Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.2009, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.2009, Blaðsíða 5
gerðarlist og skipulagsstefnu sem miðaði að því að auka lífs- gæði íbúðanna. Nú, þrjátíu árum síðar, snýst þetta bara um að búa okkur undir það að finna leiðir til þess að lifa af. „Við erum á hraðri leið með að gera jörðina óbyggilega og það þarf að grípa í taumana núna,“ segir Reynolds. Þessi orð Reynolds vekja mann óneitanlega til umhugsunar, en margar bygg- ingar hans og orkumannvirki líta út eins og þau hafi verið dregin út úr sviðsmynd Mad Max-heimsenda-spennumynd- anna. Grunnbyggingareining Reynolds eru gömul bíldekk, en eins og hann bendir sjálfur á eru dekk hlutir sem hent er í stórum stíl, en eru framleidd til þess að endast og standast álag. Dekkin eru fyllt með þjappaðri mold og leir og skapast þar massi sem safnar varma og heldur honum, en þannig eru húsin hituð. Þá notar Reynolds gler- og plastflöskur sem og bjórdósir eins og múrsteina og skapa litrík glerin og hringlaga mynstur flöskubotnanna ævintýraleg mynstur. Tregðan í kerfinu Í myndinni er baráttu Reynolds við kerfið jafnframt lýst, en byggingar- og skipulagsstaðlar hafa gert honum starfið erfitt. Þannig bendir Reynolds á að tilraunamennska og þróun í samvinnu við íbúa og fjárfesta sé nauðsynleg leið til þess að skapa nýjungar í byggingarlist, en vegna þunglamalegs reglu- virkis og fjármagnshagsmuna sé slíkt tilraunasvigrúm nær ómögulegt í nútímabyggingarlist. Áhugavert atriði í myndinni sýnir jafnframt þegar Reynolds og samstarfsfólk hans fékk tækifæri til þess að fara á hamfarasvæði fljóðbylgjunnar í As- íu. Í samvinnu við eftirlifandi íbúa í rústum þorpa og bæja byggði Reynolds jarðskip úr flöskum og mold, þar sem húsin beisluðu regnvatnið á svæðum þar sem vatnsskortur ríkti. Að- ferðinni var tekið þar opnum örmum, ólíkt viðbrögðunum heima fyrir. Eftir að hafa staðið í stappi við yfirvöld Taos- sýslu um árabil hefur Reynolds loks tekist að fá tilskilin leyfi til þess að halda áfram að þróa og byggja upp jarðskipahverfi sín. Almenn meðvitund og pólitískur vilji fyrir sjálfbærri þró- un og vistvænni háttum hefur einnig gefið Reynolds og sam- starfsfólki hans byr undir báða vængi. heida@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2009 5 Susan Sontag Myndirnar eru það sem menn muna. A ð afmarka og staðsetja helvíti segir okk- ur vitaskuld ekkert um það hvernig ná megi fólki úr því helvíti, hvernig draga megi úr vítislogunum. Eigi að síður virðist í sjálfu sér gott að viðurkenna og víkka út skilning sinn á því hve miklar þjáningar af völd- um mannvonsku er að finna í þessari veröld sem við deilum með öðru fólki. Hver sá, sem er æv- inlega undrandi á því að fólskuverk fyrirfinnist og finnst hann hafa verið blekktur (og fyllist jafnvel vantrú) þegar við blasa sannanir fyrir því hvers menn eru megnungir þegar þeir af skelfilegri harðneskju leggja hendur á aðrar mannverur og láta grimmdarverkin tala, hefur ekki fullorðnast, hvorki siðferðilega né sálrænt. Eftir að vissum aldri er náð ber engum manni réttur til sakleysis af þessum toga, annarrar eins grunnhyggni, fávísi í þessum mæli, eða minnisleysis. Nú á dögum er til gríðarlegt magn af mynd- um sem gerir óhægara um vik að viðhalda sið- ferðilegum skorti af þessu tagi. Jafnvel þótt þær séu aðeins tákn, og geti ómögulega innihaldið allan þann raunveruleika sem þær vísa til, þá gegna þær eigi að síður brýnu hlutverki. Mynd- irnar segja: Þetta er það sem menn geta fengið af sér að gera – bjóðast jafnvel til að gera, fullir ákafa, af sjálfbirgingshætti. Gleymið því ekki.