Árroði - 15.05.1933, Blaðsíða 5

Árroði - 15.05.1933, Blaðsíða 5
Útg. Ástn.Jónsson flíi 'fl) Jf\ | fráLyngum. /| |% |\ V U 1 Kemur út 1—2 bl. á mánuði. 1. ár. Reykjavík, 15. maí 1933. 1. tbl. Avavpl Nýja ársins nú röðull rís, raunir gleymast, en heill er vís, æðstur ársdaga blessi. Gefi hann öllum gull i mund, græði hann hverja sollna und. Mannkynið helgi og hressi. G. Á. Heiðraða, kæra íslenzka þjóð! Elskulegu bræður og systur! Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drotni Jesú Kristi, fyrir kraft hins Heilaga Anda, sem frá þeim streymir í ríkulegum mæli yfir alla þá, sem í einlægri, auðmjúkri og kristi- legri barnatrú vilja aðhyllast boð hans og setningar, og til- biðja í anda og sannlcika hinn allsvaldandi, þríeina Guð. Með þessurn orðum á ég ekki ein- ungis við þá, sem byggja ey- landið, Fjallkonuna fríðu, fönn- um þakta, heldur og líka frænd- ur og vini fjarlægra landa. Og ekki einungis þá, heldur og einn- ig alla jarðarinnar íbúa, sem að- hyllast vilja roerki vors sanna meistara og meðalgangara, Drott- ins Jesú Krists, af hvers náð og verðugleika allar þjóðir bless- un hljóta, já, hinn góða hirði, sem hefir gefið líf sitt út til lausnargjalds öllum heirui, og hvað meira. er: Risinn upp á þriðja degi oss til réttlætis, stíg- inn upp til himna, sitjandi til síns himneska föðurs hægri hand- ar, biðjandi að enginn glatist af þeim sálum, sem faðir hans gaf honum vald yfir, sem er hið æðsta alheims vald, vald lífs og dauða, sem án alls manngreinar- álits hefir útvalið sína dýrkeyptu hjörð, af öllum kynkvíslum, þjóð- um og tungumálum, til þess að þar gæti að lokum orðið eitt sauðahús og einn hirðir. Hver sein eyru hefir að heyra með, hann heyri. Kæra eylands þjóðin mín — stórlitla. Þú stóðst áður stærri frændum þínum á sporði, og jafnvel gerir það enn í dag í surnum greinum. Ég spyr þig í Drottins nafni: Yilt þú af ein- lægu hjarta vernda rétt lítil- magnans? Ef svo er, þá vernd- ar þú sjálfan þig, og þá er þér andlega og líkamlega borgið. LANOoiíOKASArN M ÍÖ3033

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.