Vísbending


Vísbending - 19.09.2008, Blaðsíða 3

Vísbending - 19.09.2008, Blaðsíða 3
A ð undanförnu hefur umræðan um að skilja hefðbundna banka- starfsemi frá „nýrri“ starfsemi fjárfestingarbanka komið upp að nýju. Fjárfestingarbankarnir stóru í Banda- ríkjunum hafa nú hlaupið í skjól viðskiptabankalöggjafar til þess að njóta verndar ríkisins. Þetta er skiljanlegt því að af tvennu illu finnst þeim skárra að skríða undir pilsfaldinn en að fara á hausinn. Forsætisráðherra hefur sagt að þetta sýni, að óráðlegt sé að skilja starfsemi fjár- festingarbanka frá annarri banka- starfsemi. Aðskilnaðarstefna VG Aðalröksemdir fyrir því að ekki skuli hafa hefðbundna bankastarfsemi í sama fyrirtæki og flókin umsvif fjárfestingar- bankanna er sú að því fylgi of mikil áhætta. Erfitt er að neita því þessa dagana að áhættan er mikil. Hún verður enn meiri þegar bankar lána til fyrirtækja sem þeir eiga líka hlut í. Þrýstingur á að breyta lán- um í hlutafé er mikill þegar illa gengur í rekstrinum. Hagsmunir bankans sem lánveitanda víkja fyrir hagsmunum hans sem eiganda. Þetta er ekki síst hættulegt í umhverfi eins og er á Íslandi þar sem eignatengsl milli banka og fyrirtækja sem eigendur bankanna eiga eru mikil (þessi flókna setning sýnir vandann í hnot- skurn!) Flestir atvinnurekendur telja eflaust að tillögur sem koma frá Vinstri grænum séu ekki líklegar til þess að vera viðskiptalífinu hagfelldar. Það má vissulega segja að tillaga þeirra um aðskilnað í bankakerfinu myndi leiða af sér miklar breytingar. Einkum yrði það erfiðara að byggja upp viðskiptasamsteypur í kringum banka ef slíkur aðskilnaður kæmist á. Meginefni frumvarps sem tveir þing- menn VG leggja fram er einfalt: „Fjármálafyrirtæki getur einungis fengið eina tegund starfsleyfis.“ Síðar er kveðið á um að yfirteknar eignir skuli selja svo fljótt sem auðið er. Alls er frumvarpið innan við tíu línur. Greinargerð flutningamanna, Jóns Bjarnasonar og Ögmundar Jónas- sonar fylgir hér á eftir í heild. Hún er vissulega með ákveðnum „vinstri blæ“ en engu að síður er vert að huga að þeim sjónarmiðum frjálshyggju sem þar koma fram. Millifyrirsagnir eru Vísbendingar: Ekki má fjármagna taprekstur Þetta frumvarp var áður lagt fram á 130. löggjafarþingi en náði þá ekki fram að ganga og er því endurflutt. Svo hafa mál reyndar skipast í íslensku fjármálalífi að nú er brýnna en nokkru sinni að lögfesta þær breytingar á lagaumhverfi íslenskra fjármálafyrirtækja sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir. Með frumvarpinu er lagt til að þrengri skorður verði settar svokallaðri hliðarstarf- semi viðskiptabanka, sparisjóða og lánafyrir- tækja, sbr. 21. gr. laganna. Veigamesta breyting frumvarpsins felst þó í því að takmarka starfsheimildir viðskiptabanka og sparisjóða með þeim hætti að þeim verði óheimilt að kaupa verðbréf eða hlutabréf í fyrirtækjum í því skyni að endurskipuleggja starfsemi viðskiptaaðila, sameina hana annarri starf- semi, skrá viðkomandi verðbréf og selja þau almenningi. Slík starfsemi hefur verið flokkuð sem fjárfestingarbankastarfsemi og gerir frumvarpið ráð fyrir því að einungis lánafyrirtækjum eins og þau eru skilgreind í lögunum verði heimil slík starfsemi. Með þessu er framkallaður skýr aðskilnaður milli viðskiptabanka- V í s b e n d i n g • 3 5 . t b l . 2 0 0 8 3 Örsakasamhengið er ekki alltaf skýrt. Þegar neytendur eru bjartsýnni getur það leitt til uppsveiflu í efnahagnum. Fyrirtæki geta ráðið fleiri til þess að framleiða meira og hlutabréf hækka í verði. Þegar efnahagurinn er í uppsveiflu og fyrirtækin ráða fleiri og framleiða meira, getur það líka leitt til meiri væntinga neytenda. Á mynd 1 sést að skörðin í vísitölunni koma á svipuðum tíma og efnahagslegar niðursveiflur. Greina má niðursveiflur eftir að dotcom-bólan sprakk, vandræði vegna fyrri bankakreppunnar 2006 og svo lausafjárkreppuna sem við göngum í gegnum núna. Mynd 2 sýnir vel hvernig hærri verðbólga leiðir til lækkunar á VVG en á myndinni er búið að snúa verðbólgunni á haus, þ.e. þegar vörur hækka almennt í verði þá fer línan niður. Mynd 3 sýnir svo hvernig VVG fylgir styrkleika krónunnar. Á Íslandi kemur stór hluti af neysluvörum erlendis frá. Þegar krónan styrkist geta neytendur keypt meira af vörum og kaupmáttur eykst. Þessi tengsl eru því mjög sterk. Þá má einnig sjá sterk jákvæð tengsl milli hlutabréfaverðs og væntingavísitölunnar. Það getur bæði verið vegna þess að al- menningur græðir þegar að hlutabréfaverð fer upp, en einnig getur verið að of bjartsýnir neytendur ýti gengi hlutabréfa og eigi sinn þátt í að búa til eignabólur. Sögulegt lágmark Sögulegu lágmarki VVG var náð núna í júlí. Þótt hún hafi hækkað örlítið í ágúst er of snemmt að segja til um hvort um raunverulega hækkun sé að ræða. Þetta endurspeglar erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu. Það herjar á okkur bæði mikil verðbólga og samtímis að gengi krónunnar hefur aldrei verði lægra. Lausafjárkreppan hefur reynst Íslendingum erfið, enda höfum við öðrum þjóðum fremur lifað á og fjárfest með ódýru lánsfé. Þá hefur öll umræða í fjölmiðlum hefur verið neikvæð og tíðar fréttir berast af gjaldþrotum og uppsögnum og smitar það eflaust hug margra neytenda. Kreppan einskorðast þó alls ekki við litla Ísland heldur er nær hún til allra Vesturlanda. Kórea er eina ríkið innan OECD þar sem væntingavísitalan mælist hærri nú en fyrir tveimur árum. Lág væntingavísitala telst þó ekki bara neikvæðar fréttir, því hún bendir til þess að neytendur bregðist hratt við aðstæðum og minnki neyslu en það er nauðsynlegt nú eftir mikið neyslufyllerí undanfarin ár. ksf Fjárfestingarbankar, Ögmundur og frjálshyggjan

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.