Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 18

Jazzblaðið - 01.06.1952, Blaðsíða 18
sem er, að fyrr cða síðar kemur röðin að þeim, en það ríður á að Keta sem mest, því að nóg er af mönnum, sem sumir hverjir hafa í áratugi æft, en ekki fengið vinnu, svo að teljandi sé. Samkeppnin er scm sé afar hörð. Blást- urshljóðfæraleikarar og trommuleikarar eru lang beztir. Píanistar, guitarleikarar og bassaleikarar eru yfirleitt lélegir. — Heldurðu að nolclcur íslenzkur jazz- leilcari standist samanburð við þá ensku? — Já, áreiðanlega einhverjir, og marg- ir hljóðfæraleikarar hér standa mun framar hljóðfæraleikurum marga dans- hljómsveitanna. — Hvað segirðu um■ jazzinn í Kaup- mannahöfn ? — Þar er eiginlega ekkert jazzlíf. Jazzleikara er hægt að telja á fingrum sér, og danshljómsveitirnar eru þar fyrir neðan allar hellur. — En í Svíþjóð? — Þar er annað uppi á teningnum. Jazzlíf þar er sama og danslífið, því að þar er ekki leikið annað fyrir dansi en jazzmúsik. Sérstaða, sem hljóðfæraleik- arar um heim allan ættu að öfunda Sví- ana af. í Svíþjóð eru margir góðir jazz- leikarar, en þar eru líka margir lélegir, og í þeim hópi eiga heima margir þeir, sem hampað hefur verið ótrúlega mikið. Sænsku dagblöðin skrifa allt af því eins mikið um jazz og Mogginn um séra Bjarna þessa dagana, svo að jazzleikarar þar eru sannarlega á hinni grænu grein. — Hvað geturðu svo sagt mér um álit þitt í jazzlífinu hér? — þar sem ég er einn þátttakandinn í því, er það sízt mitt að fella dóm um það. Ég undirstrika aðeins það, sem ég sagði fyrr, að línurnar á milli dans- músikar og jazzins þyrftu að vera sem skýrastar. Og eftir að hafa hlustað á fjölda hljóðfæraleikara í þremur lönd- um, þá get ég fullyrt, að hljóðfæraleik- arar hér standa þeim yfirleitt ekkert að baki. — Hér eru meira að segja menn, sem mundu bera af erlendum hljóðfæraleikurum. — .Jazzleikarar eru hér enn of fáir, en þeim fjölgar á næstu árum. — Er meira að segja alltaf að fjölga. S. G. ad lih Framhald af bls. 3. blaðinu, þá erum við ánægðir. Allt sem við óskum eftir er, að a.ð sjá orðið jazz (auðvitað rétt skrifað) sem oftast í blöðunum. Að því má hins vegar víkja, að Jazz- blaðið er oft og tíðum eliki eins vel skrif- að og skyldi. Fyrir því liggja fyrst og fremst þær ástæður, að blaðið er unnið af einum manni, og það unnið sem áhugastarf. Því miður fást engir menn úr hópi jazzleikara eða jazz-áhugamanna til að slcrifa svo nemi í blaðið. Hræddir? Feimnir? Geta það samt eflaust margir. Þess vegna er blaðið eklci eins gott og það gæti verið. — Vísir fann að þessu í frásögn af efni síðasta jólalieftis. — Kunningi olckar sagði, að við notuðum lýsingarorð allt of milcið. Er sennilega hvoru tveggja rétt. En auk þess sem að framan greinir, hefur undirritaður því miður elcki skólazt nóg, til að geta dregið úr lióflegri notkun lýsingarorða, og mun blaðið af þeim sölcum lítið breytast til batnaðar. — / blaðinu mun öðru hvoru koma setning, sem hefði getað verið miklu betur sögð, ef tími, kunnátta og ég veit eklci hvað og livað, væri fyrir hendi. Samt mun undirritaður ótrauður halda áfram að skrifa um jazz. Því að jazzinn og hinir óteljandi snillingar hans eiga sannarlega slcilið að um þá sé skrif- að. Og fyrir slíkt málefni ætti öllum að vera ánægja, þótt eklci væri nema að reyna að halda á penna. S. G. 18 jcuMuU

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.