Vísbending


Vísbending - 03.10.2008, Blaðsíða 4

Vísbending - 03.10.2008, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 3 7 . t b l . 2 0 0 8 framhald af bls. 1 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Oddi. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar Atburðir undanfarinna daga hafa ekki orðið til þess að auka traust almennings á þeim sem hæst tala. Það sem sagt er einn daginn stangast á það sem fram kemur næsta dag. Sumt er skiljanlegt. Aðstæður hafa breyst mjög hratt og sumir hafa sagt það sem þeir vissu sannast á þeirri stundu sem orðin voru mælt. Ekkert er við slíku að segja. Aðrir eru í þeirri aðstöðu að orð þeirra hafa mikla vigt og ef þeir segja frá því sem þeir vita sannast og réttast flýta þeir því að alvarlegar afleiðingar komi fram. Þar með má telja forsætisráherra og seðlabankastjóra. Bankastjórinn getur starfs síns vegna þagað og þarf ekki að skýra ákvarðanir fyrr en eftirá. Ráðherrann er í miklum vanda. Ef hann þegir er hann sakaður um að leyna upplýsingum, segi hann satt veldur hann óróa og ef hann skrökvar missir hann trúverðugleika. Staðan er þannig að allir kostir hans eru slæmir. Líklegast er skást fyrir hann að tala en segja ekki neitt. Þetta stundar hann nú reglulega. Formaður stjórnar Glitnis ber líka ábyrgð. Ekki bara gagnvart sínu félagi og stærstu eigendum heldur öllum almenningi. Menn eiga afar erfitt með að skilja hvers vegna aðgerðir eru samþykktar í fyrstu andrá, jafnast á við níðingsverk í þeirri næstu, en hluthafar svo hvattir til þess að samþykkja þær í lokin. Um orð einstakra hluthafa er lítið að segja. Yfirleitt hafa beisk orð meira vægi sem þau eru notuð sparlegar. Ef þeim er úðað yfir þjóðina í mykjudreifurum vekja þau hvorki virðingu né vorkunn. Álitsgjafar eru í vanda staddir. Ef þeir njóta trausts er hlustað á hvert orð sem þeir segja á óróatímum. Þjóðin vill vita hvað er að gerast. Þegar þeir segja umbúðalaust frá vandanum kalla þeir yfir sig reiði þeirra sem við erfiðleikana fást og valda á sama tíma óróa almennings. Vandinn er kannski sá að þegar allt virtist leika í lyndi heyrðust fáar aðvörunarraddir. Menn þorðu ekki að segja sannleikann. Ekki bara vegna þess að eigendur fjármagns voru sterkir og hefðu gert lítið úr slíkum spekingum heldur ekki síður fyrir þá sök að allur almenningur hefði haldið að sá sem ekki dansaði með væri flón. bj Ekkert að segja? gagnvart sjóðfélögunum. Lífeyrissjóðir eru ekki nein skiptimynt sem hægt er að leika sér með í refskák stjórnmálamanna. Gangi kapallinn hins vegar upp og krónan styrkist á ný er það mjög sterkur leikur að selja erlendar eignir einmitt nú. Hér í blaðinu hafa áður verið færð rök að því að eðlilegt raungengi krónunnar ætti að samsvara gengisvísitölu nálægt 140 stigum. Gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni hefur nú verið fest tímabundið í 175. Er Evrópusambandið allt annað mál? Aðilar vinnumarkaðarins vildu koma að lausn málsins. Hluti af tillögum þeirra var að ríkisstjórnin setti fram skýra yfirlýsingu um að teknar yrðu upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu og myntbandalaginu. Þeim hefur löngu orðið ljóst að íslenska krónan er ekki traustur gjaldmiðill. Nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa neitað að viðurkenna þetta og talið að hún væri einmitt það sem þjóðin þyrfti til þess að geta lagað sig að breyttum aðstæðum. Spyrja má hvers vegna hvers vegna allt stjórnmálalíf snúist um að útvega erlendan gjaldeyri fyrst krónan er svona góð. En það er