Útvarpstíðindi - 28.12.1942, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 28.12.1942, Blaðsíða 4
Mér er annt um að minningu Krist- jáns sé haldið á lofti. En auðvitað mælir hann ætíð bezt með sér sjálf- ur og þessi mikla sala á ljóðaúrvalinu hans sýnir, að fólkið á hann og vill ekki rpissa hann. Öll list dæmir sig sjálf. Það lifir, sem er lífvænt, og því er mest um vert, hvað framtíðin seg- ir um okkur. En nú víkur blaðamaðurinn talinu að Huldu skáldkonu sjálfri. — Hvað viljið þér segja mér um yður og skáldverk yðar? — 0, ég kann ósköp illa við að tala mikið um sjálfa mig. Ég hef verið húsfreyja eins og gengur. Ég hef allt- af verið svo lánsöm að eiga gott heim- ili og það er fyrst og fremst minn heimur. Og það hefur verið minn starfsvettvangur, skáldskapurinn hef- ur svo verið annar sterkasti þáttur- inn í lífi mínu, sem alltaf hefur hald- ist í hendur við hin daglegu störf. Ég kann bezt við mig í kyrrþey. Svo vill hún láta útrætt um sjálfa sig og ég verð að láta mér það vel líka. Hulda skáldkona heitir réttu nafni Unnur Benediktsdóttir, dóttir hins landskunna gáfumanns Benedikts Jónssonar frá Auðnum. Hún er gift Sigurði Sigfússyni Bjarklind, fyrrum kaupfélagsstjóra í Húsavík. Þau eiga þrjú börn, tvo syni og eina dóttur,sem öll eru uppkomin. Heimili þeirra í Reykjavík er á Mímisveg 4. Væntanleg er á næsta ári ný útgáfa af þulum eftir Huldu. Verða í því safni eldri þulur skáldkonunar og nokkrar nýjar. Útvarpstíðindi birta á öðrum stað í blaðinu eina af nýjustu þulum hennar og er það lokaþulan 1 safninu. J. ú. V. Ríkisútvarpið Takmark Ríkisútvarpsins og œtlunarverk er að ná til allra þegna landsins með hverskonar fræðsJu og 8kemmtun, sem því er unnt að veita. AÐALSKRIFSTOFA ÚTVARPSINS Hnnast um afgreiðslu, fjárhald, útborganir, samn- ingagrrðir o. 8. frv. Utvarpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðdegis. Sími skrifstofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra 4900. ÍNNHEIMTU AFNOTAGJALDA annast sérstök skrifstofa. Sími 4998. ÚTVARPSRÁÐIÐ (D agskrárstjórnin) hefur yfirstjórn hinnar menn- ingarlegu starfsemi og velur útvarpsefni. Skrif- stofan er opin til víðtais og afgreiðslu frá kl. 2—4 8Íðd. Sími 4991. FRÉTT ASTOF AN annaat um frcttaoöfnun innanland* og frá útlönd- um. Fréttaritarar eru í hverju héraði og kaupstað landain*. Fréttaatofan atarfa- í tveim deildum; 8Ími innanlendra frétta 4994; afmi erlendra frétta 48-'V AUGLÝSINGAR Útvarpið flytur auglýaingar og tilkynningar til landamanna með akjótum áhrifamiklum haetti. Þeir, aem reynt hafa, telja útvarpaauglýaingar áhrifameatar allra auglýainga. — Auglýaingaafmi 1095. VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS hefur daglega umajón með útvarpaatöðinni, magnaraaal og viðgerðaatofu. Sfmi verkfreeðinaa 4992. VIÐGERÐARSTOFAN annaat um hverakonar viðgerðir og breytingai viðtœkja, veitir leiðbeiningar og frœðalu um not og viðgerðir viðtœkja. Sími v^gerðaratofuiinar 4995. TAKMARKIÐ ER: Útvarpið inn á hvert heimili I Allir landamenn þurfa að eiga koat á því, að hluata á asðaalög þjóðlífaina; hjartaalög heimaina. Ríki*átvarpi&. ÚT V ARPSTÍ ÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.