Vísbending


Vísbending - 11.09.2009, Blaðsíða 2

Vísbending - 11.09.2009, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 3 6 . t b l . 2 0 0 9 framhald á bls. 4 Hvers vegna leggst kreppan með meiri þunga á þróunarlönd? Stefán Jón Hafstein Umdæmisstjóri Þróunarsam- vinnustofnunar í Malaví Fljótt á litið kynni að ætla að fjármálakreppan sem skekur banka-heiminn á Vesturlöndum kæmi ekki illa niður á fátækustu þróunarlöndunum. Bankar í fátækum löndum voru að mestu leyti utan við flókin afleiðuviðskipti, áhættusækni og undirmálslán sem komu stóru bönkum ríku landanna á kaldan klaka. Að undanskilinni Nígeríu (þar sem ríkti íslenskt ástand með tilheyrandi veðlausum ofurlánum til klíkufélaga) voru flestir bankar í Afríku í skjóli fyrir fyrstu áhrifum af falli fjármálastofnana. Þróunarríkin hafa því ekki orðið að grípa til kostnaðarsamra björgunaraðgerða sem kosta iðnveldin nú þúsundir milljarða dala. Afleiðingar kreppunnar láta hins vegar ekki á sér standa. Þær má reikna í beinhörðum tölum: Í ár falla tugir milljóna manna niður fyrir hin skilgreindu fátækarmörk og mörg hundruð þúsund ungbörn hljóta ótímabæran dauðdaga vegna kreppunnar. Peningaflæðið minnkar Nokkrar meginástæður eru fyrir því að þróunarlöndin finna harkalega fyrir kreppunni: Peningasendingar heim frá farandverkamönnum minnka, verslun dregst saman og hrávöruverð lækkar, erlend fjárfesting minnkar og þróunaraðstoð líka. Þegar allt þetta gerist samtímis eru afleiðingarnar hörmulegar. Nú þegar hefur dregið úr því að farandverkamenn sæki til ríku landanna í leit að atvinnu og góðum tekjum, þótt straumurinn hafi ekki snúist við því flestir virðast ætla að bíða af sér kreppuna í gistilandi. En á meðan senda þeir minna fé heim. Þessar heimsendingar voru fyrir kreppu taldar nema á bilinu 300-400 milljörðum bandaríkjadala á ári, eða meira en þrefaldri allri þróunaraðstoð í heiminum. Samdráttur gæti numið í kringum 20% í ár og á næsta ári. Í mörgum þróunarríkjum skipta þessar tekjur miklu máli, og geta numið frá 20% af þjóðarframleiðslu sem er ekki fátítt og upp í um 40% (Tadsjikistan 43%). Þessar greiðslur rata venjulega beint í vasa alþýðu og koma yfirleitt mest til góða smáfyrirtækjum heimamanna á hverjum stað. Skaðinn er því tilfinnanlegur. Verslun og lán dragast saman Heimsverslun á þessu ári dregst saman í fyrsta skipti í 80 ár. Hún er auðvitað að langmestu leyti milli ríkra landa innbyrðis. En samdráttur í innflutningi þeirra skaðar líka þróunarlöndin, hrávöruverð lækkar og eftirspurn minnkar; svonefnd ,,suður-suður“ verslun sem er ekki jafn næm fyrir kreppunni er aðeins 10% af heildarviðskiptum heimsins. Afríka sunnan Sahara tapar nær 500 milljörðum dala árin 2009-10 vegna minni viðskipta en áður. Stór hluti samdráttarins er vegna lækkandi olíuverðs, en smái hlutinn skiptir miklu fyrir þá sem minnst hafa milli handa. Málmar, baðmull, kaffi, kókó, tóbak og aðrar landbúnaðarvörur lækka í verði og seljast síður. Blómasölukonur í Keníu missa stóran hlut af sölu til velmegandi millistéttarheimila í Evrópu sem nú spara við sig. Einstök lönd eru mjög háð einni eða tveimur vörutegundum, til dæmis gefur tóbak af sér 70% af útflutningstekjum Malaví. Sambía hefur tapað 25% af námastörfum landsins, en koparnámur eru