Jazzblaðið - 01.04.1948, Blaðsíða 13

Jazzblaðið - 01.04.1948, Blaðsíða 13
sem þcss óskar getur gerst meðlimur og veitir undirritaður allar nánari upplýs- ingar. Bíóin. Ég sagði í síðasta blaði að yfirlit yfir músikmyndir kvikmyndahúsa bæjar- ins yrði birt mánaðarlega. Þess verður því miður ekki kostur, þar sem sama og ekk- ert kemur til landsins af kvikmyndum. En komi einhverjar músikmyndir þá verður þeirra getið hér. Austurbæjarbíó á von á mynd, sem gerð er um ævifelil hinna frægu bræðra Jimmy og Tommy Dorséy. Gamla, Nýja og Trípolibíó eiga ekki von á neinum myndum í bráð. Tjarnarbíó mun innan skamms sýna danska mynd, er heitir „Mit Eiv er Musik“. Mynd þessi hefur vakið mikla athygli á meginlandinu. Mjög er vandað til hljómlistar í myndinni. Þar leika ldjómsveit konunglegu óperunnar, Köben- havns Koncertforenings Orkester, quartet Erlings Bloch og hljómsveitir Arne Hamm- erboe, Leo Mathiesen og Svend Asmussen. Unaðsómar hin ágæta mynd um Chopin, verður sýnd í Tjarnarbíó enn einu sinni, áður en hún verður send á brott. erlent. Claude Thornhill hefur ráðið Gil Evans til að útsetja fyrir hljómsveit sína og hefur hún þegar tekið miklum stakkaskiptum. Hún líkist nú meir og meir hljómsveitum Þeirra Kentons, Raeburn og McKinley. Lennie Tristano tríóinu aukast vinsældir dag frá degi. Auk Tristano, sem leikur á píanóið, eru í því guitarleikarinn Billy Bauei', sem leikið hefur hjá W. Herman og bassaleikarinn Arnold Fiscken. Sönkonan fræga Lee Wiley hélt hljóm- leika í janúar í New York. Eddie Condon sá um hljómleikana og þeir sem léku undir hjá söngkonunni voru eiginmaður hennar, hinn þekkti píanóleikari, Jess Stacy ásamt Dixieland hljómsveit Max Kaminsky. Duke Ellington hélt hljómleika í New Yoriv fyrir stuttu. Junior Raglin, sem lék hjá Duke á bassa fyrir tveimur árum, er nú aftur kominn til hans. Eru þá tveir bassaleikarar í hljómsveitinni. Hinn er Oscar Pettiford. Raglin, sem er orðinn leið- ur á Junior nafninu, vill láta kalla sig sínu gamla nafni, en þó aðeins seinni helm- ing þess, sem sé Vin. Hann heitir með réttu Alvin Raglin. Hitt og þetta. Jimmy Dorsey hefur ráðið til sín trombónleikara, sem leikur manna líkast Tommy Dorsey. Hann heitir Bob Alexander. — Trommuleikarinn Kaiser Marshall, sem lék með Fletcher Henderson og fleiri frægum hljómsveitum, dó úr lungnabólgu fyrir stuttu. — Fyrsta platan, sem hin nýja Woody Herman hljómsveit lék, heitir „I told you I love you“. -— Rex Stewart hljómsveitin lék á ellefu plötur í Frakklandi. — Söngkonan Dinah Shore eingnaðist dóttir í janúar. Hún er sem kunnugt er gift kvikmynda- leikaranum George Montgomery. Þetta er fyrsta barn þeirra hjóna, en þau hafa verið gift í fimm ár. — Þrír menn úr hljóm- sveit Randy Brooks slösuðuðst er bíll sá, sem hljómsveitin ferðast í, valt út af 25 feta háum vegi. — Hoagy Carmichael, höfundur „Stardust" hefur nýlega skrifað ævisögu sína. Nú er í ráði að gera kvikmynd um æviferil þessa mikla tónsnillings. Mun hún bera sama nafn og bókin, „The Stardust Road“. — Hinn tvítugi be-bop trompetleik- ari, Red Rodney, hætti hjá Krupa í haust og fór til Ciaude Thornhill. Nú er hann hættur þar og er óráðið hvert hann fer næst. — Þeir, sem fyrstu verðlaun fengu í Metronome kosningunum komu saman rétt fyrir jól, og léku inn á plötu hjá Capitol. — Enska söngkonan Beryl Davis, sem nú er í U.S.A., söng í noklcurn tíma fyrir ára- mót, á hinu heimsfræga útvarpsprógrami „The Hit Parade“. — Enn einu sinni hef- ur Ray McKinley hljómsveitin gefið frá sér snilldar plötu. Lögin, sem þeir léku, voru, „A man’s best friend is a bed“ og „Your red wagon“. — „Unison riff“ heitir bezta platan, sem hin nýja hljómsveit Stan Kenton hefur leikið á til þessa. Utsetn- ing Pete Rugolo á laginu er sérlega góð, og þá engu síður be-bop sóló altó-sax leik- arans Art Pepper. — S. G. 13

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.