Vísbending


Vísbending - 05.10.2009, Blaðsíða 3

Vísbending - 05.10.2009, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 3 9 . t b l . 2 0 0 9 3 framhald á bls. 4 Heilahagfræði Þvert á það sem margir virðast halda er hagfræði ekki trúarbrögð. Rétt eins og í öðrum vísindagreinum leitast hagfræðingar við að finna sann- leikann. Þeir setja fram þær kenningar sem passa hvað best við sönnunargögnin en þessar kenningar eru samt sem áður í sífelldri endurskoðun. Lögmál Newtons reyndust ekki virka þegar hlutir fóru á hraða sem nálgaðist hraða ljóssins. Einstein setti þá fram afstæðiskenningu sína. Því gætu grundvallarlögmál hagfræðinnar líka gerbreyst einhvern daginn. Einfaldar forsendur Þegar hagfræðingar setja fram líkön gefa þeir sér yfirleitt ákveðnar forsendur sem stundum eru á skjön við raunveruleikann. Ein er sú að fólk og fyrirtæki velji ávallt þá kosti sem skila þeim sjálfum mestri velsæld eða hagnaði. Því þurfi allir aðilar í viðskiptum að hafa fullkomnar upplýsingar til þess að vita alltaf hver er besti kosturinn. Fæstir hagfræðingar eru þó svo veruleikafirrtir að halda að þetta lýsi raunveruleikanum fullkomlega. Fólk tekur illa ígrundaðar skyndiákvarðanir og hefur ekki fyrir því að leita alltaf að besta kostinum, enda kostnaðurinn við að leita oft meiri en ábatinn. Þessar forsendur hafa hins vegar gert hagfræðingum kleift að setja fram stærðfræðileg líkön sem eru forsenda þess að geta mælt hinar ýmsu hagstærðir, dregið ályktanir, gefið ríkisstjórnum ráð og spáð fram í tímann. Þessi aðferð hefur reynst furðuvel. Þrátt fyrir miklar einfaldanir ná hagfræðingar að útskýra mannlega hegðun (að minnsta kosti í hagkerfinu) býsna vel með slíkum nálgunum. Frumforsendur endurskoðaðar Eins og áður segir eru kenningar í hag fræði þó í sífelldri skoðun og á undanförnu hafa grunnforsendur hagfræð innar sérstaklega verið til endurskoðunar. Fyrir um það bil 40 árum fóru menn að skoða hagfræðina í ljósi kenninga í sálfræði og þá sérstaklega hvernig einstaklingar taka ákvarðanir. Kahneman og Tversky endurbættu til dæmis forsendur um það hvernig fólk metur áhættu og hlutu Nóbelsverðlaun fyrir. Þeir tóku eftir því að fólk bregst með mismunandi hætti við áhættu eftir því hvort það stendur frammi fyrir hugsanlegum gróða eða tapi. Aðrir tóku eftir því að fólk tekur ekki aðeins rangar ákvarðanir heldur er það fyrirsjáanlegt hvenær það tekur rangar ákvarðanir og „í hvaða átt“ þessar ákvarðanir eru rangar. Upp úr þessu spratt ný undirgrein hagfræðinnar, svokölluð hegðunarhagfræði. Hegðunarhagfræðin hefur ennþá ekki kollvarpað neinum kenningum sem voru til áður, en hefur reynst verðmæt viðbót. Til eru dæmi um að yfirvöld hafa notað hegðunarhagfræðina til þess að móta stefnu sem hjálpar fólki að forðast slæmar ákvarðanir og taka frekar betri ákvarðanir án þess þó að það skerði endilega valfrelsi fólks. hefðbundnar forsendur hagfræðinnar myndi sá sem skiptir láta jafnlítið af hendi og hann kæmist upp með, það er ein króna, og hinn myndi samþykkja, þar sem hann væri betur settur með eina krónu en enga. Í raunveruleikanum gerist þetta öðruvísi. Sá, sem skiptir bunkanum, skiptir honum yfirleitt í frekar jafna parta. Um helmingi af mjög ójöfnum skiptingum er