Vísbending


Vísbending - 19.01.2007, Blaðsíða 1

Vísbending - 19.01.2007, Blaðsíða 1
E itt af því sem stjórnendur fyrirtækja þurfa að gera er að taka ákvarðanir. Oft eru þær þess eðlis að þær hafa mjög mikil áhrif á fyrirtækið eða einstakl­ inga. Ef til dæmis ákveðið er að leggja niður deild sem margir vinna í kallar það á hópuppsagnir sem aldrei eru skemmtilegar. Erfiðara getur þó verið fyrir forstjórann að segja upp einum einstaklingi sem stendur honum nærri. Ákvarðanir þurfa þó alls ekki alltaf að vera neikvæðar. Á fyrirtækið að kaupa nýja starfsemi sem tvöfaldar veltu þess? Hvenær hafa menn greitt of hátt verð fyrir það sem þeir kaupa og getur fyrirtækið staðið í skilum? Segjum að fyrirtækið geti sameinast öðru fyrirtæki og að samein­ ingin virðist augljóslega hagstæð hluthöfum en forstjórinn missi vinnuna. Hvenær og hvernig taka menn slíkar ákvarðanir? Stjórnmálamenn líta oft svo á að frestur sé á illu bestur en í fyrirtækjum vilja menn yfirleitt afgreiða málin þannig að þeir geti haldið áfram að reka fyrirtækin. Munurinn á góðum stjórnanda og slæmum er oft að sá góði þorir að ákveða sig. Rétti tíminn Enginn vill rasa um ráð fram. Ákveðin var­ færni er góð en þeir sem bíða of lengi geta misst af tækifærunum. Gullna reglan er þess vegna að skoða málin eins lengi og þörf er á en ekki lengur. Mannlegi þátturinn kem­ ur inn líka. Enginn skyldi taka ákvörðun nema hann sé sjálfur í jafnvægi. Nokkrar spurningar koma upp. Hvers vegna núna? Er ég búinn að hugsa málið af yfirvegun? Veit ég nóg? Hef ég meiri tíma? Kostar frekari yfirlega eitthvað og gæti það breytt málinu? Verður ákvörðunin eitthvað auðveldari eftir viku? Hvaða afleiðingar hefur ákvörðunin fyrir mig? Er ég búinn að ráðfæra mig við alla þá sem máli skipta? Er ég í nægu jafnvægi til þess að taka ákvörðunina af skynsemi? Ekki skyldi vanmeta tilfinningalega þáttinn í því að taka erfiða ákvörðun. Forstjórinn er kannski að setja bæði eigin hagsmuni og annarra í uppnám með ákvörðun sinni. Menn hafa sagt frá því að það taki kannski bara eina mínútu að skýra frá ákvörðuninni en þeir hafi verið eftir sig lengi í kjölfarið. Tveir fjárfestar höfðu lengi velt fyrir sér kaupum á stóru fyrirtæki sem var í vanda statt. Skuldir voru miklar og velta hafði minnkað. Engu að síður hafði það haft mikil umsvif og banki sem hafði eignast bréfin lagði mikla áherslu á að fyrirtækið hefði mikla möguleika „í höndum réttra aðila.“ Annar hafði mun meiri áhuga á fjárfestingunni en hinn, sem þó sagði aldrei nei. Eftir mikið þóf hringir bankinn í þann áhugasama og segir honum að nú hafi hann bara 45 mínútur til þess að ákveða sig því að an­ nar kaupandi hafi sýnt fyrirtækinu áhuga. Nú skiptu mínúturnar máli að því er virtist og hann hringir í farsíma vinar síns. Sá var þá staddur á bar erlendis og var kominn á þriðja bjór. Eftir að hafa dregið seiminn um stund ákveður hann samt að slá til, enda vel stemmdur. 19. janúar 2007 2. tölublað 25. árgangur ISSN 1021­8483 1 2 4Oft er erfitt að taka mikilvægar ákvarðanir. Þó getur verið dýrt að taka þær ekki. Nýlega tóku gildi breyting­ ar á hlutafélagalögum. Nú þurfa ítarlegri upplýsingar að liggja fyrir en áður. Hannes H. Gissurarson spyr hvort kjör lítilmag­ nans séu betri á Íslandi en víða annars staðar. Í njósnaumræðunni sem margir hafa tekið þátt í gleymist að andrúms­ loftið hefur breyst. 3 framhald á bls. 4 Þeir kaupa fyrirtækið „fyrir framan nefið á keppinautnum“, sem reyndar sagðist ekki hafa áhuga. Það skipti engu, hann hafði gert sitt gagn fyrir seljandann. Nokkrum árum og mörg hundruð milljóna króna tapi seinna tókst þeim félögum loks að selja fyrirtækið á ný. Þeir höfðu tekið ranga ákvörðun við rangar kringumstæður. Hvað ef ... ? Eitt af því sem margir átta sig ekki á er að það að taka ekki ákvörðun er ákvörðun út af fyrir sig, þ.e. ákvörðun um óbreytt ástand. Því er nauðsynlegt að velta því fyrir sér hvað getur gerst, ekki bara ef svar­ ið er „já, við gerum eitthvað“, heldur líka ef það er „nei“. Neiið þýðir kannski að fyrirtækið heldur áfram í sömu sporum og áður. Deildin sem tapar peningum heldur áfram að tapa. Öllum finnst blóðugt að hafa lagt fé í eitthvað sem ekkert fæst út úr. Það er þó skömminni skárra að hætta en að halda áfram að henda peningum. Sumum finnst í slíku felast uppgjöf og menn eiga erfitt með að sætta sig við að hafa mistekist. Stundum er það svo að þolinmæðin vinnur þrautir, en því miður ekki allar. Ákvörðun er ekki alltaf auðveld en menn ættu að minnsta kosti að leiða hugann að þremur kostum: a) Ákvörðun er tekin um breytingar og hún reynist rétt. b) Ákvörðun er tekin um breytingar og hún reynist röng. c)Ekkert er að gert. Auðvitað skiptir það líka máli hversu stór ákvörðunin er. Það er sjaldnast spurning upp á líf og dauða að kaupa ljósritunarvél en það getur skipt öllu máli hvort keypt er nýtt hús. Ef það er of stórt Vikurit um viðskipti og efnahagsmál Hvernig á að taka mikilvæga ákvörðun? V í s b e n d i n g • 2 t b l . 2 0 0 7 1 Munurinn á góðum stjórn- anda og slæmum er oft að sá góði þorir að ákveða sig.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.