Vísbending


Vísbending - 01.02.2008, Blaðsíða 2

Vísbending - 01.02.2008, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 4 . t b l . 2 0 0 8 tímavextir ráðast einkum af skammtíma- vöxtum og væntingum um þá næstu ár. Fyrirfram má gera ráð fyrir að þessir tveir kostir séu álíka dýrir: 1. Að taka skammtímalán sem endurnýjað er í nokkur ár. 2. Að taka eitt langtímalán til jafnlangs tíma. Ef verulegt misræmi er þarna á milli verða til hagnaðarfæri sem fljótt verða nýtt. Samhengi væntra skammtímavaxta og langtímavaxta er hið sama hvort sem bréf eru verðtryggð eða ekki. Verðtrygg- ingin ein og sér dregur því varla úr áhrif- um Seðlabankans á hagkerfið. Á hinn bóginn hefur verið bent á að hún dragi úr áhrifamætti stýrivaxtabreytinga að því marki sem hún stuðlar að því að vextir séu fastir, fremur en sveigjanlegir (sjá grein Arnórs Sighvatssonar í lokahefti Fjármálatíðinda 2007). Að­g­eng­i a­ð­ erlend­um lánum Megnið af langtímalánum sem fyrirtæki taka er erlent. Vextir af þessum lánum, mældir í erlendum gjaldeyri, breytast ekki þegar Seðlabanki Íslands breytir stýrivöxt- um sínum. Svipað má segja um önnur að- föng sem fyrirtæki kaupa frá útlöndum, eða erlendar neysluvörur og þjónustu sem fólk kaupir. Verðið helst óbreytt í erlend- um gjaldeyri hvað sem Seðlabanki Íslands gerir. Þetta kemur ekki í veg fyrir að bank- inn hafi fulla stjórn á íslensku verðlagi. Þegar hann hækkar stýrivexti sína hækkar g­eng­i kró­nunnar að öðru jöfnu. Eftir því sem meira er keypt af erlendum vörum og þjónustu (og þjónusta fjármálastofn- ana er talin þar með) verða áhrif gengis- ins á innlent verðlag mikilvægari og áhrif Seðlabankans á innlend lánskjör skipta minna máli. Hús­næð­is­k­os­tna­ð­ur Algengt er að húsnæðiskostnaður sé ekki talinn með í neysluverði. Erfitt getur ver- ið að meta þennan kostnað. Auk þess sveiflast húsnæðiskostnaður oft mikið. Að miklu leyti má rekja verðbólguna sem hér hefur verið undanfarin ár til húsnæðiskostnaðar. Mætti ekki að skað- lausu sleppa þessum lið úr vísitölunni? Á móti má spyrja: Af hverju ætti að sleppa húsnæðiskostnaði fremur en öðru neyslu- verði? Húsnæði er stór hluti af neyslu. Þeir eru til sem telja að seðlabankar eigi að horfa meira á eignaverð en þeir gera. Kreppan á 4. áratug 20. aldar hefði þá ekki orðið jafnmikil og raun ber vitni að framhald af bls. 1 þeirra dómi. Einnig skiptir sú staðreynd máli að gegnsæi og traust er lykilatriði fyrir farsæla peningastefnu. Ekki er mik- ilvægast að viðmiðið sé fullkomið heldur að öllum sé ljóst hvert það er og að því sé ekki breytt eftir hentugleikum. Á a­ð­ breyta­ ma­rk­mið­i pening­a­s­tefnunna­r? Samtök atvinnulífsins vilja horfa á fleira en verðbólgu við mótun peningastefn- unnar og Samtök fiskvinnslustöðva vilja að stefnan taki mið af hagsmunum út- flutningsgreinanna. Þensla undanfarinna ára hefði verið léttbærari fyrir fyrirtæki í útflutningi ef stýrivextir Seðlabankans hefðu beinst að því að halda g­eng­isvísit­ölu kró­nunnar sem stöðugastri. Ekki er ljóst hvort hagsmunasamtökin vilja festa geng- ið. Ályktanir þeirra benda fremur til þess að horft sé í átt til fyrri laga um Seðlabank- ann, þegar honum var ekki aðeins gert að halda verðlagi stöðugu heldur einnig að gæta þess „að framleiðslugeta atvinnuveg- anna [væri] hagnýtt á sem fyllstan og hag- kvæmastan hátt“. Í lögum um seðlabanka Bandaríkjanna má enn sjá svipað orðalag. Hann á að keppa að hámarksatvinnu auk stöðugs verðlags. Flestir fræðimenn eru nú orðið á einu máli um að ekkert langtímasamband sé milli verðbólgu og atvinnuleysis. Hins vegar ætti að vera hægt að beita peningastefnunni til þess að draga úr hagsveiflum ef vel er á hald- ið. Hér verður að velja á milli markmiða að einhverju