Vísbending


Vísbending - 06.09.2008, Blaðsíða 3

Vísbending - 06.09.2008, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 3 3 . t b l . 2 0 0 8 3 Ein skýring á slakri afkomu er að rekstrareiningar séu óhagkvæmar. Hér á landi eru mörg lítil gistihús og fastur kostnaður því tiltölulega hár. Reynslan af stórum hótelum hér á landi virðist ekki sérstaklega góð heldur. Árum saman kvörtuðu forráðamenn Flugleiða undan slakri afkomu í hótelrekstri sínum sem var sá stærsti á landinu. Herbergjanýting er í besta falli viðunandi yfir sumarmánuðina. Vegna þess að krónan hefur fallið mikið má búast við því að tekjur hafi vaxið talsvert af ferðamönnum í ár. Einkum er líklegt að hótel hafi haldið óbreyttu verði í erlendri mynt þar sem því varð við komið. Auk þess er ekki ósennilegt að ferðamenn nýti sér veika krónu og kaupi meiri þjónustu en áður. Hins vegar hefur fjármagnskostnaður rokið upp og ólíklegt að hótel sem hafa verið að rísa að undanförnu beri mjög mikinn vaxtakostnað. Því er nánast víst að taprekstur sem verið hefur mörg undanfarin ár haldi áfram. Of smáar einingar? Veitingahúsin eru líka mörg og oft veikburða þó að sem betur fer séu til á því undantekningar. Tíð nafnaskipti á veitingahúsum sem virðast vel staðsett benda til þess að kennitöluskipti séu tíð. Hótel- og veitingahúsarekstur virðist ekki draga að sér mikið fjármagn eigenda því að eiginfjárhlutfall í greininni í heild var aðeins um 2% árið 2006 samkvæmt athugun Hagstofunnar (sjá mynd 4). Þetta þýðir að mjög mörg fyrirtæki í greininni eru hreinlega gjaldþrota. Veltufjárhlutfall á sama tíma var um 0,7. Ekki er ástæða til þess að ætla að staðan hafi lagast árið 2007 en á yfirstandandi ári gæti hagur sumra fyrirtækja vænkast þó að fjárfesting sé enn mjög mikil og fjármagnskostnaður því hár. Enn í dag virðist greinin höfða mjög til manna sem eru tilbúnir að fórna miklum peningum. Í árslok 2006 var eiginfé í greininni í heild um 600 milljónir króna en skulir um 28 milljarðar. Mikil áhætta hefur greinilega verið tekin af lánveitendum. Veltan í greininni í heild hefur vaxið úr 28 milljörðum króna árið 1998 í um 50 milljarða árið 2006 á föstu verðlagi ársins 2007 eins og sést á mynd 2. Rekstrarhagnaður er yfir núlli öll árin en þegar tekið hefur verið tillit til fjármagnskostnaðar er tap á ári hverju eins og lesa má á mynd 3. Þetta styrkir Mynd 3: Afkoma í hótel- og veitingarekstri 2001–2006 Halli er á starfseminni öll árin. Fast ver!lag 2008. Heimild: Hagstofa Íslands og útreikningar Vísbendingar Mynd 4: Eiginfjárhlutfall í hótel- og veitingahúsarekstri 2001-2006 Greinin er á mörkum gjald"rots. Heimild: Hagstofa Íslands Mynd 3: Afkoma í hótel- og veitingarekstri 2001–2006 Halli er á starfseminni öll árin. Fast ver!lag 2008. Heimild: Hagstofa Íslands og útreikningar Vísbendingar Mynd 4: Eiginfjárhlutfall í hótel- og veitingahúsarekstri 2001-2006 Greinin er á mörkum gjald"rots. Heimild: Hagstofa Íslands Halli er á starfseminni öll árin. Fast verðlag 2008. Heimild: Hagstofa Íslands og útreikningar Vísbendingar. Atvinnugreinin er á mörkum gjaldþrots. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd 3: Afkoma í t eitingarekstri 20 1–2006 Mynd 4: Eiginfjárhlutfall í hótel- og veitingahúsarekstri 2001-2006 ummælin um að reksturinn standi ekki undir fjármagnskostnaðinum á greininni. Miðað við 10% raunvexti hefði reksturinn staðið undir um helmingi af skuldum árið 2006. Á mynd 4 sést eiginfjárhlutfall í greininni. Það hefur sveiflast á árunum 2001 til 2006 úr –3,0% í +3,7%. Vandfundin mun grein sem getur þrifist til lengdar með svo lágt eiginfjárhlutfall og taprekstur ár eftir ár. Í raun og veru er eina lausnin sú að lánadrottnar afskrifi stóran hluta lána sinna. Þeir geta auðvitað breytt skuldunum í hlutafé, en það eykur auðvitað ekki rekstrarfjárafgang. Niðurstaðan er sú að rekstarvandræði í hótel- og veitingarekstri verði enn talsvert mikil þrátt fyrir tekjuaukningu við veikingu krónunnar. *vonar-peningur: kk e-ð sem lítils er að vænta af, e-ð sem brugðið getur til beggja vona um (Íslensk orðabók 2002)

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.