Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.03.2009, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009 Kumpánlegar samræður Mótmælendur komu saman á Lækjartorgi um miðjan dag í gær og mótmæltu framkomu yfirvalda gagnvart flóttamönnum. Leiðin lá svo til Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra og hún ræddi við fólkið út um glugga heimilis síns. Ákveðið var að hittast aftur og ræða saman í dag. Jakob Fannar Björgvin Guðmundsson | 29. mars Félagshyggjustjórn og aðild að ESB Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylking- arinnar telur að það sé Ís- landi fyrir bestu að Sjálf- stæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu eftir kosningar. Hún útilokar þó ekki samstarf. Þetta kom fram í ræðu hennar á landsfundi Samfylkingarinnar í dag. Hún vill ganga til samninga við Evr- ópusambandið eftir kosningar og bera samning um aðild undir þjóðaratkvæði. Í stjórnmálaályktun Samfylking- arinnar segir að hagsmunum Íslands að loknum kosningum sé best borgið með félagshyggjustjórn. Vinstri græn útilok- uðu á landsfundi sínum fyrir viku stjórn- arsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosningar. Samfylkingin ályktaði ekki á sama hátt en Jóhanna Sigurð- ardóttir formaður flokksins vill vinstri- stjórn. Jóhanna var ákaft hyllt í lok ávarpsins. Meira: http://gudmundsson.blog.is Guðbjörn Guðbjörnsson | 29. mars Býð mig fram til að klippa ræður Davíðs! Ég ákvað að bíða með að blogga um líflega ræðu Davíðs Oddssonar á Landsfundi Sjálfstæð- isflokksins. Upphafleg hrifning mín á ræðunni hefur aðeins rénað, þótt vissulega hafi Davíð farið á kostum í lýs- ingum sínum á aðförinni eða réttara sagt eineltinu sem hann varð fyrir sem seðla- bankastjóri og „aftökunni“ á honum sem seðlabankastjóra, ummælum hans um lausamanninn úr norska verka- mannaflokknum og Stoltenberg og ótal margt fleira. Hver getur komið þessari ræðu á Youtube? Þarna var hins vegar reiður maður á ferð, sem sagði sitthvað sem hann á ef- laust eftir að sjá eftir að hafa sagt um fólk sem hefur dáð hann, virt og varið í ára- tugi. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra! Meira: http://gudbjorng.blog.is/ Jón Baldur Lorange | 29. mars Sjálfstæðismenn vopnaðir von og krafti 38. Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins var sig- urhátíð. Fortíðin var gerð upp, mistökin við- urkennd, þjóðin beðin fyr- irgefningar og yfirbót gerð fyrir opnum tjöldum. Tekist var á en alltaf fundu landsfund- arfulltrúar sáttaleið. Landsfundarfulltrúar fara af fundinum vopnaðir von og krafti með sterka for- ystusveit. Ég spáði því hér þann 14. mars að Bjarni yrði formaður eftir sigur í próf- kjöri í Kraganum. Einnig bloggaði ég 31. janúar sl. að Bjarni Ben. og Þorgerður Katrín yrðu í forystu endurreisnar Sjálf- stæðisflokksins. Endurreisnin er hafin! Meira: http://islandsfengur.blog.is ÞAÐ var dapurlegt svo vægt sé til orða tekið að fylgjast með lands- fundi Sjálfstæðisflokks- ins. Þessi undarlega blanda afneitunar, ráð- leysis og lýðskrums sem þar var boðið upp á und- irstrikar að um flokk í djúpri kreppu er að ræða. Gamaldags hræðsluáróður og veru- leikafirring eru viðbrögð sjálfstæð- ismanna. Vinstrimenn og ekki síst sá er hér stýrir penna ætla að hækka skatta, segja þeir. Flokkurinn sem ber umfram alla aðra íslenska flokka ábyrgð á hruninu reynir að búa til grýlu úr þeim sem eru að taka til eftir þá. Engar lausnir, engin uppbyggileg framtíðarsýn, bara gamaldags aft- urhaldsamur hræðsluáróður. Hvað gerði Sjálfstæðisflokkurinn fyrir jól? Hann hækkaði skatta. Sam- anlögð leyfileg álagning tekjuskatts og útsvars var hækkuð um 1,6% (1,35% í tekjuskatti og allt að 0,25% í útsvari) eða um u.