Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.2009, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.2009, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 7. MARS 2009 STOFNUÐ 1925 10. TBL. 85. ÁRGANGUR LESBÓK Myndir vikunnar Rússneskur djöfladans Gogols. 4 Halló Hálönd!: Surgandi melódískt nýbylgjurokk5 8Eymd og auður:Nöturleg sýn Hornstra í Síberíu 9Bill Holm:Of mikið rafmagn,ekki nægileg birta.  Berklasjúkur Andrei var sprautufíkill sem bjó í Yekaterinburg í Rússlandi. Sex vikum síðar var hann látinn. Ljósmynd/Rob Hornstra Í sland ögrum skorið, eg vil nefna þig,“ orti Eggert Ólafsson fyrir rúmlega 200 árum og hélt síðan út á land með nestispoka, göngu- staf og skrifblokk og nefndi fjöll og firnindi eins og hann ætti lífið að leysa. Mér duttu þess- ar ljóðlínur í hug á dögunum þegar fréttir bár- ust af frekar skringilegu félagi í Lúxemborg, Black Sunshine svokölluðu, sem stjórnendur Kaupþings eru sakaðir um að hafa stofnað til að fela gríðarlegt tap af undirmálslánum og skuldavafningum. Ef satt reynist um hlutverk félagsins, er ekki annað hægt en að taka hattinn ofan fyrir þeim sem á heiðurinn að nafngiftinni. Sá hinn sami hefur haft gaman af skáldskap og veröldinni sem safni merkingarbærra tákna. Hann hefur e.t.v. verið skáld. Kannski frábært skáld sem leiddist því miður út í kaupmennsku – líkt og Rimbaud. Burtséð frá hugrenningartengslum við sól- myrkva, váboða sem í eina tíð sagði fyrir um þurrka, farsóttir og hungursneyð, er ekki ann- að hægt en að tengja nafngiftina fjármála- hruninu. Sáu þeir hinir sömu hrunið fyrir þegar félagið Black Sunshine var stofnað? Eða var þetta einfaldlega svartur húmor lögfræðings í Lúxemborg sem hafði jafnvel stofnað félagið í kjölfar sólmyrkva? Satt að segja finnst manni merkilegt að annað eins nafn hafi ekki hringt bjöllum í fjármálaeftirlitinu í Lúxemborg. Hversu vel má til dæmis koma auga á slæma fjárfestingarkosti í kauphöllum heimsins út frá nöfnum þeirra fyrirtækja og félaga sem þar eru? Þrátt fyrir að sú vinna sem Eggert hóf með skipulögðum hætti fyrir um 200 árum sé enn í fullum gangi, hefur mér sýnst að hæfileiki okk- ar Íslendinga til að nefna hlutina hafi dvínað. Kannski er það vegna þess að opinberir emb- ættismenn hafa tekið við keflinu af Eggerti – eða eru nöfn á borð við Landspítali – háskóla- sjúkrahús og Landsbókasafn Íslands – háskóla- bókasafn, merki um mikla hugmyndaauðgi. Á þessum síðustu og verstu felst lausnin e.t.v. í því að leita aftur í rómantíkina. Hugsa stórt. Hugsa í táknum. Líkt og lögfræðingurinn góði í Lúxemborg. hoskuldur@mbl.is Hvað felst í nafni? ORÐANNA HLJÓÐAN HÖSKULDUR ÓLAFSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.