Jazzblaðið - 01.09.1950, Qupperneq 10

Jazzblaðið - 01.09.1950, Qupperneq 10
Danslagatextar eftir Eirilc K. Eiríksson Það er orðin hefð hér á okkar góða landi, að íslenzkur texti fylgi þeim danslögum erlendum, sem gefin eru út. Þetta er góð tilhögun og reyndar sjálf- sögð, því að mikill meiri hluti þeirra, sem kaupa þessi lög, hafa engin not fyrir erlenda textaRn. Undanfarið hafa flest laga þeirra, er náð hafa vinsæld- um hér á landi aðallega átt það hinum íslenzka texta að þakka, má þar benda á lög eins og „A, merkir atlot þín“, „Vindlingar og viský“ og „Maja, Maja, Maja“. „Anna í líð“, sem nú hefur ver- ið gefið út, hefur einnig náð miklum vinsældum fyrir hinn íslenzka texta. Textinn við þetta lag, er eftir Eirík Karl Eiríksson, og birtist texti þessi einmitt í Jazzblaðinu fyrir nokkrum mánuðum. Eiríkur, eða Karl eins og hann vanalégast er nefndur, hefur lítið sem ekkert fengist við að gera dans- lagatexta, en þeir fáu, sem hann þegar hefur gert, bei’a af öllum öðrum. Karli hefur tekizt að sameina hin þrjú höf- uðskilyrði fyrir textagerð, þ. e. a. s., að láta textann fylgja laginu, og þar sem þörf er, að þýða úr erlenda textan- um, og svo hið þriðja, að eitthvað vit sé í textanum — að um skáldskap sé í rauninni að ræða, en ekki leirburð. í „Anna í Hlíð” hefur Karl aðeins stælt andann í hinum erlenda texta lagsins, en búið til algjörlega sjálf- stæðan texta. í „Lukta-Gvendur“, sem birtist um leið og „Anna“ í blaðinu, hefur hann aftur á móti að mestu leyti þýtt og staðfært hinn erlenda texta. Sama er að segja um „Vorkossinn“, sem birtist hér. Sá texti er við hið fallega danslag „All the things you are“. Og annar texti er hér einnig eftir Karl, hann er við hinn vinsæla vals „Cruising down the river“, og heitir texti þessi „Eg líð með lygnum straumi". Hér hefur Karl gert sér- stakan texta, sem hefur þó aðeins and- ann úr hinum erlenda texta, að nokkru leyti. — Texti þessi er einn hinn allra bezti íslenzki danslagatexti, sem komið hefur fram undanfarið, og á hann vafa- laust eftir að verða mikið sunginn. Eiríkur Karl Eiríksson er meistari í rafvélavirkjun og hefur hann eigið verkstæði hér í Reykjavík. Hann leik- ur ekki á hljóðfæri sem neinu nemur, en er mjög listrænn maður. Hann hefur m. a. samið nokkur lög, sem hann þó sýnir engum. Textarnir bera það með sér, að hann er efni í gott skáld, og þá hefur hann og fengizt við að mála í frítímum sínum, sem eru þó ekki of margir, því að hann er mjög eftirsótt- ur maður í sínu fagi. VORKOSSINN Lag: All the things you are. Þú ert sem von um blíðan vorkoss, er vetrarkvöldin gerast of löng. Þú ert hinn unaðsblíði andblær, sem yljar líkt og ómur af ljúfum söng. Þú ert sem himinljós á hvolfsins brá, í heimi’ ei neitt eg veit né fegra sá. 10 ^a»LtJiS

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.