leyti: Ef einblínt er á litla og stöðuga verðbólgu má búast við að fram- leiðsla sveiflist meira en ella. Ekki er víst að miklu muni því að þrýstingur á verðlag og þensla í hagkerfinu fer oft saman, eins og kunnugt er. Framleiðsla hefur sveiflast heldur minna eftir að úr verðbólgu dró hér á landi 1990 en verðbólguáratugina á undan. Svipað gerðist í Bretlandi. Þar virðist hafa dregið nokkuð úr hagsveifl- um eftir að Englandsbanki tók upp verð- bólgumarkmið árið 1992. Meira máli kann að skipta fyrir áhrif peningastefnu á framleiðslu að stefnan sé ljós og fyrirsjáan- leg en að yfirvöld horfi sérstaklega á hag- sveiflur við vaxtaákvarðanir. Af hverju er verð­bólg­a­n þá s­vona­ mik­il? Hér hafa verið færð rök að því að peninga- stefnan ætti eins að geta haldið aftur af verðbólgu á Íslandi og í tugum annarra landa sem tekið hafa upp verðbólgumark- mið. Hvers vegna hefur verðbólgan þá jafnan verið langt yfir markmiðinu? Ef á annað borð er talið hægt að stýra verðbólg- unni með stýrivöxtum verður að draga þá ályktun - eftir á - að þeir hafi verið of lágir. Einnig er ljóst að eftir því sem verð- bólga er lengur helmingi hærri en mark- miðið minnkar trúin á að Seðlabankinn stefni í reynd að 2,5% verðbólgu. Segja má að í hverjum mánuði komi fram gögn sem benda til þess að svo sé ekki. Hér á eftir er sú tilgáta prófuð að undirliggjandi verðbólga sé 2,5% - og henni hafnað. Sú skoðun að kerfisbundin villa sé í peninga- stefnunni á sér einnig stuðning innan Seðlabankans sjálfs. Prófuð var sú tilgáta að undirliggjandi verðbólga frá mars 2001 til desember 2007 hafi í raun verið 2,5%. Tilgátunni var hafnað með miklu öryggi. Þar sem talið er að liðið geti 11/2 til 2 ár frá vaxta- breytingum þar til þær hafa full áhrif á verðbólgu var einnig prófuð tilgáta um að undirliggjandi verðbólga frá mars 2003 til desember 2007 hafi í raun verið 2,5%. Þeirri tilgátu var einnig hafnað með miklu öryggi. Af þessu má álykta að Seðlabank- inn stefni í reynd ekki að 2,5% verðbólgu en prófið sannar ekkert, fremur en önnur tölfræðipróf. Í lokatölublaði Fjármálatíð- inda 2007 setur Arnór Sighvatsson, hag- fræðingur Seðlabankans, fram nokkrar skýringar á því að verðbólga hefur lengst af verið yfir yfirlýstu verðbólgumarkmiði. Hann ýjar að því að hluti skýringarinnar geti verið kerfisbundin skekkja í peninga- stefnunni: „Einnig gæti gætt ákveðinnar tregðu til að hækka vexti í nægilega stór- um skrefum þegar miklir eftirspurnarskell- ir ríða yfir, t.d. vegna þess að reikna má með verulegum spáskekkjum.“ Þessi orð má túlka þannig að bankastjórn Seðlabank- ans óttist meira að hækka stýrivexti of mik- ið en of lítið. Það séu talin verri mistök að þrýsta verðbólgunni undir 2,5% en að hún sé nokkrum prósentum yfir markmið- inu. Ó­vissa um áhrif peningastefnunnar verði til þess að stýrivextir séu að jafnaði of lágir. Ekki er ljóst hvort sama skekkja er í peningastefnunni þegar efnahagslífið er á niðurleið. Ný gögn um það gætu komið fram á næstu misserum. V Met­in var þessi jafna: ársverðbó­lg­a = c. Síðan var pró­fuð sú t­ilg­át­a að undirlig­g­jandi meðalt­al væri 2,5%. St­uðst­ var við mánaðarg­ildi og­ hækkunin mæld í ló­g­ariþmum. Aug­ljó­sleg­a er sjálffylg­ni í leifalið og­ var jafnan því met­in með aðferð sem er ó­næm fyrir sjálffylg­ni og­ misdreif- ni (Newey-West­). Tilg­át­u um að undirlig­g­jandi meðalt­al frá mars 2001 t­il desember 2007 væri 2,5% var hafnað í Wald-pró­fi (F-g­ildi = 22, p = 0,0000). Tilg­át­u um að undirlig­g­jandi meðalt­al frá mars 2003 t­il desember 2007 væri 2,5% var einnig­ hafnað (f-g­ildi var 15, p = 0,0003). Tilg­át­u um að undirlig­g­jandi hækkun væri 4% var ekki hafnað.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.