Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1946, Blaðsíða 13

Faxi - 01.11.1946, Blaðsíða 13
F A X I -AVARP - til almennings vegna Stofnlánadeildar sjávarútyegsins ÞAÐ ER ÓSK og von allra íslendinga, hvar í flokki sem þeir standa, að allir landsmenn hafi atvinnu, og að fram- leiðslan sé rekin með stórvirkum atvinnutækjum, þannig, að mikil afköst hafi í för með sér almenna velmegun og öryggi um lífsafkomu. SJÁVARÚTVEGURINN er höfuðstoð atvinnulífsins. Án hins erlenda gjaldeyris, sem sjávarafurðirnar færa þjóð- afbúinu, eru allar tilraunir til að ná þessu marki dauða- dæmdar. Undanfarin ár hefir því verið unnið að því af kappi að endurnvja og auka fiskiskipaflota lands- manna. Um það bi'l tvö hundruð nýir bátar og skip af ýmsum stærðum hafa þegar bætst flotanum eða bæt- ast við hann á næsta ári. Fé til þessarar aukningar hefir að mestu verið tekið a'f hinum erlendu innstæð- um vorum. En þessi stórfelda aukning flotans er aðeins annað sporið, sem stíga þarf, til þess að sjávarútvegurinn færist í ný- tízkuhorf. Hitt sporið er að auka og endurbæta stórlega aðbúnað útgerðarinnar í landi. HER ER ÞÖRF stórfeldra hafnargerða, bæta þarf við hrað- frystihúsum, er geta veitt móttöku afla hinna nýju báta, reisa þarf stórar niðursuðuverksmiðjur, -bæta þarf að- stöðu sjómanna með því að byggja nýjar mannsæm- andi verbúðir, byggja þarf skipasmíðastöðvar og drátt- arbrautir, til þess að tryggja flotanum skjótar og góðar viðgerðir. Verkefnin eru óteljandi. Til þessara framvkæmda þarf annarsvegar erlendan gjald- eyri, og hefir þegar að miklu leyti verið séð fyrir honum með sérstökum aðgerðum. Hinsvegar þarf innlendan gjaldeyri, lánsfé til mannvirkjanna, sem smíðuð eru inn- anlands. Ríkið mun taka mikið af þessum framkvæmd- um, t. d. hafnargerðirnar, á sínar herðar. Peningastofn- anir landsins hafa lagt fram sitt og munu framvegis styðja að framgangi þessa málefnis. En þetta er eklci nóg. Þjóðin öll verður að taka virkan þátt í þessu viðreisnarstarfi. VÉR SKORUM Á ALLA ÞÁ, sem styðja vilja að tækni- legri framþróun sjávarútvegsins, betri aðbúð sjómanna í landi, auknu öryggi þeirra á sjó, og betri afkomu þeirra og þar með allrar þjóðarinnar, að leggja sitt fram. Stofnlánadeild sjávarútvegsins er ætlað að styðja þessar framkvæmdir með lánum, og hefir hún í því skyni boðið út ríkistryggð vaxtabréf með hagstæðum kjörum. VÉR VILJUM SÉRSTAKLEGA benda á 500 og 1000 króna bréfin, vegna þess hve hentug þau eru fyrir eig- endur. Allir vextir og vaxtavextir eru greiddir í einu lagi — fimm árum eftir að bréfin eru keypt. Fyrir kr. 431,30 er hægt að fá bréf, sem endurgreidd eru með 500 krón- um að fimm árum liðnum, og fyrir kr. 862,60 bréf, er endurgreiðast með 1000 krónum. Vextirnir eru 50 af hundraði hærri heldur en gildandi sparisjóðsvextir, og bréfin eru jafn trygg og sparisjóðsinnstæður með ríkis- ábyrgð. Bréfin fást hjá bönkunum og útibúum þeirra og hjá stærri sparisjóðum. Kauptu bréf þitt sem fyrst. Enginn má skerast úr leik. Reykjavík, 29. október 1946. F. h. Alþýðusambands Islands Hermann Guðmundsson. F. h. Búnaðarfélags Islands Steingrímur Steinþórsson. F. h. Farmanna- og Fiskimannasambands íslands Guðbjartur Ólafsson. F. h. Fiskifélags Islands Davíð Ólafsson. F. h. Landssambands iðnaðarmanna Einar Gíslason. F. h. Landssambands íslenzkra útvegsmanna Jakob Hafstein. F. h. Sambands íslenzkra samvinnufélaga Helgi Pétursson. F. h. Stjórnar Sjómannafélags Reykjavíkur Sigurjón Á. Ólafsson. F. h. Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna Magnús Z. Sigurðsson. F. h. Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda Magnús Sigurðsson. F. h. Verzlunarráðs íslands Hallgrímur Benediktsson.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.