Vísbending


Vísbending - 13.02.2009, Blaðsíða 2

Vísbending - 13.02.2009, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 7 . t b l . 2 0 0 9 Hver drap Kaupþing? Í nóvember síðastliðnum hélt fyrrver-andi stjórnarformaður Kaupþings, Sigurður Einarsson, erindi í Stokk- hólmi. Fyrirlesturinn nefndi hann: The Kaupthing Murder Mystery. Í honum fór hann yfir hvað hefði valdið falli bankans. Sumt af því hefur komið fram annars staðar en þó er fróðlegt að rýna í skoðanir stjórnarformannsins sem er greinilega ekki á sömu skoðun og Svíinn Mats Josefsson sem nýlega skilaði af sér skýrslu um íslenska bankakerfið. Josefsson sagði: „Allar viðskiptaákvarðanir í bönkunum voru teknar af bankastjórum og stjórnum bankanna. Þess vegna tel ég að enginn bankanna geti frýjað sig ábyrgð. Þeir vilja kannski kenna öðru um. Það gætu verið endurskoðendur. Það gæti verið Fjármálaeftirlitið. Það gæti verið ríkisstjórnin. Það gæti verið nánast hver sem er. En að mínum dómi væri það engin afsökun til að axla ekki ábyrgð. Þegar allt er talið er ábyrgðin ætíð þeirra.“ dæmis hafi komið fram í tryggingum einstakra á þjóða á innlánsreikningum sinna banka. Alþjóðleg bankastarfsemi á Íslandi hafi ekki bara byggst á litlum gjaldmiðli heldur minnsta gjaldmiðli í heimi. Íslenski seðlabankinn hafi ekki byggt upp nægilegan gjaldeyrisforða til þess að geta tryggt lausafé ef áföll dyndu á. Á meðan einkamarkaðurinn hafi keppst við að byggja upp alþjóðlegt fjármálakerfi hafi íslenska ríkið farið á hraða snigilsins. Ekkert hafi gerst í utanríkismálum til þess að taka upp alþjóðlega mynt. Ísland hafi verið einangrað í alþjóðasamfélaginu þegar það þarfnaðist stuðnings. Besta leiðin til þess að endurvinna traust á hagkerfinu væri að sækja um aðild að Evrópusambandinu eins og Svíar og Finnar hafi gert á tíunda áratugnum. Sigurður segist hafa varað við því frá árinu 2003 að íslenska krónan hafi verið of hátt skráð, að Seðlabankinn þyrfti að safna gjaldeyrisvarasjóði og að ekki gengi að hafa viðvarandi viðskiptahalla. Vegna hárra vaxta Seðlabankans hafi íslenskir fjárfestar hugað meira að skammtíma- en langtímafjárfestingum. Útlendir braskarar hafi laðast að háum vöxtum og hugsað með sér að þeir myndu ná að forða sér úr landi áður en að hruninu kæmi. Einhverjir aðrir sætu uppi með Svarta-Péturinn. Eins og eiturlyfjafíkn Vegna hávaxtastefnu Seðlabankans löðuðust útlendir fjárfestar að íslensku krónunni. Hún hækkaði enn meira í verðgildi og lækkaði þannig verð á innfluttum vörum og vann að þessu leyti gegn verðbólgu. Hins vegar hafði hún ekki áhrif á innlent verðlag eins og að var stefnt og vextir urðu enn að hækka í eins konar vítahring. Sigurður segir: „Ég held því ekki endilega fram að Seðlabanki Íslands hafi staðið sig illa, heldur að hugmyndin um gjaldmiðil fyrir 300 þúsund manns var vonlaust markmið. Alveg eins og Ísland stendur ekki hlutfallslega betur í bílaframleiðslu en umheimurinn stendur landið ekki betur í framleiðslu gjaldmiðils en aðrir. Með sama hætti og við flytjum inn bíla hefðum við átt að taka upp einhverja aðra mynt. Evran með fullri aðild að ES er augljós kostur.