Vísbending


Vísbending - 27.03.2009, Blaðsíða 2

Vísbending - 27.03.2009, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 1 3 . t b l . 2 0 0 9 Hvað er CAD-hlutfall? Líklega átta stjórnendur Seðlabankans sig ekki á því hve alvarleg skilaboð gengisfellingin gefur. Ofan á allt annað bætist að bankinn ræður ekkert við gengi krónunnar þrátt fyrir víðtæk höft og jákvæðan vöruskiptajöfnuð. Vissulega má vel samþykkja þá skoðun að æskilegt væri að afnema höftin hið bráðasta. Líkleg afleiðing þess væri að krónan veiktist mjög mikið í einu vetfangi. Ekki liggja á lausu upplýsingar um hve miklar eignir útlendinga hérlendis eru í krónum talið, en líklegt að þær séu á milli 300 og 500 milljarðar króna. Á svartamarkaðsgenginu eru þetta líklega milli 1,2 tog 2 milljarðar evra. Davíð Oddsson talaði um það í frægri ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að hann hefði viljað efna til uppboðs á þessum eignum útlendinga í nóvember. Þessi leið hefði eflaust hreinsað stóran hluta af „hræddu krónunum“ en ef rétt er skilið vildi IMF ekki hafa slíkan tvöfaldan markað. Í stað þess er nú tvöfaldur markaður með höftum. Í desember voru leiddar að því líkur í Vísbendingu að án hafta yrði gengisfellingarskellurinn mun meiri en ella en jafnvægisgengið hins vegar lægra. Skuldir snarhækka á ný Eftir miklar væntingar um stýrivaxtalækkun ákvað bankinn að lækka vexti um eitt prósentustig niður í 17%. Þetta þýðir að miðað við verðbólguhraðann eru raunvextir hér á landi nú um 15%. Undir öllum eðlilegum kringumstæðum væri gengi krónunnar mjög stöðugt eða færi hækkandi en það hefur sem fyrr segir hrapað þrátt fyrir hin víðtæku höft. Engar líkur eru á því að vaxtalækkun ein og sér myndi veikja gengið meira. Aðal áhrifaþátturinn er sem fyrr segir inngrip Seðlabankans. Ætli bankinn sér að láta krónuna síga áfram, þrátt fyrir gjaldeyrishöftin og hættuna á verðbólgu, getur hann eins lækkað vexti, óháð verðbólguvæntingum. Hættan við þessa miklu lækkun krónunnar er að skuldir heimila og fyrirtækja hækka á ný. Þeir sem vonuðust til þess að sjá mikinn bata í efnahagsreikningum fyrirtækja í þriggja mánaða uppgjöri verða fyrir vonbrigðum. Því er mjög mikilvægt að bankar ríkisins muni ekki láta stjórnast af því í innheimtuaðgerðum hvernig staðan er á þessari stundu. Raungengi krónunnar er sem stendur komið niður fyrir 70 og enginn sem hefur trú á viðreisn efnahagslífsins getur búist við því að það haldist svo lágt lengi. Loks greip ríkisstjórnin til lagasetningar vegna gjaldeyrisglufunnar. Því miður hefur hún ekki gripið til neinna ráða í efnahagsmálum. Séu einhverjar aðgerðir í undirbúningi bíða þær fram yfir kosningar. Miklu alvarlegra er þegar Seðlabankinn fylgir ekki neinni ákveðinni stefnu. Ef meiningin er að svæla erlenda innistæðueigendur út með því að veikja krónuna er eins gott að halda þeirri stefnu. Taka svo á ný upp þá leið sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segist vilja fylgja, stöðugleika krónunnar. Það hlýtur að fylgja í kjölfarið að raungengi krónunnar styrkist á ný eins og upprunalega var stefnt að. Oft eru notuð í fréttum hugtök sem leikmenn þekkja ekki vel þó að þau dynji í eyrum. Slíkt gefur sérfræðingum ákveðna yfirburði. Lesendur Vísbendingar eru líklegast betur verseraðir en fólk er flest en þó er alltaf gott að renna yfir fræðilegan bakgrunn. CAD er skammstöfun á Capital Adequacy Directive sem nefna má reglur um lágmarks eiginfé. Lágmarksfjármagn Bankar gegna mikilvægu hlutverki í lífi alls þorra fólks og sæta því eftirliti ýmissa aðila með því að þeir uppfylli ýmis skilyrði. Eitt þeirra er að eiginfé sé ákveðið lágmark til þess að mæta áhættu í rekstri. Með þessu móti vilja menn tryggja rekstraröryggi slíkra stofnana sem allra best. Árið 1974 var Basel-nefndin svokallaða stofnuð í því skyni að fá vettvang til þess að ræða eftirlit með bönkum. Nefndin hefur haft mikil áhrif á reglur á þessu sviðið allt frá stofnun. Árið 1988 var ákveðið að kynna samkomulag um reglur sem gilda skyldu á alþjóðlegum fjármálamarkaði (Basel I). Næstu 15 árin var unnið að endurbótum á þessum reglum í ljósi reynslunnar. Að þeirri vinnu lokinni leit Basel II dagsins ljós. Þær reglur byggja á þremur stoðum: 1. Lámarkseign til þess að mæta skuldum og áhættu á markaði og í rekstri. 2. Eftirlitsferli. Fjármálastofnanir verða að búa yfir innra eftirlitskerfi til þess að meta heildar þörf fyrir eiginfé miðað við þeirra eigin áhættu. Auk þess búa fyrirtækin við opinbert eftirlit. 3. Fyrirtækjum er skylt að upplýsa opinberlega um áhættu. Ríkar skyldur eru á stjórnum og framkvæmdastjórum fjármálastofnana. Samkvæmt reglunum þarf svonefnt CAD-hlutfall að vera 8,0% af eignum hið minnsta. Er þar reiknuð vegin áhætta samkvæmt ákveðnum reglum. Fjármálastofnunum ber að meta útlánaáhættu og rekstraráhættu. Stofnunum ber að meta stöðugt hættuna við einstaka skuldunauta. Í rekstraráhættu felst meðal annars hættan af því að innviðir bili, starfsmenn eða stjórnendur bregðist, hættan á stjórnvaldssektum eða málssókn. Fræðsluhornið: Með þessum nýju reglum var stefnt að því að ná fram miklu meira öryggi í rekstri banka en áður. Það er því kaldhæðnislegt að aldrei áður hefur bankakerfi heimsins verið eins illa útleikið. Þetta sýnir að jafnvel hinar flóknustu reglur geta ekki komið í veg fyrir keðjuverkun af því tagi sem nú fer um heimsbyggðina. Svarið verður þó eflaust að bæta enn við reglurnar, einkum hvað varðar lausafjárþörf, en undanfarnir dagar hafa sannað að þegar lausafé skortir verður lítið úr fyrirtækjum sem áður litu vel út á pappírunum. Samkvæmt reglunum þarf svonefnt CAD- hlutfall að vera 8,0% af eignum hið minnsta. Er þar miðað við vegna áhættu samkvæmt ákveðnum reglum. framhald af bls. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.