Árdís - 01.01.1963, Blaðsíða 58

Árdís - 01.01.1963, Blaðsíða 58
56 ÁRDÍ S Gömlu góðu dagarnir INGIBJÖRG S. GOODRIDGE Það er svo oft að maður heyrir, sérstaklega þegar talað er við vel roskið fólk, þetta viðlag, „Já, þá var gaman að lifa,“ eða „Ó að ég mætti lifa æfina upp aftur.“ Að vísu brosir heimurinn ávalt á móti þeim ungu. Allt virðist leika í lindi þegar lífið liggur framundan, róslitað, óreynt og fagurt. Sömuleiðis, þegar kraftarnir eru sem sterkastir og lifsþráin heit- ust, þá er eins og ekkert sé manni ofurefli, jafnvel erfiðleikarnir verða nokkurskonar áskorun sem ginnir. Þegar sigur er unninn þá er eitthvað til að hreykjast af. Ef erfiðleikarnir vinna sigurinn, þá er ekkert annað að gjöra en að halda áfram eins og ekkert hafi skeð. Æskan getur verið ánægjulegasti tími æfinnar. Þeir sem áttu því láni að fagna að alast upp í föðurhúsum, í skauti ástríkra foreldra og í samfélagi við systkini, voru að vísu hamingjusamir. Þetta fólk má með sanni segja að gaman hafi verið að lifa. Enn þótt hið gagnstæða hafi átt sér stað, og að æskan hafi verið afar ömurleg í alla staði, þá hefur hönd tímans dregið bleika blæju yfir hið liðna. Mest af því sem var erfitt að þola, margar þær stundir sem ollu óhamingju og jafnvel hrygð eru fallnar í gleymsk- unar dá. Og nú segja þessir í allri hreinskilni að þá hafi verið gaman að lifa. Þetta fólk talar sannleikann. Það man betur eftir því skemmtilega enn því sem bar sársauka í för með sér. Einnig þeir sem voru munaðarleysingjar og sem ólust upp á hrakningi og þeir sem voru olbogabörn, muna æskudagana með einskonar eftirsjá og telja sig menn að hafa lifað þvílíkt og annað eins og unnið sigur úr bítum. Þeir stæla sig af því hvað þeir hafi nú staðið sig vel. Satt að segja, muna þeir aðeins það sem hjartfólgnast er. Þetta má ekki teljast óhreinskilni. Hitt þó heldur. Bleika blæjan sem felur hið liðna blekkir hið óþægilega og óskemmtilega þar til ekkert er eftir nema það sem gleður hugann. „Já, þá var gaman að lifa.“ En hvað um hitt viðlagið? „Ó að ég mætti lifa æfina upp aftur.“ Væri það nú svo gaman? Auðvitað yrði maður að hverfa aftur í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.