Vísbending


Vísbending - 18.07.2008, Blaðsíða 4

Vísbending - 18.07.2008, Blaðsíða 4
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Blaðamaður: Kári S. Friðriksson. Prentun: Guten berg. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar 4 V í s b e n d i n g • 2 6 . t b l . 2 0 0 8 Forseti Íslands flutti ræðu til heiðurs þegar Steingrímur Hermannsson varð áttræður: „Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir röskum fjórum áratugum þegar Eysteinn taldi rétt að við ræddumst við reglulega. Sátum svo tveir með vöfflur og þeyttan rjóma á efstu hæð Hótels Sögu, í Bændahöll. ... Þarna sátum við ungir mótaðir af menntun á Englandi og í Bandaríkjunum og ræddum framtíð Íslands, stöðu flokksins, verkefnin sem einkenndu Viðreisnarárin. Það væri gaman að eiga nú í fórum sínum upptökur af orðræðunum, geta rifjað upp í ljósi þess sem síðar varð hvað okkur lá þá á hjarta, hvernig þessir tveir ungu menntamenn mátu Framsóknarflokkinn. Eysteinn átti sér þá ósk þegar hann lét af formennskunni árið 1968 að við tækjum báðir sæti í æðstu stjórn flokksins, taldi fyrir bestu að fá unga menn með slíkan bakgrunn, baráttuvilja og nýja sýn í forystuna. Eftirmaður hans var hins vegar á annarri skoðun, vildi ekki taka áhættuna af að hafa okkur of nærri sér. ... Það sýnir best hve lengi býr að fyrstu gerð, traustinu sem fyrrum var skapað, að sumarið 1988 þegar Steingrímur var í sjóferðinni með Þorsteini og Jóni Baldvin skyldi ég ákveða að fara á fund hans í utanríkisráðuneytinu við Hverfisgötu til að tjá honum í trúnaði að ég teldi þjóðinni fyrir bestu að ný ríkisstjórn tæki við undir forsæti hans. ... Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1988–1991 ... tókst að ... skapa víðtæka þjóðarsátt um stöðugleika og batnandi lífskjör. Margir hafa á síðari árum reynt að eigna sér þessa Lilju, ýmsum skáldum ætlaður kveðskapurinn, en staðreyndirnar tala sínu máli. Það var forsætisráðherrann Steingrímur Hermannsson og samráð- herrar hans sem leiddu Ísland út úr ólgusjó verðbólgunnar og inn á nýjar lendur þjóðarsáttar. Auðvitað var atburða- rásin hönnuð á þann veg að sviðsljósið beindist oft að öðrum þegar áföngum var náð. Í því fólst stjórnviskan og Steingrímur átti hana í ríkum mæli. Hann vissi að ef ætti að festa þjóðarsátt í sessi yrðu forystumenn stéttarsamtaka að fá sitt svigrúm, jafnvel heiður og dýrðarljóma.“ bj Heiður og dýrðarljómi að beita aðgerðum sem auka eftirspurn á meðan framboð er fast. Vaxtabætur, leigubætur, meiri sam- keppni, lægri vextir og aukinn kaupmáttur gera það ekki að verkum að fleiri hafi efni á húsnæði, heldur einungis að meira fjármagn keppi um sama húsnæði. Þegar yfirvöld reyna að auðvelda fólki að eignast húsnæði hafa þau því aðeins haft áhrif á það hverjir fá það og í leiðinni gert Íslendinga að einni skuldsettustu þjóð í heimi. Fólk verður sífellt lengur að borga af húsnæðislánum og stærri hluti tekna þess fer í afborganir. Samt hafa fermetrar á mann ekki aukist í sama mæli. Ef markaðurinn yrði gerður frjálsari er ekki þar með sagt að bólumyndun, eins og hefur myndast á íslensku húsnæðisverði, geti ekki átt sér stað á markaði. En jafnvægisverðið, það verð sem fasteignaverð sveiflast í kringum, væri minna. Kostnaður vegna ríkisafskipta Í einni könnun var tekinn fyrir 21 hús- næðismarkaður sem var skipt í tvo hópa eftir frjálsræði. Á 12 mörkuðum var húsnæðisverð tíu prósent eða hærra yfir samanlögðum byggingarkostnaði og lóðar- verðs. Það voru nákvæmlega sömu 12 markaðir sem voru í hópnum með minna frjálsræði. Á Íslandi er þetta hlutfall augljóslega meira en 10%. Í sumum tilvikum í könnuninni var