Morgunblaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.2009, Blaðsíða 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2009 KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu 8 liða úrslit, fyrri leikir: Manchester United – Porto .....................2:2 Wayne Rooney 15., Carlos Alberto Tevez 85. – Cristian Rodriguez 4., Mariano Gonzalez 89. Villarreal – Arsenal..................................1:1 Marcos Senna 10. – Emmanuel Adebayor 66.  Síðari leikirnir fara fram miðvikudaginn 15. apríl. England 1. deild: Sheffield United – Barnsley .....................2.1 Watford – Southampton ...........................2:2 Crystal Palace – Coventry........................1:1  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Coventry og skoraði mark liðsins á 31. mínútu. Staðan: Wolves 41 23 8 10 71:49 77 Birmingham 41 21 12 8 49:33 75 Sheff. Utd 41 19 13 9 61:38 70 Reading 40 19 12 9 65:35 69 Burnley 41 18 12 11 63:55 66 Cardiff 39 16 16 7 54:39 64 Preston 41 17 11 13 54:51 62 Swansea 41 13 20 8 57:46 59 Bristol City 41 15 14 12 50:44 59 Q.P.R. 41 14 15 12 38:38 57 Ipswich 41 14 14 13 52:46 56 Sheff. Wed. 41 14 12 15 45:53 54 C. Palace 41 14 11 16 51:50 53 Coventry 40 13 13 14 43:47 52 Watford 41 14 9 18 61:65 51 Doncaster 41 14 7 20 34:49 49 Derby 39 12 12 15 49:54 48 Blackpool 41 11 14 16 40:53 47 Barnsley 40 12 10 18 39:50 46 Plymouth 41 12 10 19 38:51 46 Norwich 41 11 10 20 50:59 43 Nott. Forest 41 10 12 19 42:61 42 Southampton 41 9 14 18 42:59 41 Charlton 40 7 11 22 44:67 32 2. deild: Hereford – Brighton .................................1:2 Leyton Orient – Leeds..............................2:2 Staðan: Leicester 41 23 14 4 73:36 83 Peterborough 41 24 9 8 73:49 81 Millwall 41 23 7 11 57:44 76 MK Dons 40 21 9 10 76:45 72 Leeds 41 22 6 13 69:47 72 Scunthorpe 39 20 7 12 69:52 67 Tranmere 41 19 9 13 56:43 66 Southend 41 19 7 15 52:54 64 Oldham 41 15 14 12 60:58 59 Stockport 41 15 12 14 54:49 57 Colchester 41 16 9 16 53:54 57 Huddersfield 41 15 12 14 53:59 57 Walsall 41 15 10 16 55:59 55 Bristol R. 40 14 12 14 67:52 54 Orient 41 13 10 18 39:50 49 Hartlepool 41 12 10 19 60:69 46 Yeovil 40 11 13 16 34:57 46 Swindon 41 10 15 16 60:64 45 Carlisle 41 11 11 19 51:65 44 Crewe 41 12 8 21 54:72 44 Northampton 39 10 12 17 51:52 42 Brighton 40 9 12 19 44:63 39 Hereford 40 9 6 25 37:67 33 Cheltenham 40 7 10 23 46:83 31 ÍSHOKKÍ HM karla, 2. deild Kína – Ísland............................................. 3:2 Nan Fu 18., Chao Du 43., Weiyang Zhang 65. – Gauti Þormóðsson 11., Egill Þormóðs- son 59.  Eftir framlengingu. Norður-Kórea – Ísrael ..............................1:2 Serbía – Eistland .......................................5:4  Eftir framlengingu. HANDKNATTLEIKUR Í gær var dregið til undanúrslita í Evrópu- mótum félagsliða karla og útkoman varð þessi: Meistaradeild Evrópu: Hamburg (Þýsk.) – Ciudad Real (Spáni) Kiel (Þýsk.) – RN Löwen (Þýsk.) Evrópukeppni bikarhafa: Kadetten (Sviss) – Nordhorn (Þýsk.) Amicitia (Sviss) – Valladolid (Spáni) EHF-bikarinn: Gorenje (Sló.) – St. Otmar St. Gallen (Sviss) Gummersbach (Þýsk.) – Aragón (Spáni) Áskorendabikarinn: Besiktas (Tyrk.) – Resita (Rúm.) Suceava (Rúm.) – Bern Muri (Sviss) í kvöld KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Reykjaneshöll: Keflavík – Grindavík ..17.30 TENNIS Úrslitaleikir Íslandsmótsins í meistara- flokkum karla og kvenna fara fram í Tenn- ishöllinni í Kópavogi og hefjast kl. 16. „ÉG slæ svo stutt í upphafshöggunum að ég heyri þegar boltinn lendir,“ sagði hinn 73 ára gamli kylf- ingur Gary Player á fundi með fréttamönnum á Augusta-vellinum í gær. Suður-Afríkumað- urinn er með keppnisrétt á Mastersmótinu en allir fyrrverandi sigurvegarar á mótinu hafa keppnisrétt á meðan þeir hafa áhuga á að leika. Player sigraði þrívegis á mótinu, síðast 1978. Hann verður í ráshóp með Luke Donald (Englandi), Stephen Ames (Kanada) fyrstu tvo keppnisdagana. Suður-Afríkumaðurinn Trevor Immelman hefur titil að verja en allra augu beinast að Tiger Woods sem hefur leikið gríðarlega vel eftir vel heppnaða aðgerð á vinstra hné í júní sl. þar sem slitið krossband var lagað. Fáir höfðu trú á því að Trevor Immelman myndi sigra á Mastersmótinu í fyrra og þá sérstaklega þar sem Tiger Woods var í baráttunni um sigurinn. Im- melman lék lokahringinn á 75 höggum en það dugði til þess að sigra Woods með þriggja högga mun. Immelman er í svipaðri stöðu fyrir mótið í ár. Fáir hafa rætt um möguleika hans. Allra augu beinast að Tiger Woods og Phil Mickelson sem gætu haft sæta- skipti á heimslistanum þar sem Woods hefur einokað efsta sætið síðustu misseri. „Ég sagði við sjálfan mig eftir sigurinn í fyrra að ég ætlaði að ávallt að leika eins og ég gerði á Mast- ersmótinu. Ég áttaði mig á því að ég gæti ekki haldið það út og þegar mér tókst það ekki fór ég að efast um sjálfan mig. Síðasta ár hefur því verið erfitt og ekki eins gott og ég átti von á sem atvinnukylfingur. Ég er hættur að það var g var með á Immelma urveguru kvöldið. Þ Mastersm upp á gril ásamt ým hamborg sigurinn á Sandy Ly bauð í ma 1987. Lyl voru ekki lagsskapuTrevor Immelman og Gary Player. „Slæ svo stutt að ég heyri boltann lenda Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Fimm mínútum áður en flautað var til leiksloka á Old Trafford leit út fyrir að Carlos Tévez væri að tryggja Man- chester-liðinu sigur þegar hann skoraði annað mark liðsins með frábæru skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Wayne Rooney. Sú reyndist alls ekki vera raunin, sigur var ekki í höfn. Leikmenn Porto neituðu að játa sig sigraða eftir að hafa verið hreint frábærir lengst af. Marino Gonzalez jafnaði metin á 89. mínútu eftir hreint dæmalaust slakan varnarleik Evrópumeistaranna. „Úrslitin voru sanngjörn að mínu mati. Í fyrri hálfleik var Porto betra lið- ið en í seinni hálfleik náðum við betri tökum á leiknum. En að fá á sig markið undir lokin og hvernig það kom var afar dapurt. Við áttum að verjast því og ég held að mína menn hafi skort einbeit- ingu. Við eigum leik á laugardaginn og það er enn að miklu að keppa fyrir okk- ur en víst er að þetta var erfiður leik- ur,“ sagði Ferguson við ITV-sjónvarps- stöðina í gærkvöldi. Leikmenn Porto komu flestum á Old Trafford á óvart í gær með því að blása til sóknar strax í upphafi leiksins. Cristian Rodriguez kom gestunum yfir á 4. mínútu