Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 25

Musica - 01.04.1948, Blaðsíða 25
„Æoliska" með grunntóninn a og hin „Jóniska" með grunntóninn c, og af þeim kom svo Dúr og moll vorra tíma. Hinn Gregoriskj .söngur. Tónfræði miðaldanna var með vissum breytingum tekin frá fortíðinni og var fyrst skírð af gríska heim- spekningnum og stærðfræðingnum Pythagoras. En um 600 e. Kr. kom Gregorius mikli lagi á kirkjusöng rómversku kirkjunnar og voru því hinir gömlu messusöngvar kallaðir eftir honum „Gregoriski söngurinn". Það þýðir ekki að spyrja hverjir hafi samið hin ein- stöku gregorisku lög, því að höfundarnir munu ávallt verða óþekktir. I hinum gregoriska söng þekkjast ekki hiljóðfæri og ekki samhljómar, hann' er undantekningarlaust einrödduð (a capella) hljómlist án rytlhma. Það er aðallega hljómur orðanna, sem ákveður hvar áherzlan kemtir. Textinn er venjulegast latneskur skáldskapur. List tónanna fann þannig hinn fyrsta og mikilsverð- asta stað í messu hinnar kaþólsku kirkju. Hinir einstöku hlutar messunnar og orð eru eins í dag og á tímum Gregoríusar mi'kla, en sú hljómlist, er samin hefur verið við messurnar, hefur óneitanlega breytzt. 18. og 19. öld einkenndist af hinum stórkostlegu messum með margrödduðum kór, hljómsveit og ein- leikurum, og má t. d. nefna hina stórkostlegu messu Beetihovens, „Missa solemnis". Við hliðina á þessu stórverki lítur hinn einraddaði kirkjusöngur gregor- íska tímabilsins út sem einfaldleikinn sjálfur, en sé söngurinn athugaður kemur í ljós, að hin einfalda melodiska framsetning er óihemju rík af mögulei'kum og það er ljóst að höfundarnir hafa verið miklir og sannir listamenn. Fleirraddaður söngur. Gegnum allar miðaldirnar liefur kirkjan sig sem andlegur og veraldlegur miðdepill Evrópu, og aðeins sú list, er hlaut hinn b'láa stimpil kirkjunnar, fékk fram að ganga. Og hin þjóðlega tónlist, er þrátt fyrir allt blómgað- ist á þessum tímum, bar einn.ig glögg einkenni kirkju- söngsins. Þetta sama gildir um hinar norrænu þjóðvísur, hinn franska Troubadur og Trouvésöng og hina þýzku minningar- og meistarasöngva. Alls staðar var þetta einraddaður söngur með kirkjulegum blæ. A Norðurlöndum voru þetta hring- dansar, þar sem forsöngvarinn söng- erindin, en allir þátttakendurnir viðlagið, en Troubadurarnir höfðu hljóðfæri með söngnum, án þess að hægt væri að tala um undirleik, í fullri meiningu þess orðs. Frá tímurn meistarasöngvaranna og Troubadur- anna lifa enn nöfn nokkurra tónskálda eins og t. d. Bertran De Born, Adam de la Hále, Wolfram von Eschenbach og Walther von der Vogelweide. A tímum Núrnbergarmeistarans Hans Sadhs, um 1600, var hinn margraddaði söngur þegar staðreynd. Þegar í kringum 1000 var mikið notuð mótrödd, er fylgdi laglínunni nótu fyrir nótu einum kvart neðar. Seinna fundu menn upp jafn reglubundna gagnhreyf- ingu nótnanna, þ. e. a. s. þegar einn tónn í laglínunni fór niður, fór mótröddin upp. Eftir sameiningu þessara tveggja kenninga kom kenningin nóta fyrir nótu (punctus, contra punctum, hér af er dregið orðið kontrapunktur), þar sem hver tónn í einni röddinni svarar til eins í annarri, og þar með var stíflunni fyrir áframhaldandi framvindu hljómlistarinnar rutt úr vegi. Frá liinum franska skóla í Notre Dame, París, og hinum ensku skólum 14. og 15. aldarinnar he'ldur þróunin svo áfram til gullaldar Vokalpolyfónsins (margröddunarinnar). (Framh.) Ég veit, að ég er listamaður. Beethoven. Ástin og Vínarvalsinn fylgjast ávallt að. Alfred de Musset. MUSICA 25

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.