húsnæðisverð allt að 50% dýrara og í einu dæmi, í Manhattan, var það tvöfalt dýrara. Samt er næg samkeppni þar. Afleiðingar ríkisafskipta eru hátt íbúðarverð. Sífellt erfiðara verður fyrir lágtekjufólk að kaupa fasteign og margir bregða á það ráð að flýja þetta háa verð og fara til nágrannabæja eins og Reykjanesbæjar, Akraness eða Hveragerðis. Íbúar utan af landi sem búa við sífellt verri atvinnutækifæri eiga erfitt með að flytja í bæinn út af háu verði á íbúðum. Dýrt húsnæði þýðir ekki einungis að færri en ella hafi efni á að kaupa hús heldur einnig að þeir sem hafa efni á að kaupa fá minni íbúðir fyrir peningana. Annar ókostur er að þéttleiki borgar er töluvert minni en ella. Nýtt húsnæði er aðallega að finna í útjaðri höfuðborgarsvæðisins á meðan gömul hús í miðbæ Reykjavíkur grotna niður. Eigendur fasteigna fara vísvitandi illa með þær í von um að fá að rífa þær og byggja stærri og flottari hús. Hvort sem menn vilja vernda gömul hús eða ekki, þá gefur einbeittur vilji fjárfesta sterklega til kynna að framboðinu sé haldið niðri. Ef þéttleiki borgarinnar væri meiri gæti það líka haft jákvæð áhrif. Bensínkostnaður yrði til dæmis lægri og fleiri gætu farið um á hjóli. Kostnaður væri líklega minni við vegi, skolp og almenningssamgöngur. Það á þó ekki að handstýra þéttleika byggðar því of mikill þéttleiki getur verið galli. Frjáls markaður er tæki sem við höfum til að ákvarða „besta“ þéttleika byggðar. Aðlögun Erfitt er að eyða þeirri skekkju sem nú þegar er komin á skipulagið. Margir ein- býlishúsaeigendur myndu mótmæla því að reist yrði blokk á næstu lóð við hliðina á húsi þeirra. Þegar fólk kaupir fasteign gerir það ráð fyrir að umhverfið muni standa óbreytt. Ný blokk á næstu lóð myndi því rýra verðmæti eignarinnar töluvert. En eins og með opnu svæðin hafa fæstir íbúðareigendur borgað „rétt“ verð fyrir útsýnið, því að útsýni fyrir eitt heimili getur meðal annars þýtt að engin blokk verður byggð. Fyrir slíka blokk væru ef til vill margir til í að borga vel. Því myndi rétt verð fela í sér fórnarkostnaðinn við að blokkin yrði ekki byggð. Þannig hjálpa þröngar skorður sem ríkið setur á fasteignamarkaði þeim efnuðu á kostnað þeirra sem minna mega sín. Til lengri tíma er dýrt að aðhafast ekkert. Haldist hlutfall af tekjum sem fer í eigin húsnæði jafnhátt eða hærra en nú mun raunverulegur hagvöxtur verða minni en ella. Þá er ótalinn kostnaður við að fara yfir hverja smábreytingu sem fólk vill gera á húsum sínum. Hækkandi fasteignaverð verður til þess að stjórnmálamenn líta vel út, því svo virðist sem almenningur sé að verða ríkari en áður en lækkun húsnæðis hefur þveröfug áhrif. Fólkinu í landinu finnst það vera fátækara en áður, jafnvel þótt það gæti eytt stærri hluta ráðstöfunartekna sinna í annað en húsnæði. Ef húsnæðisverð lækkar hratt er hætta á að þeir sem skulda mikið í íbúðum sínum verði gjaldþrota. Íbúðarverð hefur hækkað út af hömlum yfirvalda. Bæjaryfirvöld ættu að selja allar sínar lóðir einkaaðilum ásamt því að veita fullt frelsi um hvað menn megi byggja á eigin lóð . Þeir meta það hvenær og hvort skuli byggt á lóðinni. Hvort það skuli fara undir íbúðarhúsnæði eða skrifstofuhúsnæði eða kannski blöndu hvors tveggja. Þetta meta einkaaðilar eftir því hvar þeir fá mest fyrir peningana. Þannig verður það húsnæði byggt sem eftirspurnin er mest eftir, líkt og gildir almennt á frjálsum markaði. Þeir sem hagnast mest á auknu frelsi er fólk með litla peninga á milli handanna, einstæðar mæður, ellilífeyrisþega og nemendur. Aukið frelsi mun bæta velferð fólks. ksf framhald af bls. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.