en þá strax höfðu leikmenn Porto ógnað marki heimaliðsins. Rooney jafnaði metin á 15. mínútu eftir mikil mistök í vörn Porto þar sem einn varnarmanna liðsins sendi knött- inn hugsunarlaust aftur á markvörð sinn. Leikmenn Manchester United máttu teljast heppnir að sleppa við að fá fleiri mörk á sig í fyrri hálfleik. Leikur Villarreal og Arsenal á Spáni skiptist mjög í tvö horn. Leikmenn Vill- arreal voru sterkari í fyrri hálfleik en Arsenal-menn voru beittari í þeim síð- ari. Adebayor skoraði jöfnunarmark Ars- enal á 66. mínútu með glæsilegri bak- fallsspyrnu og gæti markið reynst dýr- mætt þegar upp verður staðið en liðin mætast á ný í næstu viku. Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor, framherji Arsenal, sagðist eftir leik liðsins í gær ekki vita hvernig sér tókst að skora úr hjólhestaspyrnu. „Ég veit ekki hvernig mér tókst a skora en það sem mestu málir skipti að boltinn fór í netið,“ sagði Adebay sem hefur þar með skorað fimm mör meistaradeildinni á tímabilinu. „Ég held að við höfum gert vel en mættum mjög góðu liði sem erfitt va að leika gegn. Þrátt fyrir hagstæð ú verður seinni leikurinn erfiður en vi erum á heimavelli og munum gera a sem við getum til að komast áfram,“ sagði Adebayor. Gallas frá í langan tíma? Arsenal varð fyrri áfalli á 42. mínú í leiknum í gær þegar William Galla meiddist á vinstra hné eftir að hafa lennt í samstuði við Giuseppe Rossi. sene Wenger, knattspyrnustjóri Ars al, sagði í gærkvöldi að útlit væri fyr að meiðsli Gallas væru alvarleg. Svo kann að fara að hann verði nokkrar v ur frá keppni af þeirra völdum. Manuel Almunia, markvörður Ars al, heltist einnig úr lestinni snemma leiks. Hans meiðsli eru ekki eins alv leg en þó talið ósennilegt að hann ge tekið þátt í síðari leik Arsenal og Vil arreal á miðvikudaginn eftir viku. A Glæsimark Tógóbúinn Emmanuel Adebayor í þann mund að reka smiðshöggið á glæsimak sitt án þess að varnarmaður Villareal fái vörnum við komið. Eru í erfiðri stöðu  Leikmenn Porto blésu til sóknar frá upphafi leiks á Old Trafford  Ferguson segir jafnteflið vera sanngjarnt  Adebayor man ekkert eftir markinu  Meiðsli hrjá Arsena EVRÓPUMEISTARAR Manchester United eru heldur betur í erfiðri stöðu eftir að hafa aðeins náð jafntefli við Porto, 2:2, á heimavelli sínum í fyrri viðureign lið- anna í 8-liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi. Arsen- al stendur hins vegar nokkuð vel að vígi eftir jafntefli, 1:1, í heimsókn sinni til Villarreal á Spáni þar sem tveir leikmenn liðsins fóru meiddir af leikvelli. Í HNOTSKURN »Manchester United ogPorto mætast aftur í Porto á miðvikudaginn í næstu viku. Mörkin tvö sem liðið gerði á Old Trafford í gær geta reynst dýrmæt. »Manchester United hefurkomist í undanúrslit í meist- aradeildinni síðustu tvö ár og er ríkjandi Evrópumeistari. »Porto varð síðast Evr-ópumeistari fyrir fimm ár- um. Vann þá Manchester Unit- ed í undanúrslitum. ÞORGRÍMUR Þráinsson hefur ver- ið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu. Hann tekur við af Þór Hinrikssyni sem hætti í haust. Þór þjálfar yngri flokka Vals. Þorgrímur að- stoðarþjálfari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.