Ísland


Ísland - 04.10.1929, Blaðsíða 3

Ísland - 04.10.1929, Blaðsíða 3
I S L A N D 3 Klerkastéttin reis vitanlega gegn stjórnarskránnni. Og gekk hún eins að verki og hún •hafði gert 1857. Árið 1926 komst alt í bál og brand. Klerkastéttin skoraði á almenn- ing að brjóta í bág við stjórn- arskrána og virða hana einskis. Stjórnarvöldin tóku menn kirkj- unnar höndum, kærðu þá fyrir lagabrot og vörpuðu þeim i fangelsi. Klerkar, sem fæddir voru erlendis, voru reknir úr landi. Eignir kirkjunnar voru teknar lögnámi. Margir barna- og undirbúningsskólar voru bannaðir og nokkrum sjúkra- húsum og uppeldisstofnunum lokað. En þessar fyrnefndu stofnanir voru komnar í hend- ur kirkjunnar. Endirinn á þessu varð sá, að klerkarnir gerðu verkfall. — En svo komst sátt á í júnfmánuði sl. — Báðir aðiijar slökuðu til. Stjórnin var í raun réttri neydd til þess að sættast við kirkjuna. — Iðnaðurinn og land- búnaðurinn er í kalda koli. Innanlandsstyrjöld var nýlega lokið og almenningur þessvegna skuldugur og fátækur. Kirkjuvöldin fá nú að ráða vali sumrá presta. Klerkar fá kristindómskensluna í sínar hendur, en aðeins í kirkjunni. — þeir mega ekki kenna í skólunum. Klerkastjórnin verður að hafa einn mann við hverja kirkju, sem ber fulla ábyrgð gagnvart stjórninni á því, sem fram fer í kirkjunni eða í sam- bandi við hana. Stjórnin hefir rélt lil þess að loka kirkjunum, ef kirkjunnar menn brjóta í bág við anda laga þeirra, sem innihalda sáttargerðina. — Og kirkjan fær ekkert aftur af eign- um sínum. Margir ápá því, að friðurinn muni verða skammvinnur á milli kirkjunnar og ríkisstjórn- arinnar. Vopnabrakið verður ef til vill ekki eins mikið í Mexico út af málefnum kirkjunnar hér eftir sem hingað til. — Styrj- aldir eru að komast úr »móð« í Mexico. — En það er lítt hugsandi, að friður geti verið i Mexico iyrr en annarhvor þess- ara aðilja, kirkja eða ríki, er brotinn á bak aftur. Og kirkjan í Mexico getur náð völdum á ný. Jesúitar stjórna henni. Og þeir eru bæði þrautseigir og úrræðagóðir. Jón Guömundsson framkvæmdarstjóri B. S. R. Jón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Bifreiðastöðvar Reykjavikur, lést með sviplegum hætti aðfaranótt 3. þ. m. Hann var í lokaðri bifreið niður við höfn og ók með hraða miklum beina leið út i sjó. Og gera menn. ráð fyrir, að hann hafi ekið vísvitandi í sjóinn. Nokkru áður voru þær kvik- sögur farnar að berast um bæ- inn, að bruni bifreiðaskúrs B. S. R., sem getiö hefir veiið um hér i blaðinu, hefði orðið af mannavöldum. Og vildu sumir gefa i skyn, að Jón heitinn hafi verið riöinn við þetta biunamál. En það er rvngt með öltu. Lög- reglustjóri hefir haft brunamál þetta tií meðferðar, og er rann- sókn um þaö bil lokið. Og lög- reglustjóri segir með öruggri vissu, að Jón heitinn hafi á engan hátt verið riðinn við brunann. Kunningjar Jóns heit- ins munu og vera þess fullvissir, að honum hafi aldrei dottið í hug að grípa til óheiðarlegra meðala. — Hann var svo vand- ur að virðingu sinni, að sliks munu fá dætni. Jón heilinn var viðkvæmur I lund, og ætla margir, að bann hafi tekið sér orðasveim þenna um brunann svo nærri, að hann hafi þess vegna stytt sér aldur. Jón heitinn var drengur góð- ur og eignaðist marga kunningja hér f bænum. Vntu þeir hann mikils, enda átti hann virðingu þeirra skilið. Hann var orðlagð-' ur dugnaðarmaður. Umliv<=*r*ÍÍ!