Nýir tímar - 09.12.1939, Blaðsíða 3

Nýir tímar - 09.12.1939, Blaðsíða 3
M V 1 B TIMAR LAUGARDAGINN 9. DE6. 1939 InnaDriklsmálln Baráttnnni verðnr hald- ið áiram Sósíalistaflokkurinn hefur brugðizt í sjálfstæðismálinu Menn inunu spyrja út af ágrein- ingi þeim og klofningi, sem' i fj’rra- dag hefur orðiö í Saineiningarflokki alþýðu, hvað við taki. Hinn pólitíski ghmdroði í verk lýðsh rey fingunni hafi þegar verið fyrir nægur og verði hann nú ekki meiri. Það, sem gerzt hefur með þessum klofningi er ekkert annað en að bert hefur orðið ástand það, sem fyrir var, og tilraunin til að láta alþjóÖa- pólitíkina hlutlausa innan Sósial- istaflokksins hefur ekki tekizt, vegna þess, að forustu áhangendur íéttlinupólitikur alþjóðlegra kornm- únista hafa viljað stimpla flokk- inn allan með þeirri pólitík og þannig flytja andlega miðstöð hans úr landinu austur til Moskva. Á þessu sama klofnaði fyrrum Verka- mannaflokkurinn norski, er hann vilrii taka afstöðu sína óháð ,.lín- um“ úr Austurvegi. Sósialistar, sem ekki cru þessarar skoðunar, eins og fjöldinn allur okkar, sem fylgzí höfum að í Sósíalistafiökknum, breytum að sjálfsögðu ekkert um skoðanir okkar fyrir því í innan- rikismálumun, einmitt þeim málun- um, sem við álitum að hafi goldið afhroð vegna þess, að tekin hefur ■erið röng og lamandi afstaða í okksblöðum Sósíalistafiokksins um alþjóðamálin og á þau lögð áherzla. Við viljum leggja hagsmunamál islenzkrar alþýðu til grundvallar ís- lenzkri pólitik. Kröfur verklýðssam- takanna um afnám bannsins á samningarétti þeirra, um lögviður- kennda lágmarkskauphækk'un, er nemi mánaðarlega fullri hækkun dýrtiðarinnar, miðað við fram- færslukostnað 3 fyrstu mánuði ,sa árs, um sömu hækkun á elli- ',ura, sjúkra-, örorku- og slysa- gginga og barnsmeðlaga, um lög- dðu'rkenningu aðeins eins stéttarfé- Iag9 í hverri starfsgrein og jafnrétti allra meðlima til trúnaðarstarfa í stéttarfélögum og samböndum þeirra og krafan um, að í slíkum samböndum megi engin pólitisk fé- lög vera um atvinnuleysisbaráttuna, um mótmæli gegn ríkislögreglu Hermanns Jónassonar, og gegn landshomaflutningi hins nýja fram- fræðslulagafmmvarps, og einræði dikisstjórnar yfir fjármálum bæj- arfélaga, allar þessar kröfur eru jafnt okkar kröfur og má bæta við mörgum. Hið nýja svonefnda „högg- ormsfrumvarp" Jónasar Jónssonar, er hnefahögg, ekki aðeins framan i verkalýðinn, heldur alla alþýðu landsins og frjálshuga menn. Mál- in liggja hvarvetna fyrir og sóslíal- istlisk, óháð afstaða, er einföld og verður auðveld verklýðspólitik, þegar grundvöllur stefnunnar er miðaður við fólkið sjálft í landinu. Það er engin ástæða til þess fyrir neinn niann að óttast, að verka- lýðurinn eða sósialislar yfirleitt verði að hverfa undir fomstu Skjalcllxirgarinnar, til þess eru þeir forustumenn of reyndir orðnir og stefna þeirra ef stefnu skyldi kalla, of nátengd allri kúgun sambræðslustjórnarinnar. Það eina, sem fyrir getur legið, er að sköpuð aáu pólitisk samtök, sem sameinað geti þorra sósíalistiskt hugsandi manna og alþýðunnar á óháðum grundvelli, þar sem einmitt eru sniðnir af þeir vankantar, sem hafa mest staðið sjálfstæðum, frjáls- lyndum og sósíalistískum verklýðs- flokki fyrir þrifum, annarsvegar undanlátið við F ramsciknarflokkinn og þjóðstjórnina, hinsvegar iniðun flokksjns við „linur“ sovétstjómar- Hnnar í heimsyfirráðabaráttimni. — Það getur tekið tima að skapa