Vísbending


Vísbending - 20.02.2009, Blaðsíða 4

Vísbending - 20.02.2009, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 8 . t b l . 2 0 0 9 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Aðrir sálmar Auðmenn eiga ekki sjö dagana sæla þessa dagana. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, vill að reynt verði að finna fé þeirra auðmannanna sem hafi valdið hruni fjármálakerfisins og sem geymt sé í „skattaskálkaskjólum“ erlendis eins og hann kallar það. Hann telur að þetta fé geti samtals numið 500 til 1.000 milljörðum króna og auðmennirnir eigi að „sjá sóma sinn í því“ að skila því til Íslands. Ef ekki, þá geri þeir sjálfa sig útlæga og verði ekki vært hér á landi fyrir reiði almennings. „Þessir 40-50 menn sem stóðu að þessu eiga að vera á válista hjá bönkunum. Bankarnir eiga ekki að eiga viðskipti við þá,“ sagði Atli í Silfri Egils 22. febrúar. Atli vill láta frysta eigur þessara einstaklinga vegna hugsanlegrar skaðabótaskyldu því augljós brotastarfsemi blasi við í nokkrum málum. Atli segist enn binda vonir við rannsókn hins sérstaka saksóknara en er „að verða býsna óþolinmóður.“ Öðruvísi mér áður brá. Í ágúst árið 2007 stóð Fréttablaðið fyrir vali á besta auðmanni Íslands. Álitsgjafar fengu leiðbeiningar: „NEFNA SKAL ÞRJÁ EFTIRLÆTISAUÐMENNINA OG META ÞÁ EFTIR EFTIRFARANDI ÞÁTTUM: Gott að fá einhver rökstuðning með valinu. Kvót sem birt verða með. a) Stíll og ásjóna. Klæðnaður og útlit. Hvernig er fatastíll þeirra. Hafa þeir gott sjónvarpsútlit (a la Kennedy til dæmis). Hvernig bera þeir sig og hafa þeir góðan smekk? b) Hegðun og framkoma. Þennan þátt má meta eftir því til dæmis hvernig auðmennirnir koma fyrir á opinberum vettvangi. Eru þeir orðheppnir? Hvaða einkunn gefurðu þeim fyrir góðverk sín? Hvernig koma þeir fyrir í viðtölum? Hvernig hafa þeir hagað sér í viðskiptalífinu – sem sjentilmenn eða óþokkar? c) Munaður og lúxus. Hver á flottustu bílana og kann best að nýta sér lífsins lystisemdir? Hver á flottustu flugvélarnar og húsin? Hver lifir öfundsverðasta munaðarlífinu?“ Í efstu sætum urðu: Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björgólfs- son og Jóhannes Jónsson. Er ekki tímabært að endurtaka leikinn? bj Hver lifir öfundsverðasta munaðarlífinu? Í framhaldi af birtingu einkunnagjafar sveitarfélaga viljum við koma eftirfarandi á framfæri um kvarða Vísbendingar: Það hefur lengi verið ljóst að hjá Reykjanesbæ eru meðallaun mun lægri en t.d. á höfuðborgarsvæðinu og þar af leiðandi þær skatttekjur sem bærinn fær mun lægri. Á sama tíma er Reykjanesbær að veita opinbera þjónustu en opinberir starfsmenn hafa sömu laun hvar sem er á landinu. Þrátt fyrir að kostnaður við að veita þjónustuna sé bænum því hlutfallslega dýrari, leggur hann áherslu á góða þjónustu. Í fyrra mældist Reykjanesbær í könnun Capacent Gallup með hæstu einkunn yfir ánægju íbúa með þjónustu í sveitarfélagi. Reykjanesbær skipaði efstu sæti í nánast öllum liðum ásamt Garðabæ og Seltjarnarnesi. Þetta ár var Reykjanesbær jafnframt með mestu fjölgun íbúa á landinu. Fjölgun íbúa og vönduð þjónusta fóru því vel saman. Vísbending býr