Vísbending


Vísbending - 29.02.2008, Síða 1

Vísbending - 29.02.2008, Síða 1
29. febrúar 2008 8. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1 2 4Væntingar hafa mikla þýðingu í hagfræðinni. Hvað gerist nú þegar svartsýni eykst? Er lækkun á hluta- bréfavísitölunni að undanförnu bara nauðsynleg leiðrétting? OECD gaf út nýja skýrslu um íslenskt efnahagslíf. Þar eru mörg góð ráð. Íslendingar komast ekki inn í evrusamstarfið nema gegnum ES-aðild. Hvað á þá að gera? 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál Síðustu og verstu tímar V í s b e n d i n g • 8 . t b l . 2 0 0 8 1 Framhald á bls. 4 Bankakreppan sem við upplifum núna er upprunnin í Bandaríkjun-um. Samt er ástandið á Íslandi orð- ið miklu verra en í „guðs eigin landi” eins og Bandaríkjamenn kalla föðurland sitt stundum. Hlutabréf hafa fallið mun meira í verði hérlendis en þar, vextir eru hærri, verðbólga meiri og erlendir fjölmiðlar og fjármálastofnanir keppast við að gera lítið úr hagkerfinu. Samt eru Bandaríkjamenn svartsýnni. Hvað veldur því? Væntingavísitala Það er vel þekkt í hagfræðinni að vænting- ar manna eru mjög mikilvægar fyrir hag- sveiflur vegna þess að með því að þjóðin hagi sér í samræmi við það ástand sem hún á von á kallar hún fram það ástand. Einfalt dæmi er að þegar menn búast við verðhækkunum flýta menn sér að kaupa á „gamla verðinu”, eftirspurn eykst og verð hækkar. Vandi hagfræðinga er hins vegar sá að erfitt er að mæla væntingar sem eru huglægt ástand. Til þess að nálg- ast slíkar upplýsingar er byggt á skoðana- könnunum. Gallup hóf slíkar mælingar hér á landi árið 2001 en erlendis er lengri hefð fyrir slíkum mælingum. Byggt er á sambærilegum aðferðum hér á landi og í Bandaríkjunum. Væntingavísitala Gallups er byggð á fimm spurningum: • Mati á nú­verandi efnahagsað­stæð­um. • Væntingum til efnahagslífsins eftir 6 mánuð­i. • Mati á nú­verandi ástandi í atvinnu- málum. • Væntingum til ástands í atvinnumálum eftir 6 mánuð­i. • Væntingum til heildartekna heimilisins eftir 6 mánuð­i. Fyrir hverja spurningu hér að ofan er deilt í fjölda jákvæðra svara með heildar- fjölda svara. Útkoman er hlutfall sem er síðan margfaldað með 200 og þá fæst tala sem getur tekið gildið 0 til 200. Það að væntingavísitala Gallup sé 100 merkir því að það eru jafnmargir jákvæðir og nei- kvæðir svarendur. Ef hún er hærri en 100 eru fleiri jákvæðir og ef hún er lægri eru fleiri neikvæðir. Á mynd sést samanburður á væntinga- vísitölunni í Bandaríkjunum og á Íslandi undanfarin ár. Í upphafi aldarinnar voru menn tiltölulega bjartsýnir í báðum löndum og vísitalan nánast í sama gildi á báðum stöðum. Um þetta leyti sprakk netbólan svonefnda og hlutabréfaverð snarlækkaði. Við þetta urðu menn dapr- ari. Árásin á tvíburaturnana 11. septem- ber 2001 varð til þess að auka mönnum enn svartsýni. Íslendingar voru þó fljótir að ná sér upp úr lægðinni, en Bandaríkja- menn náðu ekki botninum fyrr en vorið 2003 þegar Íraksstríðið hófst. Íslendingar kipptu sér hins vegar ekki upp við stríð úti í heimi heldur náðu sér á strik og sveifluðust í kringum gildið 120 næstu þrjú árin. Það þýðir að menn voru frekar bjartsýnir. Bankakreppan vor- ið 2006 skaut mönnum hins vegar skelk í bringu hér á landi og í skamman tíma blasti svartnættið við. Þá jókst kátína manna hér á landi á ný og náði hæstu hæð- um í maí, nokkrum mánuðum áður en hlutabréfavísitalan náði sama ástandi. Bandaríkjamenn létu sér fátt um þetta finnast (og vissu væntanlega fáir af Íslandi og ástandinu þar) og héldu jafnlyndi og vísitalan var skammt frá 100. Frá því í maí 2007 hefur leiðin legið niður á við í báðum löndum. Nýjasta gildi í Banda- ríkjunum er 75 sem er eitt lægsta gildið á tímabilinu. Á Íslandi er nýjasta gildi væntingavísitölunnar 102. Andlegt ástand manna er betra hérlendis en þar en stefnir niður á við eins og vestan hafs. Hvaða á­hrif hefur svartsýni? Húsnæðisverð hefur lækkað í Bandaríkj- unum. Það hefur ekki gerst enn hérlendis en viðskipti hafa dregist saman. Bankarnir Mynd 1. Væntingavísitala í Bandaríkjunum og á Íslandi

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.