“ Gordon og Davíð Sigurður rekur í nokkrum liðum hvernig íslensk yfirvöld hafi gert mörg mistök. Hann hafi ekki vitað af þjóðnýtingu Glitnis fyrirfram en hafi strax varað við því að hún hefði dómínó-áhrif. Ekki hafi verið hlustað á þau orð. Ríkið hafi haldið að Glitnir fengi sömu lánshæfiseinkunn og ríkið við yfirtökuna. Þvert á móti hafi lánshæfi ríkisins hrunið við þessa ákvörðun. Neyðarlögin hafi verið flaustursleg og beinlínis sett íslenska innistæðueigendur í forgang yfir útlenda. Því hafi verið ástæða til þess fyrir Breta að óttast um að fjármunir yrðu fluttir frá London. Bankastjóri Seðlabankans hafi lýst því yfir í sjónvarpi að skuldir í útlöndum yrðu aðeins að litlu leyti greiddar. Þáttur Gordons Brown í falli Kaupþings gleymist ekki. Í stað þess að nýta sér möguleikann á því að þjóðnýta Singer og Friedlander hafi hryðjuverkalögum verið beitt með skelfilegum afleiðingum. Innistæður hafi verið færðar til ING Direct. Viku seinna hafi ING fengið 10 milljarða evra innspýtingu frá ríkinu. Það sýndi að bankar frá litlu myntsvæði geti aldrei keppt við banka stórþjóðanna á jafnréttisgrundvelli. Af þessu eigi menn að læra eftirfarandi lexíu: „If you can’t beat them, join them.“ Ánægður með Kaupþing Sigurður rakti hvað bankinn hefði gert til þess að verja sig fyrir gengisáhættu og verðbólgu á Íslandi. Þetta hafi þó ekki nægt til þess að standa af sér óveðrið. Hann segir að sérfræðingar í áhættustýringardeild Kaupþings gætu tekið undir með Isac Newton sem sagði fyrir um 300 árum: „Ég get reiknað út gang himintunglanna, en ekki brjálæði fólks.“ Einhverjir kynnu að ætla að fyrst Kaupþing hafi ekki staðist áhlaupið á Singer og Friedlander bankann í London hafi þar með sannast að bankinn hafi ekki verið í lagi. En það sanni ekkert. Enginn banki geti staðist slíkt áhlaup. Sigurður segir í lokin að kannski velti áheyrendur því fyrir sér hvort Kaupþing hafi aðeins verið fórnarlamb. Gerði bankinn ekkert rangt? Hann svarar því að stjórnendur hefðu átt að draga úr umfangi hraðar en þeir gerðu. Rétt hefði verið að færa höfuðstöðvarnar frá Íslandi eins og hann hafi kynnt í ræðu á aðalfundi árið 2006. Saga Kaupþings hafi vissulega verið ævintýri en ekki endi öll ævintýri vel. Meginniðurstaða Sigurðar er nefnilega sú að Kaupþing hafi ekki dáið eðlilegum dauðdaga. Alþjóðleg bankastarfsemi á Íslandi hafi ekki bara byggst á litlum gjaldmiðli heldur minnsta gjaldmiðli í heimi. Á hraða snigilsins Sigurður hóf ræðu sína á því að þetta yrði í fyrsta sinn í tíu ár sem hann talaði opinberlega í Svíþjóð án þess að vera spurður: Hvaðan koma peningarnir? Hann segir svo að í morðsögunni um Kaupþing megi skipta plottinu í þrjú meginstef: Alþjóðleg fjármálakreppa sem er afleiðing af allt of veikri peningastefnu undangengin ár. Stefnan hafi verið sérstaklega misheppnuð á Íslandi þar sem viðskiptahallinn hafi verið 20% og peningamagn í umferð hafi aukist óhóflega. Ójafnvægið hafi verið gífurlegt. Þó að Kaupþing hafi valið að vaxa utan Íslands hafi leiðrétting á þessu jafnvægisleysi lent á bankanum af sama krafti og keppinautunum. Alþjóðlegur fjármálamarkaður hafi verið undir eftirliti stofnana í einstökum ríkjum. Yfirsýn hafi skort og þegar til vandræða kom hafi menn keppst við að yfirtrompa nágrannalöndin eins og til

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.