Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Blaðsíða 24

Morgunn - 01.06.1988, Blaðsíða 24
AF FUNDI MEÐTUTU MORCiUNN ykkar á jörðinni að vara í 70 ár. Það er ágætis líftími. í dag hafa læknavísindin gert mannkyninu mögulegt að lifa rnikið lengur og njóta góðrar ævi. En líkaminn er háður margvís- legum sjúkdómum. Ekki andinn, heldur líkaminn. Og stundum verður truflun í eðlilegri starfsemi jarðlíkama mjög ungra barna og ungs fólks, svo vírusar, gerlar og alls konar sjúkdómar ráðast áhann. Og stundum er líkaminn ekki nógu sterkur til þess að hamla á móti eða yfirvinna þetta, svo hin unga sál flyst yfir í andlega heiminn. Mjög oft ber það ferða- lag að á afar hörmulegan hátt. Þar komum við að ómannúð- leika mannsins gagnvart sjálfum sér. Bílarnir, sem aka eftir vegunum eru yndisleg uppfinning. En stundum hlýðir ekki sá sem situr undir stýri lögunum, eins og þeim ber að hlýða, lögunum um að aka þessu farartæki með aðgát gagnvart öðrum. Stundum drekkur ungt fólk sterka drykki, sem gerir það ófært um að gera sér grein fyrir því sem það er að gera. Ef þú beitir huga þínum, barnið mitt, og reynir að finna út fyrir sjálfa þig, hvers vegna þessi eða þetta fór til himna, þá muntu mjög oft geta fundið svarið sjálf. Hef ég veitt þér svolitla innsýn? — Já, ég held það. — En þú ert ekki ánægð með svarið? Þér myndi líka það betur ef ég segði t.d. að það væri guð sem sæti í hásæti og segði: í dag átt þú að koma og á morgun þú? Nei, nei, þetta er lögmál, náttúrulegt lögmál. Þegar manneskja hefur lifað lífi sínu, fulla lífdaga, hvort sem það nú eru 70, 90 eða 50 ár, heilt líf, þrungið reynslu, þá er það samkvæmt náttúrulögmáli, eða með notkun slíks lögmáls, að harmleikir eða slys eiga sér stað. Það verður líka vegna ómannúðar mannsins gagnvart sjálfum sér, þegar ungt fólk eyðileggur eigið líf. Þá eru ekki neinir til staðar til þess að kenna þeim, hjálpa þeim til þess að skilja, til að leiðbeina þeim, annast þau. Raddir hrópa í eyðimörkinni, en þar er enginn til þess að heyra. Það er margt ranglætið á jörðinni ykkar í dag. Mörg skref hafa verið stigin í átt til betrunar á ýmsan hátt, en alltaf á efnislegan máta, ekki andlegan. Þið getið ekki skilið að, andann og efnið. Þau haldast í hendur. Og þeir sem eru á andlegu sviðunum eru nálægir jörð ykkar, nálægir þeim sem í jarðlíkömunum búa. Og ef þessi tengsl 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.