Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 19

Jazzblaðið - 01.02.1950, Blaðsíða 19
íslenzkir danslagatextar eftir Eirík Karl Eiríksson, kynntir af K. K. sextettinum. ANNA 1 HLÍÐ (Lag: Sioux City Sue). Ég fór að smala kindum hér eitt kvöldið fram í dal og kominn var ég langt inn í bláan fjallasal. Þá mætti ég ungri blómarós, með augun djúp og blíð og er ég spyr að nafni, hún ansar: „Anna í Hlíð“. Anna í Hlíð, Anna í Hlíð, með augun blá, svo yndisfríð, af ástarþrá ég kvalir líð. Anna í Hlíð, Anna í Hlíð, nei engin er eins fríð og hún Anna í Hlíð. Ég örmum vafði Önnu, svo hún andann varla dró, mig ástin var að kæfa og ákaft hjartað sló. Svo kyssti ég hennar mjúka munn og augun djúp og blíð og mælti milli kossa: Ó, Anna mín í Hlíð. Anna í Hlíð, Anna í Hlíð, ég elska mun þig alla tíð og örmum vefja ár og síð. Anna í Hlíð, Anna í Hlíð, þú ert svo ung og fríð, elsku Anna mín i Hlíð. ÉG HEF ÞÓ SÓLSKIN (Lag: I’ve got the sun in the morning). Engin framtíð, ekkert starf, allt eg hef þó og ekkert þarf. Ég hef þó sólskin og máninn lýsir milt og svalt. Engin íbúð, ekkert fley, er samt sæll og þess sakna ei. Ég hef þó sólskin og máninn lýsir milt og svalt. Sólskin gefur mér góðan dag, gerir máninn mér allt í hag. Engir aurar, engn lán, alls þess eg get þó verið án. Ég hef þó sólskin og máninn lýsir milt og svalt. Ef ég hef mána og sólskin finnst mér æfin svo góð og ég — á allt. LUKTA-GVENDUR (The old lamplighter). Hann veitti birtu’ á báðar hendur, um bæinn, sérhvert kvöld, hann Lukta-Gvendur, á liðinnni öld. Af gráum hærum glökkt var kenndur við glampa’ af ljósa fjöld, hann Lukta-Gvendur, á liðinni öld. Hann heyrðist ganga hægt og hljótt um hverja götu fram á nótt. Hans hjartasárin huldi bros á brá. Ef ungan svein og yngismey hann alein sá, hann kveikti ei, en eftirlét þeim rökkur-skuggan blá. í endurminning, æskutíð hann aftur leit, er ástmey blíð hann örmum vafði fast, svo ung og smá. Hann veitti birtu’ á báðar hendur um bæinn, sérhvert kvöld, hann Lukta-Gvendur, á liðinni öld. ^xUaÍiÍ 19

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.