-í jörðina á degi. Flestir munu kannast við skáldsögu Jules Veme: »Um- hverfis jörðina á 80 dögum«. Bók þessi hefir átt miklum vin- sældum að fagna. En margir lítu þó svo a, að það væri fjar- stæða ein, að hægt væri að komast í kringum hnöttinn á 80 dögum. En nú hefir þýzka loftskipið »Graf Z ppelin« farið umhverfis löiðina a 21 degi og nokkrum klukkustundum. »Graf Z ppelin« lagði af stað frá Lakehurst á austurströnd Ameríku. Flaug það í fyrsta á- tanganum yfir Atlandshafið og tók land í Fi iedrichshafen í Þýzkalandi. Þaðan var haldið i austur, yfir Evrópu og Asiu og numið staöar í Tokio i Japan. Fi á Tokio flaugskipiðyfir Kyrra- hafið til Los Angeles á vestur- strönd Ameriku. Nú átti skipið aðeins óflogið ytir meginland Ameriku. Og sá hluti flugsins var einna erfiðastur. — Mót- vindar, þokur og hellirigningar tötðu flug skipsins. En þó komst skipið heilu og höldnu yfir meginiandið, til Lakehurst, þaðan sem lagt var af stað í flugið. þjóðverjar hafa getið sér mikla frægð með þassu heims- Qugi. Peir hafa sýnt karlmensku og dugnað, sem lengi verður f minnum hötö. Og þeir hafa sýnt fádæma hugvit með byggingu »Grat' Zeppelin«. En flug þetta er merkilegt af öðrum ástæðum. Pað gefur fyr- irheit um það, að samgöngur og viðskitti þjóðanna muni batna mjög á næstu árum. Og engum getur blandast hug- ur um það, að faitæki framtlð- arinnar séu loftskip og flugvél- ar. — Komandi kynslóðir fara ferða sinna i loftinu. Nestor Makhno, þjóðhetja Ukrainemanna. Piír miklir menn komu fram á sjónarsviðið í Rússlandi á bvltingar-áiunum. Lenin og Trotsky kannast allir við, en Makhno hefir tæplega verið nefndur utan Rússlands, og þó er hann vafalaust miklu meiri maður en tveir þeir fyrnefndu. Nestor Makhno fæddist 1891 í þorpi einu i Ukraine. Foreldrar hans voru bláfatæk og áttu fyrir mörgum að sjá. Makhno var á barnsaldri þegar hann misti föður sinn. Og var því oft þröngt í búi hjá fjöiskyldunni. Makhno var því látinn vinna jafnskjótt og gat gengið uppréttur. Þegar hann var á 6. árinu, var hann vakinn með \sólaruppkomu, til þess að reka búfé þorpsbúa út a slétturnar. Skóla gat hann ekki sótt nema stöku sinnum. Hann varð að vera heima og vinna. En brátt varð það augljóst, að gafur hans voru miklar. Hann gerðist verkamaður i verksmiðju, og þegar hann var 15 ára, þótti hann fullgildur starfsmaður. — Snemma byrjaði hanti að lesa byltingarit, og í verksmiðjunni komst hann f kynni við jafnaldra sfna, sem einnig hugðu á byltingu. Drengir þessir höfðu sífelda kúgun fyrir augun sér. Rúss- neskir embættismenn og stór- iaxar þrælkuðu Ukrainabúa, tóku af þeim eigur þeirra, börðu þá með hnútasvipum og ofsóttu þá á allan hugsanlegan hátt. — Og þetta gerði drengina að byltingamönnum. Makhno gekk i leynilegt bylt- ingafélag, þegar hann var 15 ára. En ári siðar var hann tekinn böndum og dæmdur til dauða fyrir byltingastarfsemi. Móðir hans kom nú til skjal- anna. Hún gekk frá Heródusi til Pilatusar, eins og þar segir, til þess að reyna að fá Makhno náðaðan. Og