Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1938, Blaðsíða 5

Tímarit Tónlistarfélagsins - 01.04.1938, Blaðsíða 5
Timarit Tónlistarf élagsins celló —. Það vex þannig upp með tónlistinni og til- einkar sér hana á lífrænan hátt, hún verður því sjálf- sagður hlutur i stað lærðrar leikni, sem oft er hætt við. 2. Barn, sem aðeins hefir fengið þessa byrjunaræfingu, en lærir ekki síðar að leika á eitthvert „stóru“ hljóð- færanna, hefir samt sem áður eignast verðmæti, náð takmarki, sem þýðingu hefir út af fyrir sig, þótt ekki sé lengra haldið. Það hefir, með hverfandi litlum tíma og tilkostnaði, náð þeim möguleika, að halda föstu sambandi við tónlistina. Vanaleg tónlistarkennsla ger- ir aftur á móti kröfur til verulegs tíma og krafta, ef nemandinn vill eða ætlar að ná þeim árangri, að nám- ið sé ekki tilgangslaust og í molum. 3. Ef. unglingur, sem hlotið hefir slíkt byrjunarupp- eldi í tónlist, ætlar að leggja stund á eitthvert hinna venjulegu hljóðfæra, annaðhvort í atvinnuskyni eða af áhuga fyrir að ná sem lengst, þá er þegar lagður mikilsverður grundvöllur að slíku námi; Grundvallar- atriöin, sem annars oft vill verða erfitt að ná tökum á, eru löngu orðin ljós og auðsæ, tónlistin orðin þátt- ur samtvinnaður lífi og starfi. Það er auðsætt, að til þess að geta vænzt lífsuppeldis af tónlistinni þarf um langt skeið að lifa fyrir hana. Til þess að komast að raun um þetta urðu aðrar þjóðir álfunnar að ná aftur dreifðum kröftum sínum og vinna nýjan lífsþrótt. íslendingar, er um nokkurt áraskeið hafa fengið meiri áhuga fyrir tónlist en nokkru sinni fyr, eiga þar viðfangsefni sem er hvorttveggja í senn, auðvelt og erfitt. Það er að skapa sér sérstaka eða sérstæða tón- listarmenningu. Það er skiljanlegt, að gáfur þjóðarinnar, — sem einkum koma ókunnugum fyrir sjónir í almennri sönggleði og sönghæfni, — hafa ekki þegar leitt til sjálf- stæðs tónlistarlífs. Tónlistarlíf á nútíma mælikvarða krefst fjölmennis á sama stað, borga eða stórra bæja. Með örum vexti höfuðborgarinnar verður nauðsyn á starfi í þessa átt mjög aðkallandi. Myndun sérstæðrar tónmenningar verð- ur, ef svo mætti segja, bæði ofan frá og frá grunni jöfnum 21

x

Tímarit Tónlistarfélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Tónlistarfélagsins
https://timarit.is/publication/723

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.