hins vegar til kvarða sem segir að það sé ekki hægt að veita góða þjónustu og fjölga íbúum ört. Þau gefa Reykjanesbæ „núll“ í einkunn fyrir að hjá bænum fjölgi ört. Það er einfaldlega ekki hægt að taka mark á slíkum kvarða. Dæmi Reykjanesbæjar sannar það. Bestu kveðjur Þórey I. Guðmundsdóttir Framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Reykjanesbæjar Athugasemd frá Reykjanesbæ vegna einkunnagjafar Að undanförnu hefur óttinn við verðhjöðnun skotið upp kollinum á Vesturlöndum. Vegna þess að Seðlabankinn og fleiri hafa spáð því að verðlag á Íslandi lækki á seinni hluta árs hafa sumir spurt sig hvort verðhjöðnun gæti orðið á Íslandi og ef svo væri hvaða hætta sé því fylgjandi. Í 1. hefti Peningamála árið 2003 var rammagrein um efnið sem hér er byggt á. Verðhjöðnun er skilgreind sem við- varandi lækkun almenns verðlags. Lækkun verðlags í örfáa mánuði telst ekki verðhjöðnun. Almenn lækkun vöruverðs telst ekki heldur vera verðhjöðnun ef verðhækkun þjónustu vegur þyngra, þannig að verðlag lækkar ekki að meðaltali. Á sama hátt og verðbólga skýrist af umframeftirspurn í þjóðarbúskapnum er verðhjöðnun afleiðing af umframframboði. Alvarleg verðhjöðnun er líklegust þegar snarpur samdráttur í eftirspurn leiðir til þess að verð og laun lækka. Slík þróun fer því oft saman við stöðnun eða samdrátt og vaxandi atvinnuleysi. Þær aðstæður gætu einmitt verið á Íslandi nú. Verðhjöðnun getur verið góðkynja eða illkynja. Góðkynja má kalla verðhjöðnun sem stafar af vaxandi framleiðslu og framleiðni eða bættum viðskiptakjörum. Góðkynja verðhjöðnun er ekki með öllu hættulaus, ef við slíkar aðstæður verða ytri áföll sem kalla annaðhvort á tímabundna lækkun raunlauna eða neikvæða raunvexti. Þá Hætta á verðhjöðnun? getur tregða við lækkun nafnlauna og það að nafnvextir verða vart lægri en núll leitt til aukins atvinnuleysis. Illkynja verðhjöðnun fer saman við stöðnun eða samdrátt og vannýtta framleiðslugetu. Verðhjöðnun af þessu tagi getur orðið vítahringur. Það gerist sérstaklega ef væntingar um verðhjöðnun festast í sessi og skuldir heimila og fyrirtækja eru miklar. Raunvextir geta orðið háir, jafnvel þótt nafnvextir lækki niður í núll og raungreiðslubyrði aukist vegna þess að skuldbindingar eru með föstum nafnvöxtum. Verðhjöðnun veldur því að raunvaxtabyrði lána hækkar, án þess að á móti komi samsvarandi raunaukning eigna. Það hefur alvarleg áhrif á eignastöðu skuldara, eins og mörg dæmi eru um, einkum ef eignaverð fellur. Dæmi um þetta er heimskreppan mikla á fjórða áratug liðinnar aldar, þegar sérlega illkynja verðhjöðnun átti sér stað víða um heim, sem magnaðist af völdum fjármálakreppu, hagstjórnarmistaka og verndarstefnu. Hætta á raunvaxtahækkun vegna verðhjöðnunar er lítil hérlendis vegna verðtryggingar sem getur lækkað höfuðstól lána. Almennt er ráð við verðhjöðnun að örva eftirspurn nægilega mikið til að slakinn í hagkerfinu hverfi. Það kann þó að vera flókið ef seðlabankavextir eru þegar komnir niður undir núll, eins og nú gerist víða um heim. Íslendingar eiga nokkuð í land í þeim efnum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.