Morgunblaðið - 02.02.2009, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009
Kynntu þér úrræðin
Starfsfólk Kaupþings aðstoðar þig við allt sem tengist fjármálum heimilisins og breyttum
aðstæðum og leitar hentugra úrræða fyrir þig ef þarf.
Kynntu þér málin á www.kaupthing.is, hafðu samband í síma 444-7000
eða komdu við í næsta í útibúi Kaupþings.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
K
A
U
44
53
9
01
/0
9
Fjármálaráðgjöf fyrir þig
• Heimilisbókhald • Stöðumat • Netdreifing/útgjaldadreifing
• Úrræði í greiðsluerfiðleikum • Sparnaðarleiðir • Lífeyris- og tryggingamál
HÖRÐUR Torfason, forsprakki
Radda fólksins, efndi til mótmæla-
fundar á Austurvelli á laugardag-
inn, hins sautjánda frá upphafi. Um
tvö þúsund manns mættu. Fund-
urinn var kynntur sem sigurhátíð, í
tilefni stjórnarskipta í ríkisstjórn
og Fjármálaeftirlitinu og að boðað
hefði verið til kosninga. Kröfðust
Hörður og frummælendur þess að
stjórn Seðlabankans færi næst frá
völdum. Frummælendur voru Viðar
Hreinsson, Katrín Snæhólm og Við-
ar Þorsteinsson.
Sautjándi
mótmæla-
fundurinn
Morgunblaðið/Ómar
HRAÐBANKA Sparisjóðsins á Suðurlandi
var stolið úr anddyri verslunarmiðstöðv-
arinnar Sunnumarkar í Hveragerði í fyrri-
nótt. Þjófnaðurinn uppgötvaðist um klukkan
11 í gærmorgun þegar starfsfólk mætti til
vinnu í verslunarmiðstöðinni.
Hraðbankinn var ekki kominn í leitirnar í
gærkvöldi, að sögn lögreglunnar á Selfossi.
Meðal annars er verið að skoða hvort þjófn-
aðurinn hafi náðst á öryggismyndavél. Lög-
reglan vildi ekki upplýsa hve miklir pen-
ingar voru í hraðbankanum.
Þeir sem urðu varir við grunsamlegar
mannaferðir við Sunnumörk þessa nótt eru
beðnir að hafa samband við lögregluna á Sel-
fossi í síma 480-1010.
Tekinn í heilu lagi
Stuldur Hraðbankar eru
engin léttavara.
Hraðbanka stolið í Hveragerði
HINN 15 ára
gamli Hjörvar
Steinn Grét-
arsson sigraði á
Skeljungsmótinu
– Skákþingi
Reykjavíkur –
um helgina
ásamt Þorvarði
F. Ólafssyni. Þar
sem Þorvarður
er hvorki í
Reykjavíkurtaflfélagi né Reykvík-
ingur telst Hjörvar Steinn vera
skákmeistari Reykjavíkur, sá næst-
yngsti í 67 ára sögu mótsins. Metið
á Þröstur Árnason, sem varð skák-
meistari Reykjavíkur árið 1986, þá
aðeins 13 ára.
Í 3.-4. sæti, vinningi á eftir Þor-
varði og Hjörvari, urðu Lenka
Ptácníková og Ingvar Þór Jóhann-
esson.
Hjörvar
meistari
Hjörvar Steinn
Grétarsson
Næstyngstur í
sögu Skákþings
SAMNINGUM starfsfólks verslana
Fiskisögu hefur verið sagt upp
vegna skipulagsbreytinga í rekstr-
inum. Fólkið verður ráðið aftur og
á sambærilegum kjörum, að því er
Gísli Reynisson, fjárfestir og stjórn-
armaður í Nordic Sea, greindi
mbl.is frá. Nordic Sea á verslanir
Fiskisögu ásamt öðru. Um 30
manns munu vinna hjá fyrirtækinu.
Gísli sagði að breytingarnar
væru gerðar til þess að end-
urskipuleggja reksturinn í ljósi
ríkjandi aðstæðna á Íslandi. Ekki
stæði til að draga úr gæðunum og
er áfram stefnt að því að bjóða há-
gæða fiskvöru og persónulega þjón-
ustu, þótt viðskiptavinir þurfi að
greiða örlítið meira fyrir það. Á
liðnu hausti var fjórum búðum
Fiskisögu lokað, en Gísli sagði enga
ákvörðun liggja fyrir um lokun
fleiri búða.
Nú á m.a. að breyta afgreiðslu-
tíma og verða búðirnar opnaðar
seinna að morgni en var. Þær verða
opnar jafnlengi frameftir degi og
áður. Einnig stendur til að færa
fólk á milli verslana og í sumum til-
vikum er verið að breyta vinnutíma
starfsmanna.
Breytingar
á Fiskisögu
KLIPPA þurfti toppinn af fólksbíl,
sem valt á Hafravatnsvegi í gær, til
að ná ökumanninum út. Ökumað-
urinn var fluttur á slysadeild en var
ekki talinn mikið slasaður, að mati
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Bíllinn lá á hliðinni utan Hafra-
vatnsvegar, um 1 km frá vegamót-
unum við Nesjavallaleið. Hálka var
á veginum er slysið varð.
Toppurinn
klipptur af