þ.b. 11,5 milljarða, en það var gert flatt. Engin viðleitni var sýnd til að dreifa byrðunum með réttlátari hætti. Með þessu var Sjálf- stæðisflokkurinn og þáverandi rík- isstjórn auðvitað að bregðast við að- stæðum, tekjufallinu vegna bankahrunsins og afla nokkurra tekna til að draga úr hallarekstri ríkissjóðs og/eða þörfinni á enn meiri niðurskurði. Nema hvað; hallinn stefnir samt í að verða á bilinu 150-170 millj- arðar króna. Þannig skilur Sjálfstæð- isflokkurinn við rík- issjóð í lokin á hátt í 18 ára ráðsmennsku. Stóra spurningin er hins vegar þessi. Ef sjálfstæðismenn hafna því nú með öllu að einhver tekjuöflun verði hluti aðgerða til að ná 150-170 milljarða halla á ríkissjóði niður í 0 og síðan í afgang á 3-4 árum eins og stefna verður að (annars kyrkir vaxtakostnaður hið opinbera og gerir skuldabyrðina óbærilega), hvernig ætla þeir þá að gera það? Svarið virð- ist einfalt, með einum saman nið- urskurði. Vill þá ekki Sjálfstæð- isflokkurinn vera svo góður að útlista fyrir okkur hvernig sá niðurskurður á að fara fram? Hvað á að skera niður og hvernig, hvað á að verða eftir í al- manntryggingakerfinu, heilbrigðis- og menntamálum o.s.frv. Er þá póli- tík Sjálfstæðisflokksins sú að rústa frekar velferðarkerfið til grunna en afla nokkurra viðbótartekna? Þjóð- artekjur munu dragast saman um ná- lægt 10% á þessu ári og u.þ.b. standa í stað á hinu næsta. Hagvöxtur mun því ekki leggjast með okkur í þessari glímu fyrr en vonandi frá og með árinu 2011. Auðvitað er veruleikinn sá að rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn greip til þess ráðs að hækka skatta fyrir jól þá mun hvaða ríkisstjórn sem er, og al- veg eins þó að svo ólíklega og ógæfu- lega tækist til að þar yrði Sjálfstæð- isflokkurinn innanborðs, verða að fara einhvers konar blandaða leið. Og þá skiptir öllu máli hvernig það er gert. Að annars vegar sé tekna aflað að því marki sem skynsamlegt er á félagslega réttlátan og sanngjarnan hátt. Þeim einstaklingum og fjöl- skyldum sé hlíft sem minnst hafa af- lögu, að atvinnurekstri og nýsköpun sé tryggt lífvænlegt og samkeppn- ishæft umhverfi, að byrðunum sé jafnað. Á hina hliðina þarf að fram- kvæma aðhalds- og sparnaðar- aðgerðir þannig að undirstöðu- velferðarþjónusta sé varin eins og nokkur kostur er, að vinnu sé jafnað fremur en fólki sagt upp og kreppan ekki dýpkuð með aðgerðum skamm- sýni í rekstri og þjónustu ríkis- og sveitarfélaga. Enn vakir ein spurning til sjálf- stæðismanna eftir landsfund þeirra. Ætla þeir að bæta gráu ofan á svart hjá sér með því að reyna að skrökva að þjóðinni fyrir kosningar? Halda þeir að þjóðin kaupi það, og trúi um það þeim af öllum mönnum, að eitt- hvað sem er ekki hægt sé hægt? Ætl- ar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að hafa burði í sér til að koma sæmilega heið- arlega fram, horfast í augu við stað- reyndir, viðurkenna ábyrgð sína og axla hana eða ætlar hann að leggjast í lýðskrum og hræðsluáróður? Við Vinstri græn munum hér eftir sem hingað til leggja metnað okkar í að koma hreint og heiðarlega fram. Við munum segja þjóðinni það fyrir kosningar sem við teljum óhjá- kvæmilegt að gera eftir kosningar. Það vorum við sem sögðum þjóðinni satt á árunum 2004-2009, rugl- árunum, meðan aðrir brugðust þjóð- inni og lugu að henni. Ég óttast ekki samanburðinn eða það að margir verði til þess að láta glepjast af hug- myndafræðilega gjaldþrota flokki í afneitun, Sjálfstæðisflokknum. Eftir Steingrím J. Sigfússon » Flokkurinn sem ber umfram alla aðra ís- lenska flokka ábyrgð á hruninu reynir að búa til grýlu úr þeim sem eru að taka til eftir þá. Eng- ar lausnir, engin upp- byggileg framtíðarsýn, bara gamaldags aft- urhaldssamur hræðslu- áróður. Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er fjármálaráðherra. Sjálfstæðisflokkur í afneitun BLOG.IS 10. MARS sl. sam- þykkti Alþingi lög sem leyfa úttekt sér- eignasparnaðar sem áttu að draga úr greiðsluerfiðleikum fólks. Ég hafði greitt í séreignasjóð þýska Allianz og óskað eftir útborgun. Félagið upplýsti um áætlaða útborgun 12. mars sl. Þegar ég fór í útibú Allianz í Kópavog fannst mér undarlegt að sjá miða í glugga sem tilkynnti að afgreiðsla Allianz væri flutt í Byr- sparisjóð á sömu hæð. Ég hef aldr- ei verið í viðskiptum við Byr- sparisjóð! Ég hitti fulltrúa Allianz og bar upp erindið – að ganga frá úttekt á innieign minni. Þá segir Allianz- maðurinn að það sé ekki hægt vegna þess að beðið sé eftir eyðu- blöðum frá Þýska- landi sem fólk verði að fylla út! Hann seg- ir eyðublöðin vera væntanleg í næstu viku og segir mér að sennilega komi ekki til útborgunar fyrr en í maí. En fleira kom á óvart: Sam- kvæmt yfirliti var innieign mín rúmlega ein milljón krónur í ávöxt- unarsjóði Allianz en fulltrúinn til- kynnir mér, í óspurðum fréttum, að ég fengi ekki nema 856.013,- kr. af milljóninni því Allianz mætti ekki, samkvæmt lögum, tapa peningum, sem það myndi gera greiddi það mér út milljónina, svo notuð séu hans eigin orð! Talið barst að innieign minni í öðrum sjóðum. Ég sagðist eiga inni hjá Kaupþingi. Þá hvatti fulltrúi Allianz mig til að draga ekki, deg- inum lengur, að taka út hjá Kaup- þingi áður en sú inneign gufaði upp! Ég var hvort eða er á leið í Kaupþing. Þar var inneign mín, samkvæmt yfirliti 31.12. 2007, 161.925,- kr. (frjáls séreign) og 420.269,- kr. (bundin séreign), sam- anlagt 582.194,- kr. Þjónustufulltrúi Kaupþings vísaði nú í yfirlit frá 20.3. 2009: Sam- kvæmt því hafði inneignin mín rýrnað um 456.194,- kr. í meðförum þessara „sérfræðinga“, – var komin niður í sléttar 126 þúsund krónur (80 þús. kr. eftir skatt). Tek fram að ég hafði hætt að greiða í sjóð Kaupþings 2004. Mér var sagt að samkvæmt regl- unum/lögunum væri hámarks- útborgun á mánuði 69 þús. kr. Ég fengi því 69 þús. greiddar 20. apríl og 11 þús. 20. maí frá Kaupþingi. Mér var sagt að samkvæmt regl- unum fengi einstaklingur aðeins greitt úr einum sjóði samtímis. 20. maí mun ég því hafa fengið það litla sem eftir er hjá Kaupþingi og get þá fyrst fengið greiðslu frá Allianz (verði eyðublöðin komin)! Frágangur greiðslubeiðninnar hjá Kaupþingi var tafarlaus – nóg eyðublöð. Ég vildi ganga frá umsókninni hjá Allianz sem fyrst. En það hefur ekki reynst unnt því enn er beðið eftir eyðublöðum frá Þýskalandi. Og enn var beðið þegar ég hafði samband við skrifstofu þess hinn 24. mars. Því spyr ég Neytendastofu og Fjármálaeftirlit hvort þetta séu eðlileg vinnubrögð og hvort þetta séu „ráðstafanir“ ríkisstjórnarinnar til aðstoðar heimilum í landinu og hvort ekki þurfi að breyta þessum fáránlegu reglum hið snarasta. Eftir Eyjólf Leós » Allianz, sem nú er undir þaki Byrs, get- ur ekki greitt út sér- eignasparnað vegna þess að eyðublöð vantar frá Þýskalandi … Eyjólfur Leós Greinarhöfundur starfar sem bifvélavirki. Fyrirspurn til Neytendastofu og Fjármálaeftirlits

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.