Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 08.11.1969, Blaðsíða 5

Íslendingur - Ísafold - 08.11.1969, Blaðsíða 5
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD — LAUGARDAGUR 8. NÓV. 1969. 5 tekin handan kauptúnsins. (Myndk: Vilberg Guðnason). auðlcgð, þá er ekki þar nieð sagt að kasta eigi höndunum til framkvæmda á öðrum sviðuin. Þvcrt á móti hljóta liin smærri fyrirtæki að verða veigamikil stoð íslenzks atvinnulífs, enda er ekki gerandi ráð fyrir, að stóriðjan muni útvega mjög miklum fjölda manna atvinnu, heldur eru kostir hennar í því fólgnir, að liún útheimtir til- tölulcga Iítið vinnuafl, en hver vinnandi hönd skilar gífurleg- 1111 verðmætum. En það cru smærri fyrirtæk- in, bæði á sviði iðnaðar, sjávar- útvegs og framleiðslu á afurð- landhúnaðarins, sem munu trvggja vaxandi fjölda Islend- inga örugga og góða atvinnu. Gallinn er samt sem áður sá, nð nægilega margir menn fást ekk.5 til að leggja til atlögu við atvinnurekstur. Hér á landi eru ■'ilt of marg'r ungir menn, sem freistast <«1 þess að ráða sig að loknu skólanámi til ríkisins eða oninberra stofnana og njóta þar þess öryggis, sem hví er sam- fara að vera fastráðinn oplnber starfsmaður, cn hlífast við að takast á við hin mikilvægustu viðfangsefni og leggja út í sjálfstæðan atvinnurekstur.“ — Og enn fremur: „Á því leikur ckki vafi, að þjóðinni ríður nú mest á því að ungir atorkumenn leggi til atlögu við ýmis konar atvinnurekstur, en þá þarf líka ekkert að óttast, þegar heil fylk ing dugmikilla æskumanna tekst á við viðfangsefnin á sviði atvinnulífsins.“ Veruleg viðbrögð í þessa átt komu fram sl. vetur, þegar at- vinnuhorfur voru hvað daufast ar. Ungir og gamlir tóku sam- an höndum og stofnuðu félög til atvinnu- og framleiðsluaukn ingar, mcst um fiskiskip og frystiliús. Hér á Eskifirði var þá stofnað hlutafélagið FISKINET til veiðarfæraframleiðslu, með nær 150 hluthöfum alls. Áhugi fyrir stofnun þessa fyrirtækis var gífurlegur, ekki sízt hjá yngra fólki og að baki lágu nákvæmlega sömu rök og fyrr voru nefnd og sérfræðingar gerðu að sínum fyrir Vestfjarða éætluninni. Hefur nú verið unn ið að framgangi þessa máls á annað ár, af okkur lieimamönn- um, en fyrir mörgum árum skip aði iðnaðarmálaráðherra nefnd færustu manna til að athuga og gera tillögur um aukningu veið arfæraiðnaðarins í landinu og munu tUlögur þeirrar nefndar hafa verið mjög jákvæðar. Er líklegt að takast muni í næsta mánuði að ljúka endanlegum á- ætlunum um veiðarfæraverk- smiðju hér á Eskifirði og höfum við not«ð þar ötuls stuðnings iðnaðarmálaráðherra og góðra undirtekta annarra ráðherra. — Við væntum því þcss, að inn- an skamms verði tekin fulln- aðarákvörðun um stærð og gerð verksmiðjunnar og hún verði tekin að mala þjóðinni gull gnemma á næsta ári. Og með þessu máli er fylgzt af á- huga. Ekki aðeins af okkur Esk firðingum, heldur öllum Aust- firðingum, cnda hefur Samb. sveitarfélaga í Austurlandskjör dæmi og Atvinnumálanefnd Austurlandskjördæmis mjög lát ið þetta mál til sín taka. Það fer ekki hjá því að mönn um finnist iðnaðarfyrirtæki eiga erfitt uppdráttar út um land, nema þá á Akureyri. Það er því prófmál, þctta fyrirtæki okkar hér á Eskifirði. En það á rétt á sér og ber sæti við hlið annars iðnaðar hér á landi, svo sem skipasmíðastöðvanna. Hér mundu svo ungir íslenzkir menntamenn, tæknifræðingar, rekstrarsérfræðingar o. fl. fá gullin tækifæir til að reyna f.ig, — við treystum þeim fullkom- lega og vonum að geta fengið þeim vaxandi verkefni í hend- ur sem fyrst. Þeir munu reyn- ast hlutverki sínu vaxnir, ef allir leggjast á eitt til að gera þetta mögulegt. Það þarf enginn að efast um, að á Austfjörðum felast miklir möguleikar, eigi síður en í öðr- um landshlutum. Við höfum skilað okkar framlagi til að gera útflutningsverðmæti sild- arafurðanna sem mest, þegar það féll í okkar hlut. En þar með skellur ekki hurð að ::töf- um. Við ætlum að halda lífinu áfram. Ungir sem gamlir taka hér höndum saman og vilja sækja á brattann. En við þurf- um á að halda skilningi og vel- vilja stjórnai'valdanna. Takist okkur að koma á laggirnar þessu merka iðnaðarfyrirtæki, mun trú okkar á framtíðina auk ast að mikum mun og