þenna óháða verkamannaflokk, en að þvi hefur lengi verið stefnt, og það niun takast vegna þess, aö það er einmitt það, scan alþýðap vill fá og þarf sem fyrst að fá i staðinn fyrir hinn pólitíska glund- roða, sem ríkt hefur. Samvinna er sjálfsögð við alla þá, sem vilja starfa á sameigin- legum grundvelli innanlandsmála, en ákvarðanir um steftiuna verður að taka með þessi mið ein fyrtr augum, velferð og vilja íslenzkrar alþýðu sjálfrar. Héðiim Valdimareaon- Dómar Það hefur svo farið, að 511 blöð og fréttatæki bæjarins hafa orðið fyrri til að skýra opinberlega frá úrsögn okkar úr Samemingarflokki alþýðu heldur en við sjálfir. Þetta er bæði af því, að við liöfum erfiða aðstöðu til þess að koma okkar máli á framfæri og svo höfum við ekki látið okkur það miklu sipta, með hvaða hætti úrsögn okkar frétt- ist. Við höfum ekkert að afsakai annað en það, að hafa ekki sagt okkur úr flokknum miklu fyrr,' strax jiegar ljóst var orðið að flokkurinn gegn vilja okkar og til- lögum var leiddur út í það öng- þveiti, sem hann hefur lent í. Eftir atvikum getum við sætt okkur vel við þá dóma, sem fallið hafa um brottför okkar úr flokknum. Þó hefur Alþýðublaðinu að vissu leyti tekizt bezt að lijálpa okkur yfír þá örðugleika, sem annars gátu beðið okkar. Tilefnislaus og illgimisleg árás þess á Héðin Valdi- marsson hjálpar okkur til ]>ess að lialda okkar hópi saman, bæði af þvi, að menn vita og finna að hún. er ómakleg og Líka af því, að hún -ir svo auðskilin og hávær auglýsing um þá ómennsku, sem drottnandi :er í Skjaldborginni. En hugsanlegt var, að einhverjum hefði dottið i hug að leita sér skjófús í þeirri borg, ef þar hefðu verið menn fyrir, en ekki skepnur. Geip Alþýðublaðsins um það, að Héðinn hafi tekið þenna kost, sem hann hefur nú tekið vegna þess að oliuverzhmin værf í hættu, er svo mikill þvættingur, að blaðið hlýtur að vita það sjálft, að slíkt er staðleysan einber. Það þarf ekk- ert launungarmál að vera, að Héðinn vildi alls ekki hverfa úr flokknum,' nema um ágreining væri að ræða, sem var því líkur, að það væru brigð við stefrru flokksins að fara Stetnuskráin og sjálfstæóismálið. Flokkur íslenzkra sósíalista verður að vera ákveðinn og heill í sjálfstæðismálinu, það var niður- staða stofnþings Sameiningar- flokks alþýðu — Sósíalistaflokks- ’ins. í stefnuskránni var þetta orð- áð þannig: „Flokkurinn vinnur að sjálf- stæði og öryggi íslenzku þjóðar- innar með frelsisbaráttu sinni inn- anlands og samstarfi sinu við bræðraflokkana. Flokkurinn skoð- ar sig sem arftaka þeirra, sem á undanförnum öldum hafa háð bar- áttu fyrir frelsi íslenzku þjóðar- innar, fyrir því að leysa hana undan erlendri og innlendri áþján; þar sem vitanlegt er, að fullt frelsi íslenzku þjóðarinnar er þá fyrst fengið, þegar þjóðin sjálf ræður sameiginlegum auðlindum landsins og atvinnutækjum, þeg- ar enginn einstaklingur er lengur kúgaður á einn eða annan hátt og menningin, jafnt sem auðæfin er orðin almenningseign. Flokkurinn vill því vemda það sjálfstæði, sem annara ekki úr honum. — Sumir okkar hinna — meðal annarra sá, sem þessar línur ritar — vildu fyrr úr flokknum ganga, þó að ekki væri hægt að færa fram fyr- ir því augljósar ástæður. En Héð- inn beitti einmitt áhrifum sínum til þess, að þeir, sem óánægðir voru, fóru ekki úr flokknum fyrr en I>etta. Af frásögn Þjóðviljans er ljóst, að blaðið dylur sig þess, sem er að gerast ineð burtför