húngafstekki upp, þó að erfiölega gengi. Og að lokum fékk hún því til leiðar komið, að hann var náðaður. — Dauðadóminum var breytt f æfilangt fangelsi. Makhno var fluttur til Buter- ky, illræmdasta fangelsisins í Rússlandi. — Petta fangelsi er mikið notað nú á tírnum af kommúnistum. — Útlitið var ekki glæsilegt: 16 ára gamall drengur dæmdur í æfilangt fangelsi og settur í versta hegningarhús Rússlands. En Makhno lét ekki bugast. Hann sagði böðlum sínum hik- laust til syndanna. Og þessvegna var hann settur í járn og hafð- ur í þeim allan timann, sem hann var í fangelsinu — 10 ár. Járnhlekkir voru settir um bera ökla hans. Keðja—x/» alin á lengd — var á milli þeirra. — Einnig voru jámhringar hafðir á úlnliðum hans, — álnar- löng járnkeðja var á milli þeirra. Pólitískir fangar höfðu rétt til þess, að fá bækur til lestrar f fangelsunum. Makhno notfærði sér þetta. — Hann las afskap- lega mikið á fangelsisárunum. Pegar febrúarbyltingin var um garð gengin 1917, var Makhno slept úr fangelsinu. — Og hafði hann þá dvalið i fangelsinu í tíu ár. Pegar hann var laus, dvaldi liann nokkrar vikur hjá kunn- ingjum sínum i Moskva. Hélt hann sfðan heim á leið — til fjölskyldu sinnar. En aðkoman varköld. — Móðir hans var látin og flestir bræður hans fallnir i striðinu. Makhno hafði breyst f fang- elsinu. Pegar hann kom f fang- elsið var hann byltingamaður, þegar hann fór þaðan aftur, var hann stjórnleysingi (anarkisti). Stefna stjórnleysingja er gagn- ólík stefnu kommúnista. Stjórnleysingjar vilja afnema allar reglur, öll lög og alt skipu- lag. Peir vilja ekki hafa neina stjórn, en vilja láta einstakling- ana vera sjálfráða að öllu leyti. — Peir vænta þess, að þegar alt þetta er úr sögunni, muni ný blómaöld koma fyrir mann- kynið. Pegar einstaklingurinn sé engum böndum háður, þá (12 60). Snillingur mikill og að ýmsu leyti jafnoki Housemans. Chesterton: Collecied Poems (12.60). Spakvitur og fyndinn, en ekki talinn til hinna stærstu skálda. Gamanvísur hans eru afburða-góðar. H. W. Davies: Collected Poems (9.00). Ágælt lýriskt skáld. Masefield: Collected Poems (10.20). Ljóð hans eru misjöfn að gæðum, en hin beslu þeirra eru snildar- verk. Rupert Brooke: Collected Poems (15.00) Hann féll í stríðinu, kornungur. Ljóð hans sýna stóikost- lega hæfileika. Kipling: Heildar-útgáfa af kvæðum hans, Collected Verse, kostar 30 kr., en auk hennar eru mörg ágæt söfn minni, t. d. Twentg Poems •(1.20), úrval er hann gerði sjálfur fyrir ellefu árum, Darrack-room Ballads (7.20), A Choice of Songs (2 40), A Kipling Anthology (7,20) og Departmental Ditties (7.20). 1 þessum söfnum er að finna nálega öll hans bestu kvæði. Sum kvæðin eru erfið þeim sem ekki eru kunnugir alþýðumálinu í Lundúnum, og eigi eru þau öll stórkostlegur skáldskapur. Pó eru allmörg þeirra heimsfræg og það með réttu. Innan vissra takmarka hefir Kipling lýst lifi og skapferli Eng- lendinga betur en nokkurt annað skáld. Eldri skáld: — Almenn kvæðasöfn ensk eru harla mörg og vitanlega öll góð, en best eru Palgrave’s Golden Treasuiy (4.20); The Oxford Book of English Verse (10.20); Sir Algernon Methuen: An Anthology of Modern Verse (7.20; ágætt úrval úr ritum hinna