Faxi

Árgangur

Faxi - 17.06.1948, Blaðsíða 4

Faxi - 17.06.1948, Blaðsíða 4
4 verzlunarskipin send um öll Suðurnes til þess að sækja fisk og aðrar útflutnings- vörur bænda. Var matsmaður frá verzl- uninni með skipunum, sem flokkaði fisk og aðrar vörur. Vörunum var svo öllum skipað á land í Keflavík og flokkaðar á ný. Fiskurinn var svo þurrkaður betur eða „sólaður" sem kallað var. Stundum voru heilir og hálfir skipsfarmar teknir til ræki- legrar hirðingar, þegar til Keflavíkur kom og hver einasti fiskur burstaður með þurr- um bursta, ef ryk eða önnur óhreinindi voru sjáanleg. En fiskurinn brcyttist ótrú- lega mikið til batnaðar við þessa hirðingu. Ullin var öll látin upp á efsta !oft í bryggjuhúsinu. Þar sátu margar konur seinni hluta sumars og táðu ullina. Var það gert til þess að ná úr henni sandi og fitu. (Landið er víðast um Suðurnes svo sendið, að sauðfénaður ber æfinlega sand í ullinni. Er erfitt að ná sandinum þótt ullin sé þvegin.) En ullin varð í höndum kvennanna silkimjúk og hrein. Umgengni um verzlunarhús, götur, er að þeim lágu, bryggjur og fjöru, var öll hin prýðilegasta. Var að kvöldi hvers vinnudags hver hlutur látinn á sinn stað, síðan voru öll hús, sem gengið hafði verið um þann dag, sópuð, einnig götur og bryggjur- Var öll þessi snyrtimennska Olafi Olav- sen að þakka. Kona Olafs Olavsen var Asa, dóttir Jacobsen, stórkaupmanns í Kauþmanna- höfn og systir Egils Jacobsen kaupmanns í Reykjavík. Hún var fögur kona álitum og mikill barnavinur. Hún kom upp til Keflavíkur með manni sínum nokkur sum- ur og var okkur börnunum i Keflavík hin ástúðlegasta velgerðakona. Hef ég áður í blaði þessu sagt frá því, er hún hauð okk- ur til veizlu í stofum sínum einn sumar- langan sunnudag. Veizlan sjálf var auð- vitað einstæður viðburður í lífi okkar og að sjálfsögðu minnisstæð. En minningin um frú Olavsen og þá hjartans góðvild, er hún sýndi okkur börn- unum þennan dag yljar okkur inn að hjartarótum eftir nær hálfrar aldar skeið. Næstu jól (1900) létu þau Ólavsens hjónin bjóða okkur börnunum til jóla- trésfagnaðar. Síðan létu þau hjón halda árlega jólaveizlu, fyrir börn og fullorðna, þar sem stórt og fagurt jólatré prýddi sal- inn. Mtmu allir þeir, er sátu 'þessar veizl- tir, eiga þaðan hinar ljúfustu minningar. Árið 1S96 keypti H. P. Duus verzlun verzlunarfasteign N. H. Knudtzons í F A X I Keflavík ásamt íbúðarhúsi fyrir 8 þús. krónur, einnig saltgeymsluhús í Kotvogi í Höfnum og annað á Járngerðarstöðum í Grindavík fyrir 2 þús. krónur. Hús Knudtzonsverzlunar voru: íbúðar- og verzlunarhús, er snéri gafli að götu, var sölubúð í norðurenda, en íbúð í suður- enda. Það hús er nú Ungmennafélagshúsið við Hafnargötu, en í þá daga æfinlega nefnt Norðfjörðshús, eftir síðasta verzl- unarstjóra Knudtzonsverzlunar. Skammt lrá austurhlið hússins voru 3 vörugeymslu- hús, neðsta hýsið snéri gafli að götu, hin þar upp af og mynduðu þau til samans vegg upp með íbúðarhúsinu og bvrgðu mjög fyrir birtu og sól. Fjórða húsið var austast og byggt við götuna, það snéri hlið að götu. Mun það ennþá standa. Þá voru stakkstæði nokkur fyrir austan hús- in. Eftir að Duusverzlun varð eigandi að eigninni, lét Ólafur Ólavsen stækka þau og umbæta. Árið 1900 keypti Duusverzlun eignir og hús Fichersverzlunar í Keflavik. Var sú verzlun í miðri Keflavík. Stendur aðal- húsið ennþá og er nú eign h.f. Keflavik. Mið bryggjan og nokkur gömul vöru- geymsluhús fylgdu eign þessari, voru þau flest rifin, enda voru þau næsta hrörleg, en „pakk“-húsið, sem stóð fyrir enda bryggjunnar var látið standa og fór þá þegar fram mikil viðgerð á því. Næsta haust var hafist handa um bygg- ingu sjóvarnargarða. Hafði sjór gengið mjög á landið, þar sem lægst var og flætt upp á Haínargötuna í stórstreymi. Var Simon Eiriksson steinsmiður feng- inn til verksins og var byrjað við norðan- verða miðbryggju. Á næstu árum voru byggðir varnargarðar með sjó fram alla leið út í gróf. Þá var byrjað á að byggja miðbryggjuna úr steini (var áður timbur- bryggja). Var unnið að þeirri smið árum saman. Um líkt leyti var byrjað á bygg- ingu steingarðsins mikla, er umlukti á tvo vegu hina stóru lóð fyrir ofan Duus- verzlun, cr þá var flutt í Fichersbúðina. Allar þessar steinsmíðar annaðist Símon af mikilli vandvirkni, verkhyggni og dugn- aði. Verzlunarstjórar Duusverzlunar, eftir að Olafur Ólavsen flutti til Kaupmannahafn- ar, voru þessir: Jón Gunnarsson frá 1887 til 1900. Hann varð síðar, 1909—1935, framkvæmdarstjóri Samábyrgðar Islands á fiskiskipum í Rvík. Hann kvæntist 1897 Soffíu dóttur séra Þorkels Bjarnasonar á Reynivöllum. Heimili þeirra var í Norðfjörðshúsi. Hann var fáskiftinn maður, en mjög reglusam- ur um allan hag verzlunarinnar. Næsti verzlunarstjóri varð Ágúst Olav- sen, albróðir Ólafs Ólavsens kaupmanns, fæddur í Keflavík 15. ágúst 1851. Hafði hann verið langdvölum í Ameríku, en kom aftur til íslands 1898. Ágúst Ólavsen var alþýðlegur maður og hinn skemmti- legasti og var mjög annt um heill og gengi Keflavlkur. Hann hvatti verkamenn verzlunarinnar og aðra íbúa til þess að byggja sér hús og studdi þá til þess með því að Iána þeim efni og var jþeim í hví- vetna ágætlega ráðhollur. Voru þá á næstu árum byggð mörg hús, en flest ofursmá. Fólk hafði þá yfir svo litlu fé að ráða og vildi ekki sLofna til óviðráðanlegra skulda. Þeir sem byggðu, fengu stórar lóðir hjá verzluninni. Var eftirgjaldið 10 kr. á ári. Var lóðin svo ræktuð eftir smekk og getu hvers eins. Sumir ræktuðu tún- bletti kringum húsið og næst því, en mat- jurtagarð fjær. Aðrir breyttu allri lóðinni í matjurtagarð. Varð hagur fólks mun betri en áður. Ágúst Ólavsen bjó yfir margskonar ráða- gerðum viðvíkjandi Keflavík. Hafði hann mikinn hug á að fegra bæinn. Hafði hann í huga gatnagerð og skipulag bæjarins, lét færa hús til, ef honum þótti betur fara og hafði mikinn áhuga á, að útlit bæjar- ins breyttist til batnaðar. Þá hafði hann hugsað sér ,að koma upp blóma- og trjá- garði ofan við Duushúsið (h.f. Keflavík), sem þá var orðið heimili og sölubúð Duus- verzlunar. Hafði hann í því skyni látið byggja steingarðinn, er ég minntist á fyrr í þessari grein. En sú hugmvnd varð aldrei. nema draumur. Stórt og mikið íshús var byggt við austurhlið hins fyrirhugaða blómagarðs og nokkur hluti garðsins tek- inn í þarfir íshússins. Var þá strax sýnt, að þar yrði aldrei blómagarður. 1909 fluttist Agúst Ólavsen til Reykja- víkur og varð verzlunarstjóri fyrir Duus- verzlun þar, en Duusverzlun hafði árið 1904, keypt verzlunárhús og oignir Fichers- verzlunar í Reykjavík. Var sú verzlun þar sem nú er Ingólfs apótek. Sigurður Þor- kell Jónsson tók við verzlunarstjórn Duus- verzlunar, er Ágúst Ólavsen flutti til Reykjavíkur. Hafði hann áður verið verzl- unarstjóri fyrir verzlun Ólafs Ólavsen, cr hann hafði sett á stofn í Norðfjörðshúsi og rak um skeið. Fyrr hafði Sigurður verið skrifstofumaður hjá Fichcrsverzlun í Keflavík, komið þangað frá Reykjavik,

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.