Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 04.06.1945, Blaðsíða 4
100 ÚTVARPSTÍÐINDI lönd og þjóðir þær sem mest hafa kom- ið við sögu styrjaldarárin. Þar mun verða rætt um landfræði, viðskipti, at- vinnuvegi, sögu og menningu þessara landa og þjóða. — Og hverjir flytja? ►— Það er ekki fullráðið. Hinsveg- ar mun verða reynt að velja í þetta hina hæfustu menn og fróðustu. Leitað mun verða til Sverris Kristjánssonar sagnfræðings, Knúts Arngrímssonar skólastjóra og nokkurra fleiri ágætis- manna. *— Hvað verða erindin mörg? — Um það er ekki unnt að segja að svo stöddu. Það fer bæði eftir því hversu marga fyrirlesara við fáum og hversu rausnarlegir þeir verða á efnið. — Verður útvarpssaga í sumar? — Já, hlustendurnir þurfa engu að kvíða í því efni. Hún verður ekki framreidd í neinum smáskömmtum, því ákveðið hefur verið að sagan verði lesin tvisvar í hverri viku. — Og um aðra dagskrárliði? — Margt er enn í óvissu, og því ekki tímabært að skýra frá því, en annað er þó nokkurn veginn ákveðið. Það er m. a. ætlun okkar að gera börnunum einhver skil á sunnudögum í sumar, eftir því sem við verður kom- ið og kraftar fást til þeirra hluta. En hér er þó bezt að slá einn varnagla og hann er sá, að það er hreinasta þrælavinna að halda uppi góðri dag- skrá á sumrin. Menn hafa annað að gera í góða veðrinu en að sitja inni- lokaðir og brjóta heilann um skemmti- legt efni fyrir útvarpshlustendur, sem eru svo sjálfir að spóka sig í góða veðrinu og nenna ekki að hlusta. í þessu sambandi má geta þess, að okk- ur hafa borizt fjölmargar óskir eða áskoranir þess efnis, að veigamikil út- varpserindi eða annað efni sem venju- legu máli skipti, yrði látið bíða vetrar- dagskrárinnar. Fólk hvorki vill né get- ur eytt tíma sínum á sumrin við það að hlusta á útvarp. Það er þó ekki svo að skilja að við álítum það efni lé- legt, sem flutt er á sumrin. Síður en svo, því að markmið okkar er að gefa hlustendunum tækifæri á að njóta góðs efnis árið um kring. En erfiðleikarnir á að fá næga starfskrafta eru það miklir á sumrin að við verðum að fá ýmislegt efni sem auðveldara er að afla sér heldur en fyrirlestra, svo sem ,,Þýtt og endursagt“ og lestra úr bók- um. Við hefðum gjarnan viljað taka upp hinn mjÖg svo vinsæla sumarþátt „Landið okkar", en ekki þorað að byrja á því vegna þess að okkur hefur ekki tekizt að fá menn til að flytja hann. Reynslan hefur líka sýnt okkur að jafnvel þó að upnt sé að byrja á þessum þætti, hefur gengið erfiðlega að fá menn til þess að flytja hann þeg- ar kemur fram á sumarið. — Verða erindin um „daginn og veginn" ekki flutt í sumar? — Jú. Til þess hafa verið fengnir aðallega þrír menn, þeir Bjarni Ás- geirsson, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson og Gunnar Thoroddsen. Ennfremur Gunn- ar Benediktsson, eftir því sem hann hefur tíma til frá önnum. Hér er um að ræða góða ræðumenn sem útvarps- hlustendur munu að sjálfsögðu una vel við. — Fleira nýtt? — Ekki að svo komnu máli, en í guðanna bænum reyndu að koma í veg fyrir þann óheppilega misskilning

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.