nýrri skálda); Sami: Shakespeare to Hardy (4 20); The Oxford Book of Eighteenth Century Verse(10 20); The Oxford Book of Victorian Verse (10 20) Nalega öll eldri skáldin, þau er nokkuð kvtður að, fást í hinni snildarlegu en ódýru Oxford-útgáfu (4 20) og er ekki unt að gefa hér lista yfir þau. Sérstaklega mó þó benda á Blake, Burns, Crabbe, Milton, Long- fellow (allra skálda auð^kildastur), Herrick, Keats, Shelley, Word'Worth. Ástæða er til þess að vekja athygli á John Donne (4.80, tvö bindi), sem virðist nálega óþektur hér á landi. Leikrit. Nútiðar-höfundar: Bernhard Shaw' mun einna helzt þektur hér, samt, því miður, aðalega að nafni. Einkum ber að benda á Man and Superman (9.00; margt fleira f sama bindinu); The Devil’s Disciple (3.60), Pygmalion (3 60) og Saint Joan (7.20) en flest eru rit hans mjög merkileg. Fleckers Hassan (7.20) er snildarverk. Nálega öll leikrit J. M. Barries eru listaverk, en heldur þykir viðkvæmnin hafa yfirhönd- ina hjá honum. Bezt munu vera The Admirable Crichton (6 00) og Dear Brutus (6 00). Samstæð út- gáfa af öllum leikjum hans kostar 30 kr. öll leikrit Galsworthys hafa nú verið gefin út f einu stóru bindi (10.20); þau þarfnast engra meðmæla hér, enda þótt Islendingar þekki betur sögur hans enn sem komið er. Eldri höfundar: Shakespeare er vitaskuld sjálfsagð- astur og af góðum útgáfum er Oxford-útgáfan (í einu bindi) hentugust almenningi. Ágæt söfn af göml- um leikritum eru í Everyman’s Library og World’s Classics, t. d. Six Plays by Contemporaries of Shake- speare (2.40). Fleiri góðar og ódýrar útgáfur eru til. Skáldsögur. Nútfðar-höfundar: Thomas Hardy: Nálega allar hans sögur, en einkum má nefna The Return of the Native, Tess of the D’ Urbervilles, Jude the Obscure, The Mayor of Casterbridge og Far from the Madding Crowd (5.40 hver). Jobn Galswortby: Allar hans sögur, en einkum The Forsyte Saga (9 00) og fram- hald hennar A Modern Comedg (9.00); The Dark Flower (4.20); The Patrician (4 20). Margar af bók- um hans fást nú í mjög ódýrri útgáfu (2.40). Joseph Conrad: Nostrome (3.00); Victory (3.00) Lord Jim (10.20) ; Under Western Eyes (3.00); The Secret Agent (3 00); The Nigger of the Narcissus (2.40; margar af bókum Conrads fást við þessu verði). Arnold Benett: The Clayhanger (5.40); Hilda Lessways (4.20); The Old Wioe’s Tale (6.00); Riceyman Steps (6.60). Sheila Kaye-Smith: Flestar hennar bækur, en einkum Sus- sex Gorse (9.00) og A Challenge io Sirius (4.20). Oiive Srhreiner: Story of an African Farm. Free- man: Jeseph and his Brethren (9.00; sjá ritdóm í Vísi ®/« 1929, eftir próf. Rirhard Beck). Aldous Huxley: Barren Leaves (4.20). Norman Douglas: South Wind (4.20) . H. G. Wells: Margar af hans bókum, en eink- um Kipps\ Tono-Bungay; Love and Mr. Lewisham og When the Sleeper Awakes (4.20 hver). Kipling: Kim (7.20) . George Moore: Esther Waters (4.20). Eldri höfundar: Fielding: Tom Jones (4.20); Joseph Andrews (3.00). Scott: The Heart of the Midlothian (4.20) . Thackeray: Vanity Fair (4.20). Jane Austen: Allar sögur hennar hafa nú verið gefnar út snildar- lega f einu stóru bindi (10.20). Hún er eitt hið

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.