Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 10.09.1969, Blaðsíða 3

Íslendingur - Ísafold - 10.09.1969, Blaðsíða 3
TSLENDINGUR-ISAFOLD — MIÐVIKUDAGUR 10. SEPT. 1969 3 9 Útgefandi: Útgáfufélagið Vörður h.f. Framkv.stjóri: Oddur C. Thorarensen. Blað f. Vestíirði, Norðurland og Austur- land. Regluleg útgáfa um 90 tbl. á ári, ýmist 8 eða 12 síður. Ársáskr. 300 kr. Ritstjóri: Herbert Guðmundsson (áb.). Skrifstofur að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri. Afgreiðslusími 21500, auglýs- ingasími 21500, ritstjórnarsími 21501. Prentsmiðja að Glerárgötu 32, 2. hæð, Akureyri. Sími prentsm.stjóra 21503. ForysluafB unga fólksins í íslenzkum stjórnmálum Ungir Sjálfstæðismenn hafa ætíð verið atkvæðamikl ir í flokki sínum, Sjálfstæð- isflokknum, sem hefur verið stærsti og lang öflugasti stjórnmálaflokkur þjóðarinn ar frá stofnun fyrir 40 árum. Þeir liafa verið í fylkingar- brjósti stjórnmálasamtaka unga fólksins í landinu og gegn um flokk sinn átt mjög drjúgan þátt í því á hverj- um tima, að efla aðstöðu ungra Islendinga til að koma fram baráttumálum sínum og búa í haginn fyrir fram- tíðina. Þessum árangri hef- ur ekki aðeins verið náð vegna fjölmennis samtaka ungra Sjálfstæðismanna, — heldur miklu fremur fyrir vökult starf, sífellda endur- nýjun á tímum örrar fram- þróunar og öfluga baráttu. Um síðustu helgi hélt Sam band ungra Sjálfstæðis- manna 20. þing sitt á Blöndu vsi. Þar var gengið endan- lega frá viðamikilli stefnu- skrá ungra Sjálfstæðismanna f.yrir næstu ár. Sú stefnu- skrá er einmitt dæmigerð l'vrir baráttuaðferðir ungra .Sjálfstæð’smanna og gefur liósa hugmynd um á hvern hátt þeir ná þeim árangri með starfsemi sinni, sem raun ber vitni. Stefnuskráin var undirbúin sumarið 1968 af stórum hópi ungra manna úr öllum stéttum þjóðfélags- ins, sem lögðu í það milda vinnu, hver á sínu sviði, að t gaumgæfa bjóðfélagsmálin í Ijósi reynzlu og þekkingnr, og lögðu álit sitt fram sam- ræmt í formi heildartillögu. Samband ungra Sjálfstæðis- manna kvaddi til aukaþing, er fjallaði um þessa tillögu, og síðan var hún send öllurn félögum ungra Sjálfstæðis- manna til umsagnar. Eftir þessa meðferð og loks loka- , athugun og umræður á þing ^ inu á Blönduósi, var tillag- an samþykkt sem stefnuskrá ungra Sjálfstæðismanna fyr- ir næstu ár. Þar er gripið á öllum helztu málefnum þjóð arinnar af raunsæi, víðsýni og festu, og þeim gerð hin ræk'legustu skil. Þarf því ekki að efa, að stefnuskráin, sem hlaut nafnið .,Þjóðmála- verkefni næstu ára,“ verður samtökum ungra Sjálfstæðis manna m'kil lyftistöng til á framhaldandi öflugra for- vstustarfa meðal unga fólks- ins á íslandi og fyrir Island framtíðarinnar. Og á engu fremur er íslandi þörf cn vökulum augum, stórhug og afli æskunnar, sem á að erfa landið. ABALFUIMDUR KjördæmisráHs Sjálfstæilis- flokksÍBis á Norðurlaiidi eystra hefst í Sjálfstæðishúsinu (uppi) á Akurejfri laugardag- inn 13. sepíember kl. 14. D A G S K R A : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Þingmenn flokksins úr kjördæminu verða á fundinum. Félög og fulltrúaráð utan Akureyrar eru bein að til- kynna nöfn kjörinna fulltrúa í síma 12352 eða 11904 á Akureyri eigi síðar en degi fyri.r fundardag. STJÓRNIN. LOGTOK Þinggjöld álögð 1969 eru fallin í gjalddaga og lögtök til tryggingar þeim að hefjast. Verður fyrst byrjað á lögtökum hjá þeim aðilum er skulda þing- gjöld frá fyrri árum og þeim, er ekkert hafa greitt upp í þinggjöld yfirstandandi árs. Er skorað á gjaldendur að gera skil hið fyrsta og komast hjá kostnaði og óþægindum af lögtaki. Bæjarfógetinn á Akureyri og Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. veggfóðrið klæðir heimilið Það er vinylhúðað og þolir því sérstaklega vel þvott. VANTAR YÐUR VEGGFÓÐUR? Þér þurfið aðeins að hringja eða skrifa, og við sendum yður — að kostnaðarlausu — sýnishorn, sem þér síðan getið pantað eftir. SENDUM UM ALLT LAND. KLÆÐNIIMG HF. Laugavegi 164, Reykjavík — Sími 2-14-44 Einkasöluumboð á Akureyri: BYGGINGAVÖRUDEILD KEA. Frá Sláfurhúsi KEA Þeir, sem unnið hafa á sláturhúsi voru undan- farin ár og óska eftir vinnu í komandi sláturtíð, eru vinsamlegast beðnir að gefa sig fram á skrifstofu sláturhússins nú þegar. SLATURHÚS kea Síinar: 1-13-06 og 1-11-08. Frá ullarmóttökunni, Oddeyrartanga Þeir bændur, sem ætla sér að leggja ull sína inn hjá oss, eru vinsamlegast beðnir að koma með hana sem allra fyrst og eigi síðar en 10. september n.k., þar sem ekki er hægt að taka á móti ull meðan slát- urtíð stendur yfir. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA slAturhús TIL SÖLL SPERRUR, 2V2”x6” og 3”x6” (spanna 8 metra, í 40 m þaklengd). Einnig BÁRUASBEST og BÁRUJÁRN á þak. Selst undir hálfvi.rði. BALDUR SIGURÐSSON, síini 1-27-77. Ný hafnarreglugerð Hinn 18. júlí 1969 staðfesti sjávarútvegsmálaráð- herra nýja reglugerð fyrir Akureyrarhöfn, sem bæj- arstjórn hafði samþykkt 25. febrúar 1969. Hafnarreglugerðin geklc í gildi 1. september s.l.. Athygli innflytjenda er vakin á nýjum vörugjalds- ákvæðum reglugerðarinnar. Afrit af reglugerðinni fást á bæjarskrifstofunni. Hafnarstjórinn á Akureyri, 1. september 1969, Pétur Bjarnason. .. \ Smergelsteinar mismunandi stærðir. Fiberdiskar UTVEGSMENN Höfum til sölu snurvoðir á hagstæðu verði. NÓTASTÖÐIN ODDI HF., Akuireyri. — Sími 1-14-66.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.