“ Úr þýðingu Ugga Jónssonar, sem kom út hjá Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Í bókinni Um sársauka annarra fjallar Susan Sontag heitin um það einkenni nútímans að geta daglega fylgst með hörmungum og þjáningum um allan heim úr öruggu skjóli. Gleymið ekki Manntafl eftir Stefan Zweig er lítil bók, en áhrifarík. Heimsmeistarinn í skák er um borð í farþegaskipi á leið yfir Atlantshafið og farþeg- arnir vilja reyna sig við hann. Þá fer einn farþeganna að leggja til leiki, sem koma meist- aranum í opna skjöldu og leikurinn æsist. Óþekkti farþeginn, sem í bókinni er aðeins nefndur dr. B., reynist vera á leið vestur um haf eftir að hafa verið í prísund hjá nasistum þar sem hann var geymdur í einangrun. Eitt sinn þegar hann er tekinn í yfirheyrslu tekst honum að hnupla bók úr vasa varðar síns, en kemur heldur betur á hann þegar hún reynist hafa að geyma 150 af- bragðsskákir. Skákin reynist hon- um síðan haldreipi í ein- angruninni, en fer með hann á ystu nöf og endur- fundurinn við skákina reynist afdrifaríkur. Dr. B. má prísa sig sæl- an að hann var ekki sendur í gereyðing- arbúðir, en í stað lífs- háskans kom sál- arháskinn, sem fylgdi einangruninni. Manntafl | Stefan Zweig Einangrun og sálarháski B andaríski heimildarmyndagerðarmað- urinn Michael Moore er löngu orðinn heimsþekktur fyrir pólitískar ádeilu- myndir sínar. Sú nýjasta, Uppreisn amlóðanna (Slacker Uprising), fjallar um fyrirlestra- ferðalag sem hann fór í um bandaríska há- skóla fyrir forsetakosningarnar 2004 en þar var áhersla lögð á að ná til yngstu kjósend- anna, „amlóða“ titilsins. Eins og menn kannski muna var John Kerry frambjóðandi demókrata en George Bush var að reyna sig í annað sinn í slagnum fyrir hönd repúblikana. Á viðkomustöðum sínum flutti Moore stuðn- ingsræður fyrir þann fyrrnefnda og talaði jafnan fyrir fullu húsi. Áhorfendahópurinn er velviljaður Moore enda háskólastúdentar kannski kjarnaaðdáendahópurinn. Eitt af því sem vakti athygli í fyrirlestraferðalaginu var sá háttur Moores að gefa alltaf þeim sem mættu núðlusúpupakka og hreinar nærbuxur, „helstu nauðsynjar amlóða alls staðar“ eins og hann orðar það. Slacker Uprising (2007) | Michael Moore Amlóðar heimsins sameinist P yntingar bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, í forsetatíð George W. Bush hafa vakið hroll og óhug um allan heim. Eftir umræðunni að dæma hefur mátt ætla að í tíð Bush hefði orðið alger kúvending í yf- irheyrsluaðferðum og því, sem áður hefði verið óhugsandi, hefði skyndilega verið kippt inn fyrir mörk hins sjálfsagða í innsta hring bandarískra stjórnvalda. Málið er hins vegar ekki svo einfalt. Þær aðferðir, sem voru afhjúpaðar þegar mynd- irnar úr Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad voru birtar og skýrslu Rauða krossins um fangana fjórtán í Guantanamo var lekið, eiga sér mun lengri sögu og hafa verið á dagskrá hjá CIA svo áratugum skiptir. Alfred W. McCoy rekur þá sögu í bókinni A Question of Torture: CIA Interrogation from the Cold War to the War on Terror. Mjög forvitnilegt er að lesa um rannsóknir sem Bandaríkjaher og CIA kostuðu og stóðu fyrir á heilaþvotti og sálrænum aðferðum til að knýja menn til frásagnar. Þessar rannsóknir fóru meðal annars fram til að komast að því hvort hægt væri að þjálfa bandaríska hermenn þann- ig að þeir gætu staðið af sér pynt- ingar yrðu þeir teknir til fanga. Brátt snýst hins vegar dæmið við. Rannsóknin, sem mest áhrif hafði, var hins vegar í upphafi gerð fyrir kanadískt fé. Sálfræðingurinn Donald O. Hebb gerði tilraunir þar sem hann brenglaði alla skynjun viðfangsefnisins. Þátttakendur í tilraununum voru látnir liggja fyrir í björtu ljósi í litlu, lokuðu her- bergi. Þeir voru með skyggð gleraugu þannig að þeir sæju aðeins móðu, lágt suð útiloka umhverfishljóð og hólka á hönd- um til að taka snertiskynið úr umferð. Margir þátttakendanna neituðu að ljúka til- rauninni. Allir fundu fyrir ofskynjunum