manna Ikór til að syngja þar. Ég æfi situndum litla hópa að syngja ís- lenzk lög, Þey, þey og ró, ró, Á Sprengisandi, Bára blá o.s.frv. Ég lærði píanóleik í Winnipeg o'g New York og hélt einu sinni tónleika í Carnegie HalL Ég hef hitt marga íslendiniga í New York og tala þeir meiri íslenzku en í Winnipeg. Ég lék uindir i/rir Maríu Markan og kynntist Magn úsd Blöndai Jóhannssyni og hef hiltt ‘hann aftur hér á landi. Hefurðu haldið konsert hér heima í þetta sinn? — Aðeins á ísafirði, annars staðar var ekki hægt að koma því við, en ég kom fram í útvarpi og sjónvarpL Ég var boðin hing- að af Þjóðræknisfél. íslendinga í sumar, og einu sinni áður, 1954. Ég hef ferðazt mikið, ma. til Mý- vatinssve.itar. Ég hafði hlakkað alveg sérstaklega til fararinnar, efltdr að hafa talað við þá Vestur- fsiendinga, sem hér voru fyrr í sumiar. Þeir sögðust aldrei gleyma gestrisninni og velvild- inni, sem þeir áttu að Tnæita, og báðu fyrir kærar kveðju til allra íslendmga. Þú talar góða islenzku, færðu oft tækifæri að tala hana vestra? — Bara við gamla fólkið á elli- heimilinu. Og svo er ég stund- um að læra ljóð, reyna það. Unga fóllkið vestur-islenzka hvorki skilur né talar isdenzku. Það er alveg hætt að kenna ís- lenzku í barnaskólunum, en hún er kennd í Iráskólanum, þar sem Haraldur Bessason er. Sumt af mínu fólki hefur lært hjá hoinum. Og nú er Valdimar J. Eylands víst að hætta prestsstörfum. Ljóðagerð á islenzku er að 8ÍIVIA8KRÁIIM Tilkynning til símnotenda á Akureyri og nágrenni: Þar sem fyrirhugað er að gefa út nýja símaskrá á árinu 1969, þurfa allar breytingar sem símnotendur óska að komist í hana, að berast skrifstofu minni sem allra fyrst og eigi siðar en 10. nóvember n.k. Símastjórinn Akureyri. Auglýsing um uppboð Samkvæmt beiðni bæjarsjóðs Akureyrar, Bifreiða- verkstæðisins Baugs h.f., Akureyri, og innheimtu- manns ríkssjóðs fer fram nauðungaruppboð í toll- geymslunni við Sjávargötu á Akureyri mánudaginn 11. nóvember næstomandi 1. 15,00. Eftirtaldir munir verða seldir: Óskrásett vörubifreið án palls, tegund OM. Bifreiðarnar A-2846, A-557, A-2147, A-1411, A-1464 og A-1807. Tvær töskusaumavélar, sníðahnífur (band- hnífur) teikniáhöld, mælitæki (kíkir), tjöru- pottur. kópíuvél, olíublásari, afréttari, band- slípivél, hljómplötur o. fl. Sama dag kl. 17,30 verða seldar í vöruskemmu Vallýs Þorsteinssonar orðan Glerár og við Hjalteyr- argötu niðursuðuvélar áamt gufuatli. Skrifstofu Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu, 30. okt. 1968. Bæjarfógetinn á Akureyri og Sýslumaðurinn i Eyjafjarðarsýlu. Stutt spjall við Snjólaugu Sigurðsson hverfa úr sögunni, síðan Guttorm ur J. Guttormsson hætti. Þó má sjá eitt og eitt nýtit kvæði í blað imu ,,L.öglberg-Heimskringla“ og gam/la fólkihu finnst mikils virði að fá það. Að lokum segir Snjólaug, að hún hafi notið ferðarinnar vel. Það var svo gaman að htitta gamla kunningja, tala íslenz’ku og sjá landið. Ég gleymi þessu aldrei. Ég er undrandi yfir þeim miklu breytingum, sem orðnar eru á 14 árum, sérstaklega bygg ingunum. Ég er afskaplega þakk lát Þjóðræknisfélaginu fyrir boð- ið og deildinmi hér á Akureyri fyrir að hafa boðið mér hingað. Ég fer utan 30. sept. og ætla að stanza í New York nokkra daga og sjá gamla kunningja. — G. Félagsmálanámskeið Æskulýðsráð Akureyrar mun halda félagsmála- námskeið fyrir meðlimi þeirra félaga í bænum, sem hafa æskulýðsmál og unglingastarfsemi á sinni dag- skrá. Veittar verða leiðbeiningar um ýmsa þætti félags- mála. Félög og félagasamtök eru hvött til að senda þátt- takendur á námskeið þetta. Upplýsingar og innritun í síma 1-27-22 á venjuleg- um skrifstofutíma til 10. nóv .n.k. ÆSKULÝÐ SRÁÐ AKUREYRAR NETTE ER TÆKIÐ FYRIR YÐLR FESTIVAL SJALUSI • Vegna þess að ekkert tæki atendur því framar við erfið hlust- unar- og sjónvarpsskilyrðL • Vegna þess að rannsóknir sænskra neytendasamtaika (Statens Provningsanstald Stooklholm) á 11 algengum tegundum sjón- varpstækja sýndu að ékkert annað tæki fékk eins ‘góða dóma. • Vegna þess ð Radionette-tækin eru byggð fyrir hin erfiðu móttökuskilyrðú í Noregi, og að þar hafa engin önnur tæki reynsit betur eða verið eins mikið keypt. (Yfir 1,5 milljón Radioneitte-tæki eru í notkun í Noregi, íbúa'tala er ca. 3,8 miLljónir). • Vegna þess að þeir Grímur Sigurðsson, Stefán Hallgrímsson Akueyri og Hilrnar Jóhannesson ÓlafsifÍTði hafa sóbt tækni- námskeið hjá Radionette-verksmiðjunum í Osló. • Vegna þess að ef þér kaupið Radionette-tæki eruð þér ötrugg um að fá bæði fallegt og vandað tæki, er mun flytja yður tæra mynd og góðan hljóm. • Athugið einnig að vegna hagstæðra innkaupa þá hafa sumar gerðir hækkað lítið. Leitið upplýsinga hjá Stefáni Hallgrímssyni og Grími Siurðssyni eða aðalumboðinu. Einar Farestveit & Co hf. BERGSTAÐASTRÆTI 10A — REYKJAVÍK PADI

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.