Oddur - 01.01.1927, Blaðsíða 4

Oddur - 01.01.1927, Blaðsíða 4
4 ODDUR að afli né visku né líkamsstærð, en eftir því sem aldur færist nær ráðherrastóli (það er æðsta takmark allra sósukrathriflista) vex honum viska og líkamsstærð — hvorutveggja á þverveginn. Oddur S i g u r g e i r s s o n, Candidatus Bolsevicc. »Aldrei skal eg gefast upp, neí, nei«. Eg þykist vita að flestir hafi álitið að eg hefði fyrir fult og alt dregið mig út úrstjórn- málum og blaðaskömmum. Ekki neita eg því heldur, að mér hafi dottið slíkt 1 hug; því löngum flökrar mér við svo örgu skarnverki og þar sem mér bauðst í vetur sæmilega launuð staða suður á Madagascar, þá lá við að eg freistaðist til að bregða mér suður fyrir miðjarðarlínuna, herti það líka heldur á mér, að Jón Þorláksson sagði mér að hún ætti nú heima á Reunion sú litla svarta 15 ára sem Sveinbjörn Egilsson hitti á hótelinu í Calcutta. En ættjarðarástin vann að lokum sigur á allri útþrá, enda dró það líka úr mér, að eg frétti að eg ætti að verða Trylle- kúnstner sem er sama sem Sisyfusar atvinna. Er svo ekki að orðlengja þetta meir, eg hefi aftur snúið mér að ritmenskunni, nafni minn að koma útmánaðarlega sem landsblað Harð- jaxlflokksins, verður stefna hans mörkuð sam- kyæmt þeirri gömlu stefnuskrá sem áður var prentuð, en sem á þessu nýja ári þarf að endurprentast og breytast í anda þeirrar af- sláttar politicur sem vér höfum ákveðið að drífa framvegis hér á landi. Svo þarf eg að koma nokkrum nýjum lagagreinum í bálk- inn, t d. um útrýming alls fiðurfénaðar, útrým- ing þessi verður að skoðast nauðsynleg, ekki sökum þess að flokk mínum sé persónulega illa við þetta fé, nei, heldur er það vegna smithættu sem kom svo greinilega fram við síðasta landskjör. Eg þykist vita að mót- stöðumenn flokks míns telji þessa afstöðu vora til áðurgetins fénaðar, benda til þess að seppaeðli sé með oss þar sem vér leggjumst á garðinn þar ,sem hann er lægstur. En auð- vitað fer blað þetta sínu fram hvað svo sem aðrir segja. Nafn blaðsins skiftir engu máli, en rett er að geta þess, að nokkur ágreining- ur varð um það meðal framkvæmdastjóra flokksins. Sumir vildu að það héti Gamli Skjóni, en eg sem oddamaður, forseti og rit- stjóri neytti réttar míns og ákvað að það skyldi heita í höfuðið á sjálfum mér og féll- ust flestir á það að lokum. Einn mótorbátur hefir verið látinn heita í mitt rauða höfuð. Það þótti mér of lítið og fékkjón Ól. til þess þess að lofa mér því, að láta næsta trollara heita í höfuðið á mér. Sumir samborgarar mínir og aðrir, munu álíta ofdirfsku af mér á gamals aldri, að ráð- ast í útgáfu þessa nýja blaðs, og þessi mín viðleytni muni enda með skelfingu og skulda- súpu. — Slíkur spádómur er mjög eðlilegur; reynslan hefir svo oft sýnt þvílík endalok. Eg hefi góða trú á þessu mínu fyrirtæki. Og þar sem eg er gamall og reyndur blaðamað- ur rithöfundur og búinn að hlaupa af mér hornin, sem aldrei voru nein, þá er mér ekki eins hætt við háskalegu gönuhlaupi, sem »þeim ungu« er ætla sig skáld eða eitthvað annað mikið, af »Guðs náð«. Þótt aldrei nema fjárhagur minn sé bágur og eg hafi nærri verið farinn að »klæða jólaköttinn«, þá er ekki aðaltilgangur minn að raka saman auði. Það sem rak mest á eftir mér, var sú þörf sem eg lengi hefi séð að er hér á landi fyrir hlutlaust búnaðarblað fyrir alþýðu þessa lands og sem ræðir málefni bæði Bolsa og Burgeisa á réttum grundvelli með glöggum skilningi á réttlátum kröfum og sjálfsagðri tilhliðrunarsemi. (Framh.) Oddur S i gurge i r sson af Skaganum. Ábyrgðarmaður: S. Sigurþórsson. Prentsmiöján Acta - 1927

x

Oddur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Oddur
https://timarit.is/publication/765

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.