okkar. En þetta finnst okkur orðið svo alvana- legt, að blaðið dylji sig þess, sem raunverulega er, að okkur bregður ekki við það. Blaðið segir, að úr- sögn okkar úr flokknum sé vegna þess að við séum að gefast upp í baráttunni gegn íhaldinu í landinu. Þetta er öfugt. Við erum nú ein- mitt að reyna að skapa okkur að- stöðu til þess að taka þá baráttu upp á þeim vettvangi, sem hægtei' að berjast á íslenzkum vettvangi. Þjóðviljinn hefur vafalaust og af misskilníngi — leitt baráttuna iöit af þeim vettvangi til skaða fyrir málstað alþýðunnar í landinu, og með þvi sundrað fjdkingum frjáls huga manna i stað þess að safna henni og styrkja. Við hörmum það að svona hefur farið, en við höf- um ekki getað að því gert. Um Ávarp frá miðstjórn Sósíal- istaflokksins til flokksmanna og allrar alþýðu, sem birtist i Þjóð- viljanum í morgun má segja hið sama. Þar er að vísu rejmt að manna sig U]ip með stóryrðuni, en þau stóryrði fela það ekki, að flokkurinn hefur gert sig máttlaus- an með því að leiða baráttuaa inn á vettvang, seni ekki var hægt að berjast á til nokkurs sigurs. Amór Sigurjónsson. íslenzka þjóðin hefur öðlazt, full- komna það með myndun sjálf- stæðs og fullvalda íslenzks lýð- veldis og tryggja það varanlega með fullum sigri sósíalismans”. Þessi afstaða í sjálfstæðismál- inu er ekkert þjóðernisglamur. Hún á rætur sínar í vitund ís- lenzkrar alþýðu um það, að sjálf- stæði þjóðarinnar þýðir fyrir hana rétt til þess að ráða málum sín- um til hagsbóta fyrir sig. Bættur hagur hennar seinustu áratugina hefur verið nátengdur auknu sjálf stæði, og loks fullveldi Át. þ'óð- ernislegs sjálfstæðis myndi lífs- kjörum hennar þrýst niður á stig arðrændra nýlenduþræla. Fyrir alþýðima í landinu er sjálfstæðis- málið því ekki aðeins þjóðerois- mál, heldur einnig hreint e'na- hagslegt hagsmunamál Um leið er sjálfstæði þjóðar- innar fyrsta tryggingin fyrir þjóð- veldi og lýðræði. Og lýðræðið er óhjákvæmilegt skilyrði fyrir sjálf- stæðinu, þar sem einræðisklikur yrðu nauðugar viljugar að leita aðstoðar erlendra valdhafa, til þess að vemda sig gegn fólkinu Innanlands eru kúgunartæki ekki til, sem gætu haldið niðri frelsis- baráttu alþýðunnar. Og að lokum er þjóðfrelsið ör- uggasti og bezti grundvöllurinn fyrir baráitu fyrir sósíalisf ku þjóðskipulagið. Afstöðubrej tiug Þjóð\i'jaii' Þegar flokkurinn var stoínaður vai' styrjöldin yfirvofandi. Um hana segu- stefnuskráin eftirfar- andi: „Herbúnaður hinna fasistisku ríkja, undiiróður þeirra gegn öll- um lýðræðisríkjum og herferðirn- ar gegn hinum máttanninni þjóð- um, boðai' heimsstyrjöld, sem stofnar allri heimsmenningunni í voða. Smáþjóðiinar eiga því sjálf- stæði sitt undir því, að öfl lýðræð- isins, friðarins og sósíalismans verði fasismanum yfir sterkari”. En síðan ráðamenn Sovétríkj- anna gerðu samninginn við Hitler hefur áróðurixm gegn fasismar r.m verið að hverfa úr dálkum Þjóð- viljans, eftir því sem innihald sanminganna og þýðing þeirra hefur komið betur í ljós. Samtím- is hefur Þjóðviljinn, er áður barð- ist fyrir sjálfsákvörðunarrétti þjóðaima, sem mikilvægu atriði á tímum ofbeldis og fasisma, snúið við blaðinu í því máli. Þegar inn- rásin var gerð í Pólland voru þekktir menn, sem naumast þekktu samt neitt til hins raun- verulega ástands, látnir færa „rök” fyrii’ því, að Pólland ætti ekki tilverurétt. Og það eins þótt Þjóðviljinn hefði áður — vegna samúðar með pólsku