Pöntunarfélagsblaðið - 09.03.1935, Blaðsíða 3

Pöntunarfélagsblaðið - 09.03.1935, Blaðsíða 3
Pöntunarfélagsblaðið 3 vörum en nú er, en það myndi aftur lækka verðið til neytend- anna. Aðaltekjulind fjelagsins hef- ir verið búðarsalan. Þennan tekjulið ætti að mega auka að miklum mun, t. d. með því að kaupa fleiri vörutegundir beint frá útlöndum og taka upp pant- anir á vefnaðarvöru, skófatn- aði og öðru, sem í senn gaeti .gefið félaginu arð og tryggt fé- lagsmönnum stórum hagkvæm- ari kaup á þessum vörutegund- um. Eins er áreiðanlega hægt að auka búðarsöluna á þeim vörutegundum, sem nú þegar eru þar á boðstólum, og þyrfti þá að flytja búðina að fjölfar- inni götu og hafa hana í öllu .stærri og fullkomnari. Eins og nú er, má segja, að all-mikill hluti þeirrar vinnu, sem unnin er fyrir félagið, sé unnin sem sjálfboðaliðsvinna, eða því sem næst. Það er ekki viðunandi til lengdar. Félagið verður að varast hvort tveggja, annars vegar að svelta starfs- menn sína og brjóta taxta verkalýðsfélaganna og hins vegar það að ala upp hátekju- menn. Félagið verður að launa starfsmenn sína eftir taxta verkalýðsfélaganna. Þeir eiga að búa við sömu kjör og aðrir vinnandi verkamenn. En til þess að geta fullnægt þessari skyldu, verða félaginu að auk- .ast tekjur. Félaginu er það nú hin mesta nauðsyn, ef það á að geta hald- ið áfram að vaxa og dafna, að félagar þess leggi því til rekst- ursfé — kaupi af því vaxta- bréf sín. Þá væri hægt að auka ágóða félagsins og lækka um leið vöruverð til félagsmanna. Vöruvelta félagsins í nóv. og des. var ca. 40.000 kr. Á þess- ari upphæð var brúttó ágóði kr. 3215.92. Félagsgjöldin (þ. e. sá hluti þeirra, sem rennur í reksturssjóð) voru 205 kr., vextir af innistæðu í banka kr. 1.46. Brúttó ágóði alls kr. 3422.63. Kostnaðurinn sundurliðast þannig: Ýms kostnaður (búð- arinnrétting, keyrsla á vörum o. fl.) kr. 754.79. Vátryggingar- gjald kr. 61.25. Laun starfs- manna kr. 1525.00. Hi'einn á- góði alls kr. 1081.64. Eins og sjá má af þessum tölum, er hreinn ágóði félags- ins, kr. 1081.64, ekki nógu mik- ill til að greiða allan stofn- kostnað, verzlunarbréf o. fl. að fullu. Vantar þar upp á kr. 22.96. Þegar eftir stofnun Pöntun- arfélags verkamanna tók að bera á grimmilegum fjandskap gegn því af hálfu margra stór- kaupmanna og heildsala hér í bæ. Þessi fjandskapur hefir magnazt því meir sem pöntun- arfélagið náði meiri útbreiðslu, efldist og varð færara um að veita félagsmönnum ódýrar vörur, svo að Félag íslenzkra stórkaupmanna hefir lýst yfir algerðu sölubanni á hendur Pöntunarfélagi verkamanna. 1 þessu kemur það fram með allra skýrasta móti, að hér rek- ast á tvennir algerlega gagn- stæðir hagsmunir: Hagsmunir hinnar vinnandi stéttar með Pöntunarfélag verkamanna sem fulltrúa og hagsmunir yfirstétt- arinnar, sem í þessu máli teflir fram Félagi íslenzkra stórkaup- manna sem fulltrúa sínum. Séi'- hver félagsskapur verkalýðsins, sem vinnur af alúð að hags- munamálum stéttar sinnar, á sér ætíð í herbúðum eignastétt- arinnar óvini, sem reyna með öllu móti að koma honum á kné. Þessar ofsóknir heildsal- anna á hendur pöntunarfélag- inu eru um leið full viðurkenn- ing þéss, að félagið hefir rækt stéttarskyldur sínar gagnvart verkalýðsstéttinni og að því hefir með talsverð,um árangri tekizt að vinna gagn hags- munamálum hennar. Þess vegna ríður nú á, að verkalýðui'inn fylki sér enn fastar um þessi samtök sín, til þess að brjóta á bak aftur þau fjandsamlegu öfl, sem vilja pöntunarfélag- ið feigt. Verkamenn eiga sér nóg vopn til þess að bea sigur úr býtum í þessari baráttu. Þeir eiga samtakamáttinn. Ef pönt- unarfélagið er nógu fjölmennt og nógu einhuga, þá er það þess megnugt að standa af sér hvaða árásir, sem er. Og pönt- unarfélagið mun ekki láta hug- fallast fyrir þær ofsóknir, sem hafnar hafa verið ,á hendur því. Það hefir tök á að afla sér þeirra varna, sem Reykjavíkur- heildsalarnir neita því um, og fullnægja þannig framvegis þörfum verkamanna á ódýrum vörum. En þrátt fyrir það verðum við að gera okkur ljóst, að hér eru að verki sterk öfl, sem vilja ókkur feiga. Þessi öfl verða

x

Pöntunarfélagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pöntunarfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/743

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.