Jazzblaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 14

Jazzblaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 14
ERLENT Ray McKinley hefur nú endurskipulagt hljómsveit sína og bætti við nýjum mönnum. Hinn snjalli trombónleikari, Vernon Friley, er þó ennþá með honum. Söngkona hljómsveitarinnar, Jean, sem var ein af „Clark systrunum", er sungu með T. Dorsey, syngur nú með Kinley. Hún og Vernon giftu sig fyrir nokkru. ★ Cliarlie Vcntura er með tvo nýja iiicnii í liljóinsveit sinni. Það eru þcir Boots Mussuli altó-saxafónleikari og Contic Candoly trompetleikari, en þeir léku áður lijá Kenton. Hinir í hljómsveit- inni eru Iíen O’Brian bassi, Ed Shaugh- nessy trommur, Benny Green trombón (hann er eini negrinn í liljómsveitinni), Roy Kralii píanó og Jackie Cain, sem er gift Krahl, söngkona. Vcntura ieikur á tcnór-saxafón. ★ Jiminy Dorsey hljómsveitarstjóri varð fyrir því óláni, að húseign hans í Holly- wood gjöreyðilagðist í eldi fyrir nokkru. Tapið er álitið nema fimmtíu þúsund dollurum, og var þar á meðal mjög verð- mætt plötusafn. Eiginkona hans særðist allverulega, en var bjargað frá bráðum bana af þjónustustúlku hennar. ★ Chubby Jackson, bassaleikari, hefur fyrir stuttu stofnað hljómsveit, sem þegar hefur náð allmiklum vinsældum. Hljóm- sveitin er, eftir því sem amerísku músik- blöðin segja, Spike Jones nr. 2, að því undanskildu, að hún leikur einnig jazz. ★ Benny Goodman mun ef til vill fara með hljómsveit sína til Evrópu í sumar, og mun hann þá sennilega einnig koma fram sem einleikari með klassiskri hljóm- sveit í Englandi. ★ Paula Weston heitir ný stjarna í heimi jazzins. Hún leikur á píanó og syngur, og varð hún þekkt fyrir söng sinn á plöt- unni „A little bird told me“. ★ Red Saundcrs trommuleikari er nú hættur með hljómsveit sína í „Club De Lisa“ í Chicago, þar sem þeir hafa leikið i eilefu undanfarin ár. George Shearing, hinn blindi, enski píanóleikari, sem undanfarið hefur leik- ið í Bandaríkjunum, lék inn á nokkrai' plötur hjá Discovery plötufyrirtækinu fyrir nokkru. Með honum voru Denzil Best trommur, John Levy bassi, Chuck Wayne guitar og Margie Hayams vibra- fónn. Hún lék einnig á píanó á einni plöt- unni, en þá lék Shearing á harmoniku. 14 ^zUaiii

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.