megintekjulind. Vöruskiptahallinn eykst og gjaldeyrisforðinn er hættulega lítill hjá þeim löndum sem tæpast standa. Iðnveldin (Evrópusambandið og BNA) og nýveldin (Kína, Rússland, Brasilía, Indland) eru í þeirri stöðu að örva efnahagslífið með gríðarlegri innspýtingu í formi skulda eða úr varasjóðum, en þessi möguleiki er ekki til í þróunarlöndum; 75% prósent þeirra hafa hvorki lánstraust né varasjóði. Lánveitendur eru enn mjög áhættu - fælnir og því minnkar bein fjárfesting erlendra fyrirtækja í þróunarlöndum. Samdráttur í beinum erlendum fjárfest- ingum í þróunarlöndunum var 20% árið 2008 og heldur áfram. Eitt af fátækustu löndum heims, Mósambík, sér tækifæri í náma- og orkuvinnslu gufa upp þegar fjárfestar halda að sér höndum. Vegna fjölbreytileika hagkerfanna eru afleiðingarnar misjafnar. Olíuríkjum eins og Angóla, Súdan og Nígeríu er minni vorkunn en þeim sem lítil náttúruauðævi hafa. En á heildina litið er skaðinn mikill og margfeldisáhrifin þegar allt leggst á eitt meiri en fátæku löndin hafa kynnst um langa hríð. Þarf að leita aftur til skuldakreppunnar á áttunda áratuginum eftir samlíkingu. Samdráttur í stað aukningar Ætla mætti að þegar allar helstu tekjulindir fátækra ríkja þornuðu upp kæmi aukin þróunaraðstoð. Því fer fjarri. Enn sem komið er vita menn ekki hve mikið þróunaraðstoð dregst saman frá árunum eftir aldamót. Fyrir kreppu lögðu G7-ríkin svonefndu um 50 milljörðum dala minna fram en þau lofuðu á leiðtogafundinum kenndum við Gleaneagles að gera fyrir 2010. Það er því eðlilegt að spurt sé: Úr því að ekki var staðið við loforð á góðæristímum, hverjar eru líkurnar í kreppu? Svarið er: Engar og það sést. Örfá ríki munu standa við hið hátíðlega loforð um að veita 0,7% af þjóðarframleiðslu í þróunaraðstoð, en það er hlutfall af minni köku en áður þegar framleiðsla dregst saman. (Meðal þeirra eru Svíþjóð, Danmörk, Finnland og Írland auk Hollands). Önnur ríki, eins og Ísland, draga saman bæði sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og í beinhörðum peningum. Og jafnvel þótt tölur á fjár- lögum fari bara lítið eitt niður á við, þá fæst miklu minna fyrir verðminni gjaldmiðla eins og krónur, pund og dali sem hafa fallið í verði. Þróunaraðstoð dregst því mikið saman meðan þörfin er miklu meiri en áður. Fjármálaráðherrar Afríku telja að erlend framlög þurfi að aukast um 50 milljarða dala í ár og svipað á næsta ári aðeins til þess að jafna út áhrif kreppunnar fyrir fátækustu ríkin. Viðbrögð í ríku löndunum hafa þó ekki bara verið niðurskurður. G20-ríkin (sem skapa 90% af heimsframleiðslunni) hétu að leggja fram þúsund milljarða dala til að styrkja alþjóðlegar fjármálastofnanir. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn fékk stóran hlut til að liðka til og auka gjaldeyrisforða með lánalínum og öðrum ráðstöfunum til þess að ríki færu ekki í þrot. Af þessum þúsund milljörðum dala eru samt aðeins 50 milljarðar beint merktir þróunarlöndum. Kreppan gerir vont verra Kreppan hefur bein áhrif á líf og dauða í fátæku löndunum. Fyrri samdráttarskeið hafa sýnt beint samband milli niðurskurð- Lánveitendur eru enn mjög áhættu- fælnir og því minnkar bein fjárfesting erlendra fyrirtækja í þróunarlöndum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.