Árblik - 01.05.1930, Blaðsíða 4

Árblik - 01.05.1930, Blaðsíða 4
4 ÁRBLIK á hátt sem við ekki enn þekkj- um hver er, Við vitum svo lítið um þetta og ótal margt fieira hvernig það gerist. Við verðum að láta okkur nægja að vita, að það gerist. í þessum tilfellum að fá reynslu fyrir því að hugsunin er kraftur eem ber skeyti frá ein- um anda til hins — aðallega milli þeirra, sem eru samstiltir hverir að öðrum. '&h K a f \ a r úr ýmsum bókum rituðum ósjálfrátt. —o— I. (Úr riti Vale Owens prests: „Lifið fyrir handan“). Menn voru vanir að hafa það fyrir orðtak áður á tímum þeg- ar við lifðum á jörðinni, að þeir sem veldu hinn betri veginn þá mundi skjótt iðra þess, en síðar fagna því. þetta hafa að minsta kosti sumir okkar reyntogfund- ið að var ekki fjarri sanni. því að þeir, sem velja þannig hafa ekki augun á hinni jarðnesku æfi, sem er stutt, heldur eilífðinni, sem er löng Úr þessum heimum lít- um vjer nú aftur, yfir f'arinn veg og sjáum hann fyrir oss eins og á mynd. Getum vjer nú betur sjeð, það sem skiftir mestu fyr- ir oss og hagað eftir því förinni sem fram undan er. En mikið er sú mynd, er vjer sjáum hana hjer í hinu bjarta ljósi himnanna, frábrugðin því, er oss virtíst hún, þegar við vorum að búa hana til og safna efni í hsna. Eruð ekki þið, Bem nú vinnið að þessu í dag, eina og við unnum þá, alt of hirðulausir um hvern veg þið metið hina ýmsu þætti mannlegs Iífs og mannlegrar bteytni? Nú sjáum vjer að þessi miklu fyrirtæki, sem vjer tókum þátt í, virtust aðallega mikil vegna þess, að vjer litum á þau í heild. En þáttur vor, hvers út af fyrir sig, var aðeins lítiil, og það eitt skifti máli fyrir oss, af hverjum hvöt- um við unnum hann. Hitt skifti engu hvort þátttaka vor var lítil eða mikil. Starfið í heild sinni er fyrir kynslóðina — einstakl- ingurinn hlýtur að eins sinn skerf af útkomunni. Hinsvegar skiftir það alls engu máli hvort heim- urinn veitir starfi hans mikla eða litla eftirtekt, sje það háleitt og göfugt, sem fyrir honum vakir. Til skýringar sagði sá et rit- aði, siðan þessa sögu. — — Maður sem lifað hafði á því að bæta skó og unnið sjer með því rjett til hnífs ogskeiðarkom

x

Árblik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árblik
https://timarit.is/publication/680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.