Ísland


Ísland - 11.10.1929, Blaðsíða 2

Ísland - 11.10.1929, Blaðsíða 2
2 15LAND hans eru einkum þessi: Ef kon- ungssambandið er aðeins grund- völlur sáttmálans, en ekki eitt af samningsatriðunum, þá get- ur hvor þjóðin um sig slitið því, hvenær sem henni þókn- ast — einnig á tímabilinu frá 1918 til 1943. — En með því að slit konungssambandsins gæti haft í för með sér, að sambands- sáttmálinn sjálfur félli úr gildi löngu fyrir 1943 — og óhugs- anlegt virðist, að þaö hafi verið tilætlan samningsaðilja — þá hlýtur konungssambandið að vera eitt af samnings- atriðun- um. En þessi röksemdaleiðsla fell- ur um sjálfa sig af þeirri ástæðu m. a., að 2. gr. sambandslag- anna mælir svo fyrir, að kon- ungserfðum verði ekki breytt, nema með samþykki beggja ríkja, og virðist því örugt, að konungssambandið hljóti að standa meðan sambandslögin eru í gildi. Vegna þessara ákvæða og ákvæða 3. gr. væri það því sambandslagabrot af Islendinga hálfu, að slita konungssam- bandinu meðan sambandslögin eru í gildi, þó að ekki sé samið um konungssambandið í þeim lögum. Knud Berlin mun einn um þá skoðun, að samið hafi verið um konungssambandið með sambandslögunum. — Skoðun hans brýtur og i bág við 1. gr. laganna, tilætlan sambandslaga- nefndar og athugasemdir hennar við frumvarpið. 1 1. gr. sambandslaganna segir svo: »Danmörk og ísland eru . . . í sambandi um einn og sama konung og um samn- ing þann, er felst í þessum sambandslögum«. — Orðalag þetta sýnir, að konungsam- bandið er ekki hluti af sam- bandslögunum. Til stuðnings þessari skoðun má einnig benda á það, að hinn íslenzki hluti sambands- laganefndarinnar vildi í fyrstu gera tvo samninga við Dani: annan um konungssambandið, en hinn um önnur efni. En dönsku samningamennirnir töldu »óviðeigandi og óþarft að semja um konung og konungssam- band, þar sem enginn ágrein- ingur væri um þau atriðkr. — íslenzku nefndarmennirnir féll- ust á þessa skoðun. Og þess vegna var orðalag 1. og 18. gr. sambandslaganna haft þannig, að enginn vafi gæti á því leikið, að konungurinn væri grund- völlur laganna, en ekki eitt af samningsatriðunum. Athugasemdir sambandslaga- nefndar við frumvarpið sýna og greinilega þennan tilgang. Og meiri hluti sameinaðra full- veldisnefnda Alþingis 1918 er sömu skoðunar. Flestir þeirra dönsku manna sem látið hafa í ljós skoðun slna á konungssambandinu, eru sammála íslendingum um þessi atriði. Aage Funder, ritari Dana í sambandslaganefndinni 1918, heldur þessu sama fram. Og Zahle, þáverandi forsætisráð- herra Dana, lýsti yfir þessari skoðun sinni við umræðurnar í Þjóðþinginu um sambandslögin. Pað virðist þvi nokkurn veg- inn augljóst mál, að konungur- inn sé grundvöllur sáttmálans um samband íslands og Dan- merkur. IV. Konnngssambandið eftir 1943. Konungurinn er grundvöllur sambandslaganna. Af því leiðir, að konungssambandið fellur ekki niður með sambandslögunum. Samninganefndin 1918 sá þetta ljóslega og sömuleiðis fullveldis- nefndir Alþingis. Og innlendir og erlendir fræðimenn, sem um málið hafa rætt eða ritað, eru á einu máli um þetta atriði. — Knnd Berlia mun vera eina undantekningin. Og þó er hann þeirrar skoðunar, að konungs- sambandið falli ekki algerlega niður með uppsögn sambands-' laganna. Hann beldur því fram, að eftir uppsögn sambandslag- anna þurfi einhverja athöfn af hálfu ísiendinga, er sýni ótví- rætt vilja þeirra til að slita konungssambandinu. En hvernig fer þá um kon- ungssambandið, þegar sam- bandslógin eru fallin úr gildi? Feirri spurningu ber aö svara á þa leið, að konungssambandið verði þá nákvœmlega eins og það var fgrir 1918. í II. kafia þessarar ritgerðar var írá því skýrt, að konungs- sambandið væri til oröið af hendingu, en eigi umsamið eða ettir því óskað. — Peyar sam- bandslöyunum hefir venð sugt uyp, geta því Istendinyur slitið konungssambundinu þegar þeir vitja. Og það má vitanlega gera með ýmsu móti. Feir Zanle, fyrv. stjórnarlorseti og K. Beihn lita svo a, að íslendingar geti slitið sambaudinu á þann hatt, að breyta kouungseriöalogunum (þ. e. a. s. tekið sér anuau kon- ung, en Danir hata þa). Einar prót. Aruórsson og Kuud Berhn