Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 9

Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 9
bróðir hans lék á píanóharmoniku, — síðan kom ég. Það voru margir góðir hljóðfæraleik- arar í Moten-hljómsveitinni. Fimm þeirra hafa leikið með mér fram á þennan dag. — Auk þeirra Walter og Jimmy Rushing eru það Ed Lewis, sem leikið hefur fyrsta trompet hjá mér í mörg ár, barytón-saxófónleikarinn Jack Washington og ti'ommuleikarinn Jo Jones. Við höfðum einnig menn eins og Eddie Durham trombónleikara, sem út- setti mikið og ,,Hot Lips“ Page, sem sá um trompetsólóarnar. Ég hef heyrt margar villandi sögur um það, hvernig ég varð hljómsveitar- stjóri, og vil því taka það fram, að ég tók ekki við Moten-hljómsveitinni, þeg- ar Benny dó. 1935 var hljómsveitin ráð- in til „Rainbow Ballroom“ í Denver, einn þekktasti dansstaður í vestrinu, en Benny varð eftir í Kansas City vegna veikra hálskirtla. Um það bil, sem hljómsveitin átti að byrja í Denver, fékk Bus skeyti um að Benny bróðir hans hefði dáið á skurð- arborðinu. Þessar fréttir höfðu mikil áhrif á alla í hljómsveitinni. Okkur þótti öllum mjög vænt um Benny og við höfðum litið meira á hann sem góðan félaga en ekki bara sem stjórnanda hljómsveitarinnar. Við gerðum okkar til að leika þann tíma, sem við vorum ráðnir í Denver, en án stjórnanda virt- ist þetta allt vera í molam. Bus Moten stjórnaði hljómsveitinni í næstu sex mánuði og síðan leystum við hljóm- sveitina upp. Það næsta sem ég gerði, var að stofna litla hljómsveit, og voru nokkrir félaga minna úr Moten hljómsveitinni með mér. Um haustið 1935 stækkaði ég hljómsveitina, og varð hún það, sem hún nú er. Þeir Rushing, Page, Durham, Ed Lewis, Jack Washington og Jo byrjuðu þá með mér. Mér er sama þó ég segi frá því, að það lék ekki allt í lyndi fyrir þessari hljómsveit minni. Við þvældumst á milli staða í ár eða svo, áður en eitthvað tók að rætast úr með sæmilega vinnu. En þar var það, sem Benny Goodman og John Hammond komu fram á sjónar- sviðið. Á einni ferð sinni til Kansas heyrði John í hljómsveitinni. Hann var ungur að árum þá, en með sama áhug- ann fyrir jazz og hann hefur enn þann dag í dag. John hafði gaman af hljóm- sveitinni og hann minntist á hana við marga, m. a. Goodman. Við útvörpuðum frá lítilli stöð í Kan- sas og John ráðlagði Benny að hlusta á okkur, sem Benny strax gerði, og þótti honum það nógu gott til þess, að hann kom alla leið til Kansas til að hlusta á okkur í eigin persónu. Ég get bætti því við, að Goodman-hljómsveitin lék þá í Chicago, og eina leiðin fyrir Benny að heyra okkur, var að fara með ferða- útvarpstæki út á lóð, þar sem engin hús voru nálægt. Þegar Benny kom til Kansas um vor- ið 1936 til að heyra í hljómsveitinni, datt engum okkar í hug að hann hefði komið bara til að hlusta á okkur. Benny fór aftur til Chicago og hringdi í fram- kvæmdarstjóra sinn, Williard Alexander hjá „Music Coi'poration of America" í New York. En John Hammond hafði einnig talað við Willard um hljómsveit- ina. Willard kom sjálfur til Kansas City og gerði samning við hljómsveitina fyrir MCA. Þveröfugt við margar sögur, þá fékk 9

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.