þjóðinni — bent á þá hættu, sem Póllandi stafaði af þýzka fasismanum. Að lokum Iagði blaðið svo blessun sína yfir seinustu skiptingu Pól- lands. En á skiptingar Póllands fram til 1918 litu allir frjálslyndir menn, jafnt sósíalistar og aðrir sem einhvern svartasta blettinn á Evrópu. Svo kom röðin að Eystrasalts- ríkjunum, og loks að Finnlandi. Þjóðviljinn bjó menn undir inn- rásina með allskonar níðskrifum um Fhinland. Það sem miður er hægt að segja um stjómarfarið í Finnlandi var blásið upp, en ekki orði minnzi á hinar miklu breyt- ingar, sem orðið hafa þar í landi einkum seinustu árin, t.d. bannið á fasistaflokkunum, styrkleika verk lýðshreyfingarinnar, og þátttöku hennar í ríkisstjóminni. Þjóðvilj- inn sagði eakert um það, að nmð styrjöldinni gegn Finnlandi brytu ráðamenn Sovétríkjanna gerða samninga — ekkiárásarsáttmála, — og hina margyfirlýstu stefnu s'na um það, að þeir hyggðu ekki á iandvinninga, og að þeir virtu rétt smáþjóðanna. Því síður sýndi nai.ii fram á, að áróðurinn í Rúss- 'andi gegn Finnlandi minnti meira á vmnubr gð fasista en sósíalista eða bversu fáránleg ósannindi það væru, að smáþjóð eins og Finnar ætluðu sér að ráðast á ríki, sem telur 180 milljónir íbúa. Blaðið sagði ekki frá því, að aðferðir ráðamanna Sovétríkjanna væru þvert brot á sósíalistiskum bar- áttuaðferðum. Og þá var það ekki að segja frá smáatriðum eins og þeim, að sá sem stóð fastast gegn kröfum Lappómanna um frekari ráðstafanir gegn kommúnistum var einmitt Cajander o. s. frv. Þjóðviljinn hefur því ekki verið heiðarlegur i malflutningi s:nu’?i ' sambandi við styrjöldina í Firni- landi, sem sósíalistiskt málgagn, og gildir það bæði um stærri og smærri atriði. Þá hefur Þjóðviljinn ekki held- ur sagt frá því, að árásarpólitik Stalins einangrar Sovétríkin, og skapar þar með betri skilyrði fyr- ir auðvaldsríkin til þess að ráðast á þau, en nokkurntíma hafa verið fyrir hendi áður, né að með þess- ari pólitík stofnar Stalin ekki að- eins veldi sínu i hættu, heldur einnig Sovétríkjunum. Flokkurinn bregz.t. Samkvæmt stefnuskrá sinni bar Sósíalistaflokknum ótvírætt að taka afstöðu gegn árásinni á Finn land eins og áður hefur verið sýnt fram á. Svik í því máli hlutu að verða afdrifarík fyrir flokkinn vegna þess að þar með sveik hann okkar eigið sjáll'stæðismál. Enda var hið sameinaða afturhald í landinu ekki lengi að reyna að notfæra sér einangrunina, sem þessi svik höfðu í för með sér fyrir flokkinn. 1 stefnuskrá Sósíalistaflokksins stendur: „Flokkurinn lýsir því samúð shini með stai’fsemi bræðraflokka sinna, alþýðuflokkanna í öllum löndum. Hann fylgist af mikilli at- hj'gli og samúð með starfsemi al- þýðuflokkanna á Norð.urlöndum fyrir bættum kjörum alþýðunnar eflingu lýðræðisins ,og undirbún- ingi undir framkvæmd sósíalism- ans; vill flokkurinn hafa við þá vinsamlegt samband og nána sam- vinnu”. Sósíalistaflokkurinn hefur brugðizt stcfnuskrá sinni í höfuð- atriðum. En við, sem ekki vilúim taka þátt í því, að ganga <rá stefnu og starfsaðferðum. höfum gengið út úr flokknum til þess að geta haldið baráttunni áfram. á þeim grundvelli, sem markaður var við stofnua flokksins, en sem flokkurinn nú hefur horfið frá sakir ofríkis réttlínumanna. Benjamín Eiríksson.

x

Nýir tímar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýir tímar
https://timarit.is/publication/712

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.