eru sammala um það, að Is- lendingar geti slitið sambandmu a þann hatt, að banna kouuug- inum að vera kouuugur i Dau- mörku. samkv. heimild i 5. gr. stjórnarskrariuuar. Eusliktbann muudi vitanlega hata þær at- leiðingar í lor með sér, að kon- unguiiun segði af sér konuug- dómi á íslandi. En vatataust er hægt að ná takmarkinu með öðru og auð- veldara móti. — Ej meiri hluti Alþingis samþykkir, að konungs- sambandmu skuli slihð, eru Is- lendingar lausir alira mala. — Og slíK ytiilýsing Alþingis gæti hvorki talizt hylting né uppreist. Konungssainbandið er komið á tyrir tilviljun, og þess vegna hafa íslendingar lagalegan og siðferðislegan létt til að slita þvi, þegar sambandslögin eru úr sógunni og þeim býður svo við að horfa. V. Biekklngarnar. í undauförnum köflum grein- ar þessarar hefir verið sýnt fram á, að yfirlýsingar Sjalf- stæðismanna eru í fullu sam- ræmi við skoðun meiri hluta fullveldisnefnda Alþingis 1918 og álit og hérlendra og erlendra fræðimanna. Stjórnarblöðin hafa talið sér sæmanda, að halda fram stað- leysum í þessu máli. — Fau hafa haldið fram skoðunum, sem brjóta algerlega í baga við áht allra þeirra fræðimanna, sem rannsakað hafa þetta mál. — Það er ógiftusamlegt og reynist jafuan ósigurvænlegt er til lengdar lætur, að berjast gegn léttum malstað. En það hata stjórnar- bloðin gert í þessum efnum. Hér verður ekki úr því skorið, hvoit valda muni algert blygð- unarleysi eða frámunaleg van- þekking, því að hvorttveggja er jain líklegt. t*að er vitanlegt, að ekki er hægt að siíta konungssamband- inu, meðan sambandslögin eru í gildi. — t*að er ennfremur vitanlegt, að uppsögn sambands- laganna hefir ekki þau áhrif á I konungssambandið, að það falli niður. Og loks er vitanlegt, að hægðarleikur er að slita kon- ungssambandinu, þegar sam- bandslögin eru úr sögunni. Ea þrátt fyrir þetta heimtar stjórnarliðið, að uppsögn sam- bandslaganna og uppsögn kon- úngssambandsins sé ruglað saman. Búast má við, að íslendingum þyki afstaða hinna »sameinnðu hersveita« furðu kynleg og að þeir leyfi sér að spyrja, hvað valda muni. Og svarið kemur væntanlega smám saman, eftir því sem blöð stjórnarinnar tala meira af sér. Alþýðublaðið hefir látið svo, sem það væri andvígt konungs- sambandi við Danmörku. En framkoma þess bendir öll í þá átt, að því sé hvorki hugleikið að losna við konunginn né sam- bandslögin, og verður nánara vikið að því síðar. — Um »Tímann« er síður ástæða til aö ræða að svo stöddu. — Lýðveldisskraf hans er bersýni- lega ekkert annað en alvöru- laust skvaldur. Hann hefir sjálfur krafizt þess með miklum hávaða fyrir nokkurum misser- um, að konungi yrði reist höll 1 S L A N D Árgangurinn kostar 8 kr. Gjalddagi 1. júll Einstök blöfi kosta 20 aur. Ritstjóri og ibyrgCarmaönr: CuOmCmdur Benediktsson, Talsimi; 1875. Afgreifislu og innheimtu annast: FriOrik Björnsson. Lokastig 9. — Sími 1225. — Box >71. — hér á landi, og bendir það ekki í þá átt, að lýðveldishugurinn hafi þá verið mjög ríkur. Ef sameiginleg atkvæðagreiðsla væri látin fara fram um upp- sögn sambandslaganna og um konungssambands-slit.værimikil hætta á þvf, að konungssinnar yrði á móti uppsögn sambands- laganna, þó að þeir í raun og veru vildi losna við þau, ef þeir fengi að halda konunginum. — En afstaða þessara manna gæti leitt til þess, að sambands- lögin yrði framvegis í gildi, og þá vitanlega konungssambandið líka. Til þess að sambandslögin falli úr gildi, þarf ályktun, er fer I þá átt, að öðlast samþykki */» þingmanna í sameinuðu AI- þingi. — Aðferðin við uppsögn sam- bandslaganna er þessi: Ályktun, sem fer f þá átt, að sambandslögin skuli falla úr gildi, þarf að koma fram á Al- þingi. Ef */» þingmanna i sam- einuðu þingi greiða henni at- kvæði, skal hún lögð undir at- kvæði alþingiskjósanda. Ef */i kjósanda greiða atkvæði og 8/f þeirra, sem atkvæði greiða, gjalda ályktaninni jákvæði, eru sambandslögin úr gildi fallin. Af þessu er ljóst, að það hlýtur áð verða all-örðugt viðfangs, að fá sambandslögin numin úr gildi. En þegar sambandslögin eru úr gildi íallin, þarf að eins meiri Um val enskra bóka. Niðurfag. ágætasta sagnaskáld sem