Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 6

Jazzblaðið - 01.11.1950, Blaðsíða 6
*— og vinnu í þeirri hljómsveit. Þetta var árið 1927, þegar sú tegund jazzins, sem við nefnum „hot“, var að mótast; og fágast, og Harry hélt sífellt upp á við á tónlistarbrautinni. — Um þetta leyti fannst honum hann fyrst vera að ná tökum á jazzinum, enda hafði hann nýlega lagt út á þá braut, að útsetja fyrir hljómsveitir, sem gerði honum mikið gagn. Snemma á fjórða tug aldarinnar bauð Edgar Jackson honum í hljómsveit sína, sem þá lék á stað, er nefndist „Spiders Web“, og tveim árum seinna fór Harry, ásamt þrem öðrum meðlimum Jackson- hljómsveitarinnar, þeim Ivor Mairants, Jack Nathan og Les Lambert, yfir í hljómsveit þá, er Roy Fix var að setja á laggirnar um það leyti. En þar eð Roy varð að leggja niður hljómsveit sína, sökum heilsuleysis, skipti Harry enn, og fór til Bert Firmans, sem um þær mundir lék í London Casino. Síðustu árin fyrir heimsstyrjöldina endurspeglaði enska danstónlistin hina hræðilegu listrænu afturför, ekki síður en allir aðrir skemmtikraftar — að svo fór, er engum frekar um að kenna en áheyrendunum sjálfum og lélegum smekk þeirra. Harry skildi þetta og það olli honum leiðinda, en samt vissi hann að ennþá væri ekki kominn tími til fyrir hann að koma hugsjón sinni í fram- kvæmd. Þannig atvikaðist það, að árið 1939 er hann enn réttur og sléttur hljómsveitai’maður í hljómsveit Oscar Rabin. Svo var það árið 1943. Harry lék hjá Geraldo, var ennþá óánægður með þá meðferð, er jazzinn hlaut að hans dómi, og bar ennþá þá löngun í brjósti að leggja fram sinn skerf til þess að bæta úr því eftir megni. Og skyndilega rofaði til. Hugsjónin varð að veruleika, þegar nokkrir fyrsta flokks hljóðfæraleikarar, m. a. Harry Conn, Duncan White og Pat Dodd, sem þá voru allir í „lausa- bissness", tóku saman höndum, ásamt Harry, um að mynda hina fyrstu „Pieces og Eight”. Hljómsveitin komst að í B. B. C. og fékk nokkra hálftíma- þætti í útvarpi til Vestur-Indía. „Vestur-Indíubúar“, segir Harry og grettir sig, „virtust bara alls ekki hafa nokkurn áhuga fyrir jazzi“, og að vissu leyti misheppnuðust því útvarpsþættirn- ir. Vinsældirnar létu ekki bæra á sér. En Harry hélt ótrauður áfram í þeirri vissu, að annar hvor aðilinn, hann eða áheyrendur, hlyti að láta undan um síðir, og staðráðinn með sjálfum sér í því, að það yrði ekki hann. En velgengn- in færðist feti nær þá er Harry réði Norrie Paramor til sín. Útvarpsþáttunum fór nú smáfjölg- andi og loks gerði Harry samning við plötufyrirtækið Parlophone — svo er sagan um Harry Gold ekki lengri. í hljómsveit Harrys eru nú þessir menn: Cyril Ellis, trompet; Bill Moss, trombone; Ralph Bruce, clarinet; Lauri Gold, bróðir Harrys, á tenór saxófón; Norrie Paramor, píanó; Peter Sloan, guitar; Harry Benson, bassi, og Sid Hieger, trommur. Á komandi árum munu vinsældir hljómsveitar Harrys og vinsældir Dixie- land- hljómlistarinnar fylgjast að, og enginn getur neitað, að allar líkur benda til að bæði hljómsveitin og hljóni- listin, sem hún leikur, eigi glæstá fram- tíð fyrir höndum. fÓl. G. Þ. þýddi). 6 ^axxttaSiS

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.