gefa at- orkumönnum víðs vegar um kjördæmið byr undir báða vængi. Við vænturn þess ein- dregið að Alþingi og ríkisstjórn líti einnig þannig á málin. Þá fer þetta vel. á næsta ári 710 milljónlr full- orðinna manna í heiminum, sem hvorki kunna að lesa né skrifa. Þessar tölur eru ávöxtur af rannsókn sem Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóð anna (UNESCO) hefur látið gera í sambandi við bók sem bráðlega kemur á markaðinn. Rannsóknin byggir á upplýsing um, sem fengust frá 92 aðildar- rikjum stofnunarinnar með sér stökum spurningalistum. í nokkrum landanna er fólks fjölgunin svo ör, að herferðin gegn ólæsi fær einungis lítið eitt dregið úr hinni miklu og öru fjölgun ólæsra og óskrif- andi manna. □ KRÖFUR UM BETRI KJÖR SJÓMANNA Á HÖFUM UTI 32 af helztu siglingaþjóðum heims, þeirra á meðal Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar, hafa setið ráðstefnu í Genúa, sem efnt var til af Alþjóða- vinnumálastofnuninni (ILO). - Ráðstefnan, sem lauk í lok síð asta mánaðar, samþykkti nokkr ar ályktanir, sem miða að betri lífs- og launakjörum sjó- manna. Þessar ályktanir verða teknar fyrir á alþjóðavinnu- málaráðstefnu ILO i okt. 1970. í ályktununum er meðal ann ars lagt til, að lágmarksmánað- arlaun sjómanna verði hækkuð úr 70 dollurum (6160 ísl. kr.) upp í 91 dollara (8008 ísl. kr.), og að athugað verði að greiða þeim einnig tryggingarfé. Enn fremur er lagt til, að gerður verði viðbótarsáttmáli, sem færi til nútímahorfs sáttmálann frá 1949 um kjör áhafna um borð í skipum. Þar sem gert var ráð fyrir 20—30 ferfeta svefnrými fyrir hvem mann á skipum yfir 800 smálestir í sátt málanum frá 1949, er nú lagt til að samið verði um 40—50 ferfeta svefnrými á skipum yfir 1000 smálestir. Enn fremur er borin fram krafa um loftkæl- ingu í hýbýlum áhafna og hljóð deyfingu. Er þetta í fyrsta sinn sem gert er alþjóðlegt átak til að draga úr hávaða. Þá er farið fram á auknar öryggisráðstacan ir til að draga úr tíðni og um- fangi slysa, og sömuleiðis lagt til að haldið verði áfram að auka og bæta þjónustu um borð í skipum og í höfnum. VÍSNABÁLKUR Starfsfólk opinberrar stofn- unar á Akureyri kvartaði við húsvörðinn um slælega kynd- ingu. Hann mælti þá: Af kuldanum það kvefast óðum, ef kyndingunni er eltki brcytt. Verst er, ef í Vítisglóðum verður því ekki nógu heitt. Skáld kveður um nýja ljóða- bók stéttarbróður: Kvæðin eru anzi góð eftir haga dverginn. Aðeins vantar í þau glóð, andagift og merginn. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöð- um kvað: Gerast hár á höfði grá, hællinn sár í skónum. Berast árin ótt mér frá eins og bára á sjónum. Kosningavísa frá 1959: Finnst mér, þó að félli Jón að fullu bættur skaðinn. Húnvetningar fengu flón Framsóknar í staðinn. Höf. kunnur skagfirzkur hag yrðingur, nú látinn. Vísa á kjörseðli i S.-Þing. við sömu kosningar: Að velja úr þessum fjandafans finnst mér ei hægt, því miður. Fari þeir allir til andsk . . . ellegar lengra niður. Þekktur hagyrðingur kvað um uppruna sinn, og lífshlaup: Ég kom eins og annað fólk undir — bara í gríni. Nýfæddur ég nærðist mjólk, núna á brennivíni. Sigurður Björnsson frá Seyð- isfirði: Stjórnarkænan mastramjóa mjakast ögn á hlið. Þegar einn vill áfram róa, annar leggur við. Sá hinn sami er talinn höf. að þessari stöku: Sérhvað flýtur öðru af, allt að sama rekur: Þegar liægri hendi gaf, hin það tekur aftur. Ferðamenn gáfu Jónasi frá Hofdölum að súpa á gin-flösku, og varð honum þá að orði: Vel sé þeim, sem gáfu „gin,” það gleður hjartað, cykur þrótt. Það er eins og árdagsskin eftir kalda vetrarnótt. Egill Jónasson á Húsavík lenti í bridgekeppni við kvenna sveit frá Akureyri um jólin fyr ir mörgum árum. Höfðu kon- urnar betur í fyrri leik, en í þeim síðari varð jafntefli: Kvenfólkið gaf oss góðar stundir að gleðinnar hátíð liðinni. Við vorum um tíma aðeins undir, en enduðum leik á hliðinni. Bílstjóri á Akureyri (hvers nafn ég hef ekki þor til að nefna) kvað þessa „þreytulegu” vísu: Erfið hún reyndist mér, ævinnar gatan, aflvana styn ég, og sálin er þreytt. Lífið er búið að leggja mig flatan, ég leita að engu, og finn ekki neitt.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.