líkt og þeir hefðu neytt lyfja. Getan til skipulagðrar hugsunar þvarr. Aukinheldur áttu þátttakend- urnir í vandræðum með að einbeita sér sólar- hring eftir að tilrauninni lauk. CIA sá strax möguleika í þessum niður- stöðum og rannsóknum var haldið áfram, ekki bara til þess að hægt væri að undirbúa eigin liðsmenn undir illa meðferð, heldur einnig til að beita þeim. Sálrænar pyntingar tóku við af lík- amlegum. Á sama tíma voru gerðar tilraunir til að kom- ast að því hvað væri hægt að fá menn til að ganga langt í að þjarma að meðborgurum sín- um. Þekktustu tilraunirnar gerði Stanley Milg- ram þegar hann var ungur sálfræðingur við Yale-háskóla. Hann fékk fjörutíu „venjulega“ íbúa í New Haven í Connecticut til liðs við sig og athugunin fólst í að sjá hvort þeir myndu hlýða skipunum um að pynta varnarlaust „fórn- arlamb“ með stigvaxandi raflostum. 65% þátt- takendanna fóru alla leið ef þeir voru beðnir um að ýta á rofann, allir þeir, sem beðnir voru um að aðstoða, tóku þátt. Niðurstöður þessara rannsókna komu fram í handbók, sem CIA gaf út árið 1963 og ber heitið Kubark Counterintelligence Interrogation. Hún hefur verið grunnurinn að yfirheyrsluað- ferðum CIA og þjálfun, sem stofnunin hefur veitt víða í þriðja heiminum. Það er því hægt að segja að pyntingarnar, sem beitt var í Abu Ghraib og víðar eins og skjalfest hefur verið, hafi ekki verið undan- tekning eða frávik heldur rökrétt framhald á því sem á undan var gengið. kbl@mbl.is A Question of Torture | Alfred W. McCoy Ekki frávik heldur rökrétt framhald Reuters Sigri hrósandi Charles Graner liðþjálfi krýpur með bros á vor yfir líki fanga í Abu Ghraib-fangelsinu. BÆKUR VIKUNNAR KARL BLÖNDAL Þ egar barið var að dyrum til að handtaka félaga Rúbasjov dreymdi hann einmitt að ver- ið væri að handtaka hann. Bókin Myrkur um miðjan dag eftir Arthur Koestler kom út árið 1941. Þar er tekið á sýndarrétt- arhöldum Stalíns þar sem hver frammámað- urinn á fætur öðrum bar fyrir rétti fram stórkost- legar játningar um að hafa setið á svikráðum. Búkarín var talinn fyrirmynd Rúba- sjovs, en höfundur segir að hann sé samnefnari fyrir þá, sem dregnir voru fyrir dóm. Í bókinni er yfirheyrslunum yfir Rúbasjov lýst þar sem hann á að játa á sig upplognar sakir, uppgjöri hans við 40 ára starf í þágu bylting- arinnar og einangrun í prísundinni. Ein spurningin, sem hann glímir við, er réttlæting glæpanna, sem hefði verið óafsakanlegt að fremja í eiginhagsmunaskyni, en urðu réttlætanlegir í þágu málstaðarins. Á endanum verður meira að segja réttlætanlegt að fórna Rúbasjov. Hann tekur þátt í því og játar á sig upplognar sakir. Myrkur um miðjan dag | Arthur Koestler Í þágu málstaðarins M argar áhugaverðar heimildarmyndir eru á Bíódögum Græna ljóssins sem nú standa yfir. Auk Stríðsmanns sorpsins (Garbage Warrior) má nefna hina marglofuðu Maður á vír (Man on Wire) en hún fjallar um dirfskuboltann og línudansarann Philippe Petit, sem framdi þann gjörning að strengja vír á milli tvíburaturnanna í New York árið 1974, og dansa þar í rúma klukku- stund áður en hann var handtekinn. Heimild- armyndin fjallar um viðburðinn sem vakti gríð- arlega fjölmiðlaathygli, og var vísað til sem „listræns glæps aldarinnar“. Í myndinni er fjallað um undirbúningin, en Petit og samstarfsmenn skipulögðu gjörninginn um átta mánaða skeið. Þeir þurftu að smygla þungum tækjabúnaði upp í turnana og festa vírinn þannig að hann stæðist álag vinda uppi í háloftunum. Þá er notast við safnefni frá viðburðinum sjálfum og tónlist Mich- aels Nymans svífur yfir þessari ljóðrænu og skemmtilegu mynd, sem gerist á hinum tilfinn- ingalega og sögulega hlaðna vettvangi tvíbura- turnanna. Man on Wire (2008) | James Marsh Listrænt glapræði Bækur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.