Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1948, Blaðsíða 5

Faxi - 01.06.1948, Blaðsíða 5
F A X I 5 Faxamannaþula (Bragur þessi var fluttur á sumarfagnaði Faxa). Við gamalt og slitið ljóðalag lítinn við skulum hefja brag um málefnaráðið fremst í Faxa, frægð þess og snilld mun lengi vaxa, í ráðið kusu þeir sjálfa sig, en sáu þá hvorki mig né þig. Marga orustu Margeir liáði, meistari æðstur í þessu ráði, hamingju — fagra sér hann — sól þó safnist að honum sprungin hjól. Þórður er laus við leiða hrokann lætur þó aldrei í minni pokann. O'ldungur sá í orðurn snjall af öllum er metinn heiðurskarl. Málsnjall er Guðni máls á þingurn með þeim fremri af Keflvíkingum, ef mönnum jrá hleypur kapp í kinn Jiá kreistir hann rólegur pensilinn. Við munum allir Valtý kenna, að vopni hefur hann blautan penna, víst er hann kunnur að vaskleik og dáð en viðsjáll i hreppsnefnd ef stríð er þar háð. Nýtur til starfa reynst hefur Ragnar ráðdeild í kollinum sífellt magnar. Við fjölbreyttu störfin margra maki og máske hann lyfti Grettistaki. Alþýðuheill fyrir brjóstinu ber og beztur málsvari hennar er. Hallgrímur slunginn ljóð að laga laggt hcfur ást við gyðju braga því alla hina hann kveður í kút svo korni þeir engum svörum út. Steindór cr knár og bungubreiður, búinn sér oft að vinna heiður. Þyngstur í flokki jiessara laxa, en jiyrfti að skrifa meira í Faxa. í sérhverju máljiófi knár er Kristinn kunnug er mörgum tungulistin. Hann yrkir svo vel um allt hið bjarta og einnig um myrkrið hcmpusvarta. Hér er svo einn, sem heitir Jón hyggin mjög vcl og fríður í sjón Meyjarnar til hans mæna og vona. En nú er hann giftur. Já, það fór svona. Ingimundur og einnig Björn öllu ranglæti sýna vörn, á vængjum þeir svífa samkeppninnar svitinn streymir um beggja kinnar, má jiar og varla milli sjá hvor meiri gróðanum tekst að ná kaupmennskunnar í klóku bralli, ef kappið verður þeim ekki að falli. Meðal hinna svo minnast skal á mann, sem að heitir Danival, munninum beitir máls á fundum marga lætur hann brosa stundum. Það kom líka fyrir í Keflavík að kæmist hann út í pólitík en nú er sá tími löngu liðinn og loksins tók hann að elska friðinn. Postula þessa talda tólf tignum við líkt og Göngu-Hrólf, mönnum veldur það nokkrum hrolli hve málefnin byltast í Jieirra kolli, en útrás með kraft á fundum þau fá í Faxa megum það líka sjá. Málsnillina jieir rnikið efla og meinlega skák í orðum tefla, en forðast þó mát í lengstu lög jiví liðug er tungan snjöll og hög, og öðrum af sínum mælsku munni miðla úr fróðleiks nækta brunni. Þeir vinna til heilla landi og lýð og lýðfrelsið styðja þeir sína tíð. Agúst Pétursson. Prestsfrúin heiðruð Frá vinstri til hægri: Valgerður Pálsdóttir, Njarðvík, Guðrún Jónasdóttir, Rafnkellsstöð- um, Garði, Þórunn Lýðsdóttir, Sandgerði, Lilja Eylands, Útskálum, Guðný Ásberg, Kefla- vík, Guðrún ÞórSardóttir, Gerðum. (sú síðast nefnda saumaði fötin). Kvenfélög safnaðanna hér í Útskála- prestakalli heiðruðu nýverið prestsfrúna okkar, frú Lilju Eylands, með því að færa henni að gjöf íslenzka þjóðbúninginn, peysuföt ásamt stokkabelti og öðru til- heyrandi silfurskrauti, svo og rnöttli. Er mjög til búningsins vandað, bæði í efni og vinnu, og lýsir gjöfin verðugum hlýhug 1 garð prestsfrúarinnar, enda henni kær- komin. Formenn kvenfélaganna færðu frú Eylands þessa góðu gjöf að heimili hennar Utskálum og var meðfylgjandi mynd tek- in af þeim við Jiað tækifæri. Nöfn þeirra eru undir myndinni, talið frá vinstri. H. Th. B.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.