Jazz - 01.11.1947, Blaðsíða 3

Jazz - 01.11.1947, Blaðsíða 3
Áramótahugleiðmg Þetta hefti verður fyrirsjáanlega það síðasta sem út kemur fyrir nýjár, og viljum við því nota tækifærið og þakka lesendum okkar góðar undirtektir og stuðning við blaðið og íslenzkum hljóðfæraleikurum fyrir góða sam- vinnu. Það er gaman að rifja upp hvað hefir skeð á hinu liðna ári og hvaða efni blaðið hefir flutt það sem af er, en þar sem það yrði of langt mál að fara nákvæmlega út í efni blaðs- ins, mun ég stuttlega telja upp greinarfjölda þann, er birzt hefir í hinum 7 útkomnu tölu- blöðum. Birzt hafa 40 greinar, þar af 5 þýddar og 35 frumsamdar fyrir tímaritið, þar af 18 um íslenzkan jazz, auk þess hafa birzt frétta- dálkar, er þeir Harry Dawson og Svavar Gests hafa annazt, alls 24 dálkar. Plötufréttir hafa birzt í 7 dálkum og textar í 6, 4 lög hafa birzt í píanóútsetningu, og auk þess hefir bréfakassinn náð yfir 10 dálka. Sex heilsíðumyndir hafa birzt í blaðinu auk 60 smærri mynda, þar af hafa birzt 23 mvndir af íslenzkum hljóðfæraleikurum. Svona væri lengi hægt að telja áfram, en það yrði þreytandi lestur og er heldur ekki ætlunin með þessari grein, heldur aðeins að gefa dálítið yfirlit yfir starf blaðsins. Greinar hafa birzt um jazz á Islandi í ameríska músikblaðinu Down Beat eftir rit- stjóra Jazz og í brezka jazzblaðinu Melody Maker eftir sama, auk þess hefir blaðinu borizt hamingjuóskir í tilefni starfsins frá m. a. Hugues Panassie, Frakklandi; Egon Ped- ersen, Danmörku; Nils J. Jacobsen, Noregi; Harry Dawson, Englandi; Joseph Madison, Bandaríkjunum og Leslie Hurl, Hollandi. Einnig hefir Tímaritið Jazz gengizt fyrir útgáfu fyrstu íslenzku jazzplötunnar, er mun koma á markaðinn eftir áramót, og er hún leikin af Birni R. Einarssyni og hljómsveit hans, og er von á plötum með fleiri hljóm- sveitum síðar. Eftir áramót er von á fyrstu jazzmyndinni, og mun hún taka 10 mínútur, og er tekin af þeim Sigurþóri H. Jónssyni og Þorleifi Þor- leifssyni og er af K.K.-sextettinum. Ef þessi mynd tekst vel, er í ráði að halda áfram myndatökum af íslenzkum hljómsveit- um bæði fyrir innlendan og erlendan markað. Tímaritið hefir haft á stefnuskrá sinni um- 'burðarlyndi í hljómlist, hefir ávallt verið á móti ofstæki í nokkurri mynd, og hefir unnið ótrautt og öfgalaust á móti árásum á jazzinn í hverri mynd sem þær hafa verið. Annars má sjá, að það sem af er, hafa árásirnar á jazzinn minnkað, en áhuginn aukizt að sama skapi, m. a. við kynningu fólksins við sína eigin hljómlistamenn. Þó ritar Thorolf Smith grein í Vísi um myndina Carnegie Hall, þar sem hann kallar jazzunnendur „Tónlistaféndur“ og segir auk JAZZ 3

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.