uppi hefir verið og svo er talið að í persónulýsingum sje það hún sem kemst næst Shakespeare. Goldsmith: The Vicar of Wakefield (2.40), meistaraverk sem íslendingar þekkja að nokkru, þótt ekki gefi fslenska þýðingin nema óljósa hugmynd um frumritið. George Meredith; Evan Har- rington og Harry Richmond (6.00 hvor). Allar eða fiestar sögur Merediths eru taldar meistaraverk, en flestar eru þær erfiðar; þessar tvær eru auðveldastar. Samual Butler: Erewhon og The Way of All Flesh (4.20 hvor). Smásogur. Garlsworthy: The Caravan (3 bindi, hvert á 4.20). Hér eru flestar smásögur hans; margar þeirra eru frábærilega góðar. Wells: Collected Short Stories (9.00). Smásögurnar dru yfir höfuð betri en hinar iengri sögur höfundarins. Kipling: Einkum má benda á sögurnar í þeim þrem bindum sem bera titlana Plain Tales from the Hills, Soldiers Three og Stalky & Co (7.20 hvert). Hardy: Collected Short Stories (9.00). Smásögur Hardys eru ekki eins góðar og hinar lengri sögur hans, en fyr er gilt en valið sé; þær eru samt sem áður mikiu meira en góðar. Ritgerðasöfn, gagnrýni og æfisögur. Nútíðar-höfundar: — Lytton Strachey: Eminent Victorians, Queen Victoria, Books and Characters (4.20 hver); Elizabeth and Essex (15.00). Strachey er hinn langfrægasti æfisagnaritari, sem nú er uppi á Englandi. Ritgerðasnillingar og gagnrýnendur eru nú svo margir meðal Englendinga, og hafa verið á siðari tímum, að varla er gerlegt að nefna sérstök nöfn. Þörfin er líka minni fyrir það, að jafnan er úr miklu að velja í þessari grein í Reykjavik. Þó má geta þess, að J. B. Priestley, Robert Lynd, Chesterton, Belloc, Max Beerbohm og Lascelles Abercrombie eru á meðal þeirra, sem nú eru mest lesnir. Af bókum Abeicrombie er vert að nefna The Idea of Great Poetry og An Essay towards a Theory of Art (6.00 of 7.20). Eldri höfundar: — Boswell:. Life of Johnsson (8.40, 2 bindi); English Critical EssayS (E. Jones, 2.40); Johnson: Lives of the Poets (4,80, 2 bindi); Lamb: Essays (2.40); Macaulay: Essays (8.40, 2 bindi). Saga og bókmentasaga. Beztu Englandssögur í einu bindi eru bækur G. M. Tievelyans (15,00) og J. R. Greens (9.00). Góðar bókmentasögur eru vitanlega margar, en aðeins hinar minni koma hér til greina. Beztar munu vera bæk- ur eftir Hamilton Thompson (10 80), Sir Edmund Gosse (10 20) og A. Compton-Rickett (9.00). Fyrir þá sem vilja öðlast sögulegan skilning á þróun enskr- ar tungu eru Old English Grammar (9.60) eftir Wright og Fourteenth Century Verse and Prose (12.60) eftir Sisam mjög gagnlegar bækur, auk þess sem þær eru ótrúlega skemtilegar. í bragfræði má benda á Short History of English Versification (10.20) eftir Schipper, ágæta bók. Orðabækur o. fl. Af handhægum orðabókum eru The Concise Ox- ford Dictionary (9.00) og Pocket Oxford Dictionary (4 20) miklu beztar og þá einkum sú fyrtalda. Fowlers Dictionary of Modern English Usage (9.00) og The King’s English (7.20, stytt útgáfa 3.60) eru alveg ómetanlegar fyrir þá, sem læra vilja að skrifa ensku vel, og svipað er að segja um English Spelling: Its Rules and Reasons (6.50) eftir Sir Willi- am A. Craigie. A Book of Synonyms and Antonyms (3.00) er gagnleg handbók fyrir þá, sem eitthvað skrifa á ensku. Eins og allir sjá er hjer mjög fljótt yfir sögu farið^ og aðeins stiklað á því stærsta. Annars var eigi kostur. Þó væntir mig að bendingar híhs lærða manns megi koma mörgum að notum og eigi sizt kennurum. Eins og einsætt var að gera hefir hann aðallega haldið sig við nýja timamann, þvi um eldri tima geta menn aflað sér fræðslu f bókmentasögum þeim, er hann bendir á. Menn skyldu því ekki kippa sér upp við það, að höfundur eins og Dickens er alls ekki nefndur. Og síðan hann skrifaði bend- ingar sfnar hafa komið út tvær ágætisbækur, sem taka nýja timann til meöferðar, en það eru English Thought in the Ninetelnth Century (7.20) eftir Somer- vell, og Twentieth Century Literature (6.00) eftir Ward. Um báðar þessar bækur hefir dr. Richard Beck skrifað í Vísi. Fyrir þá sem vilja kynnast

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/747

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.