hafnað. Í rannsókn var komið fyrir búnaði til þess að skanna heilastarfsemi þátttakenda á meðan á leiknum stóð. Í heila þeirra sem fengu „ósanngjarnt“ tilboð, 10 – 20% af heildarfjárhæðinni, var virknin mikil á stöðum þar sem neikvæðar tilfinningar skapast. Einnig lýstust upp svæði sem eru virk þegar fólk á í innri átökum við sjálft sig. Það gefur í skyn innri baráttu vegna ábatans við að eignast peninga og vanlíðan yfir því að hafa orðið fyrir óréttlæti eða öfund yfir að hinn hafi fengið of stóran hlut. Þessi rannsókn sýnir mikilvægi tilfinninga í viðskiptum. Aðrar rannsóknir hafa komist að svipuðum niðurstöðum, það er því að ákvarðanir fólks séu ekki alltaf rökréttar heldur stjórnist meðal annars af hvernig samskipti hafa verið við aðra áður en ákvörðunin er tekin. Bæði tækninni og skilningi á heilanum fleygir fram um þessar mundir. Taugasérfræðingar og hagfræðingar sem hafa sérhæft sig á þessu sviði vonast til þess að heilahagfræðin muni hafa mikið að segja. Þeir telja að með nýjum skilningi á heilastarfsemi sé hægt að skapa ný viðmið eða lögmál sem nota megi sem grunn fyrir nýjar hagfræðikenningar. Hverju mun þetta breyta í hagfræði? Margar nýjar greinar innan hagfræðinnar hafa skotið upp kollinum. Á fimmta áratug 20. aldar kom leikjafræði til sögunnar, en hún skoðar hver er besta leikaðferð hvers þátttakanda að því gefnu hvað aðrir gera. Þannig hefur tekist að útskýra hegðun ýmissa aðila á markaði. Flestar þessara nýju undirgreina hafa þó valdið miklum vonbrigðum. Með leikjafræðinni vonuðust menn til þess að hægt væri að sjá hvort fyrirtæki væru með samráð eða að nýta sér einokun, einfaldlega með því að bera markaðsniðurstöður saman við niðurstöðu tilbúinna leikja. Það reyndist ekki ganga upp. En þótt leikjafræðin og fleiri greinar hafi ekki staðið undir fyrstu væntingum þá hafa þær hjálpað til við að bæta skilning á hagkerfinu og orðið órjúfanlegur hluti af hagfræðinni. Heilahagfræðin Með framförum í öðrum vísindagreinum hafa hagfræðingar fleiri tæki til að styðjast við en áður. Nú hafa þeir tekið upp samstarf við taugasérfræðinga og ný undirgrein hefur myndast sem hefur verið kölluð heilahagfræði eða taugahagfræði (e. neuroeconomics). Hún horfir mest á ákvarðanir einstaklinga um hagfræðileg efni og er því stundum flokkuð með hegðunarhagfræði. Taugavísindamenn hafa áður notað ýmis verkfæri úr hagfræði (t.d. leikjafræðina) til þess að hjálpa til við að skilja ýmsa þætti í starfsemi heilans og nú eru þeir að launa greiðann. Þessi fræði hafa þegar gefið vísbendingar sem styðja ýmsar algengar forsendur, en einnig að aðrar gæti þurft að endurskoða. Notuð er fullkomin tækni á borð við heilaskanna til þess að komast að því hvernig mismunandi heilavirkni hefur áhrif á ákvarðanir fólks. Til dæmis hafa menn skoðað virkni í heilanum meðan fólk (eða dýr) eru látin taka þátt í hagfræðilegum leikjum. Einn slíkur leikur er kallaður úrslitakostir (e. the ultimatum game). Í honum eru þátttakendur tveir. Annar skiptir ákveðinni upphæð á milli þeirra, segjum 10.000 krónum. Hinn ákveður hvort hann samþykkir skiptinguna og þeir fá hvor sinn hlut eða hafnar skiptingunni og þá fær hvorugur nokkuð. Miðað við

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.