aulafyndni rétt eins og hjá tveimur íslenskum bankamönnum sem settu fyrir skömmu fram „gamanmál“ um hvort evrusinnar á Íslandi héldu ekki að alþjóðlega bankakreppan væri krónunni að kenna. Öllum almenningi er nú ljóst að ekki er hægt að búa við gjaldmiðil sem enginn hefur áhuga á að kaupa eða eiga. Peningakerfið er enn lokaðra hér en annars staðar á Vesturlöndum vegna þess að fólk á erfitt með að fá nauðsynlega gjaldeyri til viðskipta, námsdvalar erlendis og ferðalaga. Þetta ástand er krónunni að kenna og það myndi róa almenning ef forystumenn í Sjálfstæðisflokknum hættu að berja höfðinu við steininn og viðurkenndu að þeir hefðu haft rangt fyrir sér í gengismálum. Vandinn leysist ekki skyndilega þó að þessi ákvörðun sé tekin. Það er langur vegur frá því að Íslendingur uppfylli skilyrðin fyrir upptöku evru. Yfirlýsingin um að samninga verði leitað myndi hins vegar róa þjóðina. Slíkur samningur yrði auðvitað borinn undir þjóðaratkvæði. Ef þjóðin fellir hann í slíkri atkvæðagreiðslu færist ábyrgðin af stjórnmálamönnum yfir á allan almenning. Þess vegna er Evrópusambandsaðild ekki allt annað mál, þó að það sé auðvitað ekki nein skyndilausn á þeim vanda sem nú er við að etja. Þjóðin þarf að trúa því að leitað sé varanlegra lausna sem dugi í framtíðinni. Á að láta bankana rúlla? Í lok september ákvað ríkið að kaupa Glitni á 84 milljarða króna. Sú ákvörðun var og verður umdeild en smám saman hefur orðið ljóst að kostir ríkisins voru ekki margir. Hefði verið ákveðið að lána bankanum er enginn vafi á því að Seðlabankinn hefði orðið að svara öðrum íslenskum bönkum með sama hætti gegn hliðstæðum veðum. Með því að kaupa hlutabréf í bankanum horfir málið öðru vísi við. Sérhver hlutabréfakaup verða sjálfstæð ákvörðun. Í síðasta tölublaði Vísbendingar var um það rætt með hvaða hætti bankinn hefði verið verðmetinn í þessu viðskiptum en nú er komið í ljós að engin vísindi voru á bakvið verðið og prósentuna sem keypt var. Kaupþing fékk lán í Seðlabankanum gegn veði í FIH-bankanum danska. Sumir hafa talið þetta sýna mismunun milli banka. Svo er þó alls ekki því að FIH hefur verið afar traustur banki og mun sterkari eign en lán með veði í íslenskum bílum. Nú eru uppi hugmyndir um að Glitni verði þrátt fyrir allt gerður gjaldþrota. Menn vilja með öðrum orðum að ríkið hætti við samninginn og finni sér ástæðu til þess að losna út úr kaupunum. Eigendur Glitnis og bankaráðsformaður, sem fyrir skömmu töldu tilboð ríkisins jafnast á við stærsta bankarán sögunnar, keppast nú við að sanna að ríkið sé bundið af samningum þeim sem áður voru sagðir svo svívirðilegir. Ákvarðana er þörf Vandinn hér á landi er örugglega meiri en vera þyrfti vegna þess að bæði bankarnir, eigendur þeirra, eftirlitsaðilar og stjórnvöld fóru allt of seint af stað. Við því verður ekki gert úr því sem komið er. Nú er mikilvægast að menn vinni eftir áætlun sem heldur vatni og hefur tiltrú almennings og lánadrottna. Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar verður fjármálaeftirlitið með Jón Sigurðsson í forsvari stjórnandi aðgerðanna. Líklega hefur engum íslenskum embættismanni verið falin jafnmikil ábyrgð áður. Auðvitað gerir það ástandið enn erfiðara en ella að enginn veit hvað gerist í útlöndum. Það leysir ekki vandann að fara í fýlu vegna þess að ekki var hægt að tala við alla fyrst. Á slíkum tímum er það ekki ráðlegt að slíta stjórnarsamstarfi eða varpa á dyr þeim fáu mönnum sem þora að taka ákvarðanir.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.