Vísbending


Vísbending - 29.06.2009, Blaðsíða 4

Vísbending - 29.06.2009, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 2 6 . t b l . 2 0 0 9 framhald af bls. 3 framhald af bls. 1 Aðrir sálmar Þetta er merkilegt Margir halda því fram að mikil ógn steðji að íslenskum landbúnaði ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið. Um það er ekki deilt að búskaparhættir munu breytast. Oft virðist það gleymast í umræðunni að sú þróun hefur staðið býsna lengi. Það virðist hafa farið framhjá sumum. Þór Vigfússon, fyrrverandi skólameistari á Selfossi, er alinn upp í sveit og lærði á sínum tíma í Austur- Berlín. Hann er trauðla einn af forkólfum nýfrjálshyggjunnar. Í þættinum Út og suður í sjónvarpinu 28. júní 2009 talaði hann um mjólkurframleiðslu í Ölfusinu þar sem hann býr: „Ölfusið er einhver besta sveit til hefðbundins búskapar á Íslandi. Feykilega landmikil jörð, grasgefin og það er nóg af heitu vatni og köldu vatni. Þegar Jarðabókin fræga var gerð árið 1707 voru 90 býli í Ölfusinu, fleiri en í nokkrum öðrum hreppi. Árið 1960 eru í Ölfusinu 62 mjólkurframleiðendur og hafa aldrei verið fleiri í nokkrum hreppi á Íslandi. Svo hefur framþróunin verið hraðari en nokkru sinni fyrr og fyrir ellefu árum gerði ég sérstaka könnun á því hvað það væru margir mjólkurframleiðendur í Ölfusinu. Þá voru þeir fjórir. Þá var komið mjög til siðs að koma upp gistihúsum allskyns með alls konar veitingum og það vildi svo til að í Ölfusinu voru fjórir barir. Núna er einn mjólkurframleiðandi í Ölfusinu, raunar með margar kýr og framleiðir mikið af mjólk, bar á öllum öðrum bæjum og margir barir á sumum. Svona er þetta. Afkoma Ölfusinga hefur aldrei verið betri. Þetta er svolítið merkilegt.“ Skólameistarinn er örugglega hliðhollur bændum. Íslendingar mikla fyrir sér vandann við breytingar, en gleyma því að hugsa hvort það sem við tekur sé kannski miklu betra. Á sínum tíma greiddu sumir þingmenn atkvæði á móti litasjónvarpi. Sala á bjór mætti mikilli andstöðu og var margfelld í þinginu. Þúfnabaninn var tæki sem sléttaði tún. Margir bændur voru mikið á móti honum vegna þess að yfirborð þýfðra túna væri stærra en sléttra. Sá sem hefði sagt Ölfusingum það árið 1960 að afkoma þeirra yrði miklu betri, ef mjólkurbúskapur legðist nánast af, hefði verið talinn geggjaður. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Mynd 3: Útgjöld ríkissjóðs vegna atvinnuleysisbóta. Upphæðirnar eru í milljörðum króna Áætlað út frá meðal fjölda atvinnulausra og atvinnuleysisbótum á hverjum tíma Áætlað út frá meðalfjölda atvinnulausra og atvinnuleysisbótum á hverjum tíma. til muna þegar stutt er í að tímamörk á bótum renni út. Líkurnar minnka hins vegar talsvert ef bæturnar hækka. Enn berast fréttir af atvinnurekendum sem eiga í vandræðum við að manna störf. Margir hafa ekki enn sætt sig við að þurfa að taka verra starfi en þeir höfðu. Þá hefur andinn í þjóðfélaginu breyst í þá veru að mönnum þykir ekki lengur skammarlegt að vera atvinnulausir og þiggja bætur. Aukið eftirlit gerir takmarkað gagn við að koma fólki aftur í vinnu. Stærra bil milli atvinnuleysisbóta og lágmarkslauna myndi ef til vill hafa vinnuhvetjandi áhrif. Kári S Friðriksson styrkja krónuna. Því miður hafa væntingar um þetta ekki gengið eftir. Ástæðan er væntanlega sú að gjaldeyrisforði Íslendinga er mjög takmarkaður og Seðlabankinn hefur heykst á því að grípa inn í markaðinn með gjaldeyriskaupum. Auk þess sem gjaldeyrisforðinn er takmarkaður er ótti erlendra en ekki síður innlendra fjárfesta við krónuna svo mikill að þeir grípa öll tækifæri til þess að kaupa öruggan gjaldmiðil fegins hendi. Raungengi það sem Íslendingar búa við núna hlýtur að hafa mjög alvarlegar afleiðingar ef það festist. Það þýðir að laun hér á landi eru mun lægri en erlendis. Margir eru tilbúnir að leggja á sig byrðar tímabundið til þess að sigla gegnum erfiðleikana, en til lengri tíma litið leiðir núverandi ástand til fólksflótta. Ungt fólk mun leita starfa í útlöndum að námi loknu og þeir einstaklingar sem eiga auðvelt með að fá vinnu erlendis munu eflaust ekki hugsa sig tvisvar um, þegar þeim bjóðast störf utan landsteinanna. Þar er ekki síst um að ræða hámenntað fólk eins til dæmis og lækna og tölvunarfræðinga. Raungengið er nú um það bil helmingi lægra en fyrir þremur árum. Erlendar skuldir hafa því að jafnaði tvöfaldast á þessum tíma. Enn og aftur ýtir þetta undir það að allra leiða sé leitað til þess að ná tökum á peningamálum þjóðarinnar. Eina raunhæfa leiðin í því er að ganga í Evrópusambandið og myntbandalagið. Verðlag úr böndum? Verðbólgan hefur nú aftur látið á sér kræla. Hún er nánast öll vegna stjórnvaldsákvarðana. Álögur á áfengi og tóbak annars vegar og lækkað gengi hins vegar valda meira en helmingi hækkunarinnar. Í pípunum er hækkun á bensíngjaldi og svonefndur „sykurskattur“ sem leggjast mun á kolsýrt vatn og sykurlausa gosdrykki. Það veldur miklum áhyggjum að við verðbólgumælinguna mun vera notað húnæðisverð sem byggir á makaskiptum. Þetta eru svipuð vísindi og þegar verðið á Sterling-flugfélaginu hækkaði stöðugt vegna þess að á móti voru settar eignir sem sagt var að kostuðu miklu meira en þær gerðu í raun og veru. Sú aðferð til verðlagningar gafst illa í hlutabréfaviðskiptum og hún er ekki betri við fasteignakaup. Allra síst ætti Hagstofan að nota slíkar tölur. Þrátt fyrir allt er gott að ríkisstjórnin sýnir loks með sér lífsmark. Stjórnmálamenn verða að hætta að láta eins og ástandið sé skárra en það er. Enginn stjórnmálamaður getur boðið upp á annað en þrengingar næstu árin. Þær eru hins vegar til einskis, ef þær duga ekki til þess að komast út úr vandanum. Fimm mán. 2009

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.